Fékk á sig víti í mögu­legum kveðjuleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antoine Semenyo brýtur á Estevao innan vítateigs. Cole Palmer jafnaði í 1-1 úr vítinu.
Antoine Semenyo brýtur á Estevao innan vítateigs. Cole Palmer jafnaði í 1-1 úr vítinu. getty/Darren Walsh

Antoine Semenyo kom mikið við sögu í mögulegum kveðjuleik sínum fyrir Bournemouth sem gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Semenyo, sem þykir líklegur til að ganga í raðir Manchester City, fékk á sig vítaspyrnu í leiknum en löng innköst hans sköpuðu bæði mörk Bournemouth.

Gestirnir náðu forystunni á 6. mínútu þegar David Brooks skoraði af stuttu færi eftir langt innkast Semenyos.

Á 15. mínútu jafnaði Cole Palmer úr víti sem dæmt var á Semenyo fyrir brot á Estevao.

Átta mínútum síðar skoraði Enzo Fernández með góðu skoti upp í fjærhornið. Chelsea hélt forystunni ekki lengi því á 27. mínútu skoraði Justin Kluivert og jafnaði í 2-2.

Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea þurfti því að sætta sig við stig. Bláliðar hafa bara unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Kirsuberin af suðurströndinni hafa ekki unnið í tíu deildarleikjum í röð.

Chelsea er í 5. sæti deildarinnar en Bournemouth í því fimmtánda.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira