„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2026 16:33 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu ESB í tollamálum hafa verið á sömu nótum og stefnu Trumps. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. Staðan í alþjóðamálum var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir heiminn í eins konar upplausn. Þau kerfi sem sett voru á fót í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari séu nú nálægt því að riða til falls. „Við erum annars vegar með heimsmynd stórveldanna, sem eru núna að skilgreina sín áhrifasvæði og einhvern veginn er næsta rökrétta skref að þau skipti á milli sín heiminum og verði stórveldi með einhvers konar fylgitungl eða hjálendur,“ segir Dagur. „Síðan erum við með Evrópu, sem byggir á samstarfi sjálfstæðra, fullvalda ríkja sem eru við borðið. Mjög misstór og því fylgir auðvitað alls konar samráð og samtal og reglur sem sumum finnst flóknar. En ég kemst ekki fram hjá því að það er miklu betri skipan mála fyrir smáríki eins og Ísland.“ Þurfi tollabandalag svo Bandaríkin geti ekki ógnað Hann vísaði í Jens Stoltenberg fjármálaráðherra Noregs og fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, sem sagði á dögunum að síðustu áratugir hafi verið góðir fyrir smáríki til að standa utan tollabandalaga, þegar almenna stefnan var að halda tollum niðri. Nú sé staðan orðin önnur. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir Ísland þurfa að halla sér meira að ESB.Vísir/Vilhelm „Bandaríkin eru að leggja ofurtolla ekki bara á okkur heldur aðra. Þá þurfum við meira skjól. Við þurfum að hugsa hvort við þurfum ekki að vera í tollabandalagi, þannig að við getum ekki verið í þeirri stöðu, til dæmis ef Bandaríkin vilja eitthvað á hendur Íslendingum, að hægt sé að hóta okkur. Alveg eins og það hefði verið hægt að hóta Dönum núna varðandi Grænland núna ef Danir hefðu ekki skjól af því að vera hluti af ESB og í tollabandalaginu.“ ESB með sömu nálgun og Trump Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði með ólíkindum að hlusta á greiningu Dags á stöðunni. „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Donald Trump hefur, sömu nálgun. Hefur bæði með tollum en ekki síst með viðskiptalegum hindrunum gert það að verkum til dæmis að markmiðin með Alþjóðaviðskiptastofnun hafa ekki náð fram,“ sagði Guðlaugur. „Hvaða skilaboð eru það?“ Hann segir að helsta ógnin sem nú stafi að Íslandi á sviði tolla sé Evrópusambandið. „Nú vita allir í Brussel að ríkisstjórnin á Íslandi vill allt sem hún getur til að koma sér inn í Evrópusambandið. Á sama tíma og þeir undirbúa refsiaðgerðir gegn okkur reynir ríkisstjórnin allt sem hún getur til að koma sér inn,“ segir Guðlaugur og vísar í verndaraðgerðir á kísilmálm sem boðaðar voru í haust. „Hvaða skilaboð eru það? Það hefðu verið alvöru skilaboð að gæta hagsmuna okkar ef forustumenn ríkisstjórnarinnar hefðu sagt við forystumenn Evrópusambandsins: „Heyrðu, smámál hérna. Við erum ekki að hreyfa okkur í átt að ganga hérna inn ef að þið ætlið að leggja á okkur refsiaðgerðir.“ Hlusta má á umræður Dags og Guðlaugs í Sprengisandi í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sprengisandur Skattar, tollar og gjöld Sjálfstæðisflokkurinn Bylgjan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Staðan í alþjóðamálum var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir heiminn í eins konar upplausn. Þau kerfi sem sett voru á fót í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari séu nú nálægt því að riða til falls. „Við erum annars vegar með heimsmynd stórveldanna, sem eru núna að skilgreina sín áhrifasvæði og einhvern veginn er næsta rökrétta skref að þau skipti á milli sín heiminum og verði stórveldi með einhvers konar fylgitungl eða hjálendur,“ segir Dagur. „Síðan erum við með Evrópu, sem byggir á samstarfi sjálfstæðra, fullvalda ríkja sem eru við borðið. Mjög misstór og því fylgir auðvitað alls konar samráð og samtal og reglur sem sumum finnst flóknar. En ég kemst ekki fram hjá því að það er miklu betri skipan mála fyrir smáríki eins og Ísland.“ Þurfi tollabandalag svo Bandaríkin geti ekki ógnað Hann vísaði í Jens Stoltenberg fjármálaráðherra Noregs og fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, sem sagði á dögunum að síðustu áratugir hafi verið góðir fyrir smáríki til að standa utan tollabandalaga, þegar almenna stefnan var að halda tollum niðri. Nú sé staðan orðin önnur. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir Ísland þurfa að halla sér meira að ESB.Vísir/Vilhelm „Bandaríkin eru að leggja ofurtolla ekki bara á okkur heldur aðra. Þá þurfum við meira skjól. Við þurfum að hugsa hvort við þurfum ekki að vera í tollabandalagi, þannig að við getum ekki verið í þeirri stöðu, til dæmis ef Bandaríkin vilja eitthvað á hendur Íslendingum, að hægt sé að hóta okkur. Alveg eins og það hefði verið hægt að hóta Dönum núna varðandi Grænland núna ef Danir hefðu ekki skjól af því að vera hluti af ESB og í tollabandalaginu.“ ESB með sömu nálgun og Trump Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði með ólíkindum að hlusta á greiningu Dags á stöðunni. „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Donald Trump hefur, sömu nálgun. Hefur bæði með tollum en ekki síst með viðskiptalegum hindrunum gert það að verkum til dæmis að markmiðin með Alþjóðaviðskiptastofnun hafa ekki náð fram,“ sagði Guðlaugur. „Hvaða skilaboð eru það?“ Hann segir að helsta ógnin sem nú stafi að Íslandi á sviði tolla sé Evrópusambandið. „Nú vita allir í Brussel að ríkisstjórnin á Íslandi vill allt sem hún getur til að koma sér inn í Evrópusambandið. Á sama tíma og þeir undirbúa refsiaðgerðir gegn okkur reynir ríkisstjórnin allt sem hún getur til að koma sér inn,“ segir Guðlaugur og vísar í verndaraðgerðir á kísilmálm sem boðaðar voru í haust. „Hvaða skilaboð eru það? Það hefðu verið alvöru skilaboð að gæta hagsmuna okkar ef forustumenn ríkisstjórnarinnar hefðu sagt við forystumenn Evrópusambandsins: „Heyrðu, smámál hérna. Við erum ekki að hreyfa okkur í átt að ganga hérna inn ef að þið ætlið að leggja á okkur refsiaðgerðir.“ Hlusta má á umræður Dags og Guðlaugs í Sprengisandi í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sprengisandur Skattar, tollar og gjöld Sjálfstæðisflokkurinn Bylgjan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira