Lífið

Scary Movie-stjarna látin

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Jayne Trcka var helst þekkt fyrir leik sinn í Scary Movie.
Jayne Trcka var helst þekkt fyrir leik sinn í Scary Movie. Getty

Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie.

Trcka lést þann 12. desember samkvæmt umfjöllun TMZ. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir og segir sonur Trcka hana ekki hafa verið með neinn sjúkdóm eða glímt við veikindi sem hefðu getað valdið andláti hennar.

Á níunda áratugnum keppti Trcka í vaxtarrækt en hóf feril sinn sem leikkona árið 2000 með hlutverki leikfimikennarans Miss Mann í Scary Movie. Hún lék í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The New Big Ball with Neil Hamburger og Nudity Required. Þá má sjá hana bregða fyrir í tónlistarmyndbandi fyrir lagið Telephone með Lady Gaga og Beyonce.

Trcka sagði skilið við leiklistarferilinn og hóf störf sem fasteignasali árið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.