Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar 7. janúar 2026 08:30 Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi. Áföll af þessu tagi skilja eftir sár sem flækja daglegt líf og gera fangelsisvist og endurhæfingu sérstaklega viðkvæma. Því er mikilvægt að nálgast endurhæfingu með skilningi á þessum bakgrunni og áfallamiðaðri nálgun. Hópastarf gegnir lykilhlutverki í endurhæfingu kvenna í fangelsum. Það snýst ekki einungis um að stytta daginn, heldur er það meðvituð og mannúðleg leið til að efla sjálfsmynd, félagsfærni og andlega líðan. Í kvennadeildum fangelsa getur slíkt starf haft afgerandi áhrif, þar sem hlutfall kvenna með alvarlega áfallasögu er mun hærra en meðal karla. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru haldin Konukvöld alla þriðjudaga þar sem tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hitta konur í afplánun. Þar gefst tækifæri á samveru, trausts og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal sjálfsumönnun á borð við andlitsmaska, nagla- og hárumhirðu. Þótt slíkt kunni að virðast einfalt, hefur það djúpa og táknræna þýðingu fyrir konur sem oft hafa upplifað vanrækslu, ofbeldi eða skort á sjálfsákvörðunarrétti. Með því að hlúa að sjálfri sér og taka virkan þátt í eigin vellíðan styrkist sjálfsvirðing og geta til að taka stjórn á eigin lífi. Á Konukvöldum er einnig bakað saman, dansað og iðkað jóga sem eflir samkennd, jákvæð samskipti og félagslega þátttöku. Slík samvera skapar styðjandi og öruggt umhverfi þar sem konur geta verið þær sjálfar, án dóms eða væntinga. Konukvöldin skipa þannig stóran sess í áfallamiðaðri nálgun, þar sem áhersla er lögð á að styrkja sjálfræði. Markmið Konukvöldanna er jafnframt að efla tengsl, hæfni í samskiptum og draga úr félagslegri einangrun. Margar konur í fangelsum hafa ekki áður fengið tækifæri til að læra heilbrigð samskipti eða byggja upp traust í öruggu umhverfi. Í hópnum fá þær verkefni sem styrkja virka hlustun, mörk, samvinnu og tillitssemi. Þetta er færni sem nýtist langt út fyrir veggi fangelsisins og grundvallaratriði fyrir líf eftir afplánun. Að lokum er mikilvægt að skoða starf sem þetta í víðara samfélagslegu samhengi. Með aukinni hnattvæðingu eru fólksflutningar, vöruflutningar og ferðalög orðin óhjákvæmilegur hluti af samtímanum. Samfélög standa frammi fyrir fjölbreyttari hópum fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þarfir. Spurningin er ekki hvort við eigum að bregðast við heldur hvernig. Mannúðleg og framsýn viðbrögð sem byggja á skilningi, forvörnum og félagslegri þátttöku eru mun líklegri til farsællar samfélagsstyrkingar en viðhorf sem byggja á útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Að efla konur í fangelsum með félagslegu starfi er því ekki einungis spurning um velferð einstaklingsins, heldur um samfélagslega ábyrgð okkar allra. Með því að hlusta, skilja og bregðast við raunverulegum þörfum og taka tillit til sögu og áfalla hvers einstaklings, byggjum við upp bata, styrk og sjálfsvirðingu. Þannig leggjum við grunninn að öruggara, mannúðlegra og réttlátara samfélagi — bæði innan veggja fangelsa og utan þeirra. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi. Áföll af þessu tagi skilja eftir sár sem flækja daglegt líf og gera fangelsisvist og endurhæfingu sérstaklega viðkvæma. Því er mikilvægt að nálgast endurhæfingu með skilningi á þessum bakgrunni og áfallamiðaðri nálgun. Hópastarf gegnir lykilhlutverki í endurhæfingu kvenna í fangelsum. Það snýst ekki einungis um að stytta daginn, heldur er það meðvituð og mannúðleg leið til að efla sjálfsmynd, félagsfærni og andlega líðan. Í kvennadeildum fangelsa getur slíkt starf haft afgerandi áhrif, þar sem hlutfall kvenna með alvarlega áfallasögu er mun hærra en meðal karla. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru haldin Konukvöld alla þriðjudaga þar sem tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hitta konur í afplánun. Þar gefst tækifæri á samveru, trausts og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal sjálfsumönnun á borð við andlitsmaska, nagla- og hárumhirðu. Þótt slíkt kunni að virðast einfalt, hefur það djúpa og táknræna þýðingu fyrir konur sem oft hafa upplifað vanrækslu, ofbeldi eða skort á sjálfsákvörðunarrétti. Með því að hlúa að sjálfri sér og taka virkan þátt í eigin vellíðan styrkist sjálfsvirðing og geta til að taka stjórn á eigin lífi. Á Konukvöldum er einnig bakað saman, dansað og iðkað jóga sem eflir samkennd, jákvæð samskipti og félagslega þátttöku. Slík samvera skapar styðjandi og öruggt umhverfi þar sem konur geta verið þær sjálfar, án dóms eða væntinga. Konukvöldin skipa þannig stóran sess í áfallamiðaðri nálgun, þar sem áhersla er lögð á að styrkja sjálfræði. Markmið Konukvöldanna er jafnframt að efla tengsl, hæfni í samskiptum og draga úr félagslegri einangrun. Margar konur í fangelsum hafa ekki áður fengið tækifæri til að læra heilbrigð samskipti eða byggja upp traust í öruggu umhverfi. Í hópnum fá þær verkefni sem styrkja virka hlustun, mörk, samvinnu og tillitssemi. Þetta er færni sem nýtist langt út fyrir veggi fangelsisins og grundvallaratriði fyrir líf eftir afplánun. Að lokum er mikilvægt að skoða starf sem þetta í víðara samfélagslegu samhengi. Með aukinni hnattvæðingu eru fólksflutningar, vöruflutningar og ferðalög orðin óhjákvæmilegur hluti af samtímanum. Samfélög standa frammi fyrir fjölbreyttari hópum fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þarfir. Spurningin er ekki hvort við eigum að bregðast við heldur hvernig. Mannúðleg og framsýn viðbrögð sem byggja á skilningi, forvörnum og félagslegri þátttöku eru mun líklegri til farsællar samfélagsstyrkingar en viðhorf sem byggja á útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Að efla konur í fangelsum með félagslegu starfi er því ekki einungis spurning um velferð einstaklingsins, heldur um samfélagslega ábyrgð okkar allra. Með því að hlusta, skilja og bregðast við raunverulegum þörfum og taka tillit til sögu og áfalla hvers einstaklings, byggjum við upp bata, styrk og sjálfsvirðingu. Þannig leggjum við grunninn að öruggara, mannúðlegra og réttlátara samfélagi — bæði innan veggja fangelsa og utan þeirra. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun