Innlent

Guð­laugur til­kynnir á­kvörðun sína fyrir há­degi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Guðlaugur segist munu greina frá ákvörðun sinni nú í morgunsárið.
Guðlaugur segist munu greina frá ákvörðun sinni nú í morgunsárið. Vísir/Ívar

Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir.

Ef fleiri bætast í hópinn fyrir hádegið verður prófkjörið haldið þann 24. janúar næstkomandi. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðismanna og fyrrverandi ráðherra og raunar fyrrverandi borgarfulltrúi einnig, hefur verið orðaður við framboð en hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri enn að hugsa málið. Hann myndi kynna niðurstöðu sína nú í morgunsárið, áður en frestur rennur út. 

Morgunblaðið segir einnig að rætt sé um að stuðningsmenn Guðlaugs í borgarstjórn muni mögulega ákveða að freista gæfunnar í prófkjörinu ef í ljós kemur að hann ætli ekki í framboð. Engin nöfn eru þó nefnd í því samhengi, en það gæti semsagt fjölgað í hópnum rétt fyrir hádegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×