Lífið

Bob Weir látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bob Weir á sviðinu í janúar í fyrra.
Bob Weir á sviðinu í janúar í fyrra. Getty

Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. 

Tilkynnt er um andlát Bobs á Instagram síðu hans.

„Það er þyngra en tárum taki að deila því með ykkur að Bobby Weir sé fallinn frá. Hann lést með friðsælum hætti, umkringdur ástvinum sínum, eftir að hafa sigrast áður á krabbameini. Því miður drógu undirliggjandi lungnavandamál hann til dauða.“

Bob Weir stofnaði hljómsveitina Grateful Dead, árið 1965 með Jerry Garcia, sem spilaði einnig á gítar og söng.

Weir samdi og flutti með hljómsveitinni ódauðleg lög eins og „Sugar Magnolia,“ „One more Saturday night,“ og „Mexicali Blues.“

Eftir að Jerry Garcia lést árið 1995 hélt Bob Weir áfram að semja og spila, en með öðrum hljómsveitum.

Þar má helst nefna verkefnið „Dead and Company“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.