Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 6. janúar 2026 21:02 Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum. Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr enn löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið. Í alltof langan tíma hefur meirihlutanum í Reykjavík ekki tekist að finna lausnir. Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í lengri tíma talað fyrir lausnum til þess að að brúa bilið. Hugmyndir á borð við heimgreiðslur með börnum sem fá ekki pláss á leikskóla að loknu fæðingarorlofi, að greiða götur sjálfstætt starfandi leikskóla og leikskóla á vegum atvinnurekenda eða að líta til nágrannasveitarfélaga varðandi leiðir sem hafa sýnt sig virka til að stytta biðlista hafa ekki fengið hljómgrunn meirihlutans í Reykjavík. Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma. Í vor gefst okkur tækifæri til þess að söðla um og fá nýjan meirihluta í borginni þar sem von er á raunverulegum breytingum. Gleymum ekki hvaða flokkar hafa setið við stjórnvölinn síðastliðinn áratug og bera ábyrgð á biðlistum og áhyggjufullum foreldrum. Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda. Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum. Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr enn löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið. Í alltof langan tíma hefur meirihlutanum í Reykjavík ekki tekist að finna lausnir. Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í lengri tíma talað fyrir lausnum til þess að að brúa bilið. Hugmyndir á borð við heimgreiðslur með börnum sem fá ekki pláss á leikskóla að loknu fæðingarorlofi, að greiða götur sjálfstætt starfandi leikskóla og leikskóla á vegum atvinnurekenda eða að líta til nágrannasveitarfélaga varðandi leiðir sem hafa sýnt sig virka til að stytta biðlista hafa ekki fengið hljómgrunn meirihlutans í Reykjavík. Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma. Í vor gefst okkur tækifæri til þess að söðla um og fá nýjan meirihluta í borginni þar sem von er á raunverulegum breytingum. Gleymum ekki hvaða flokkar hafa setið við stjórnvölinn síðastliðinn áratug og bera ábyrgð á biðlistum og áhyggjufullum foreldrum. Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda. Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar