Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar 12. janúar 2026 06:01 Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Foreldrar vita ekki hvort þjónustan verði í boði, börnin finna fyrir óöryggi og starfsfólk býr við hlutastörf og ófyrirsjáanleika. Þetta þarf ekki að vera svona. Fyrir foreldra í Reykjavík skiptir fátt meira máli en að börnin þeirra séu glöð og örugg í daglegu starfi. Skóla- og frístundastarf er hjarta hverfanna – þar sem börn upplifa öryggi, tilheyra samfélagi og byggja upp félagsfærni sem nýtist þeim alla ævi. Sama gildir um starfsfólkið. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík vil ég tryggja að foreldrar geti treyst á frístundaþjónustu og að starfsfólk hafi raunveruleg tækifæri til að byggja upp framtíð í frístundastarfi borgarinnar. Það næst ekki með tímabundnum lausnum og hlutastörfum. Við verðum að bæta starfsaðstæður í félagsmiðstöðvum og á frístundaheimilum, skapa fleiri heilsdagsstörf allt árið og setja starfsþróun í forgang. Það felst meðal annars í því að lögbinda þjónustu frístundastarfs og félagsmiðstöðva. Börn eiga rétt á stöðugu frístundastarfi í sínu hverfi og starfsfólk á skilið að geta byggt upp þekkingu, reynslu og framtíð í starfi. Reykjavíkurborg býr yfir vel menntuðum og öflugum hópi starfsfólks sem við verðum að styðja betur við. Það er lykilatriði í forvörnum, velferð og jöfnum tækifærum barna. Til að frístundastarf skili árangri þarf stöðugleika og fyrirsjáanleika. Of oft er um að ræða vanfjármögnuð og tímabundin verkefni sem framlengd eru frá ári til árs með tilheyrandi óvissu. Úrræði sem hafa sannað gildi sitt eiga að vera varanleg, svo sem Flotinn, Hinsegin félagsmiðstöðin og sértækt hópastarf á vegum félagsmiðstöðva. Einnig þarf að styrkja þjónustu við aldurshópa sem falla milli kerfa. • 16–18 ára ungmenni: Hitt Húsið sinnir þessum hópi að mestu í dag, en það er ekki nægjanlegt. Ungmenni á þessum aldri þurfa fleiri vettvanga og meiri fjölbreytni í sínu nærumhverfi. • 10–12 ára börn: Þjónusta við þennan hóp er mjög takmörkuð þrátt fyrir augljós tækifæri til forvarna. Jafnframt má aldrei bæta þjónustu við yngri börn með því að draga úr starfi fyrir unglinga – það er óásættanlegt. Rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er öflug forvörn. Öflugt og stöðugt frístundastarf er fjárfesting sem borgar sig. Í anda Viðreisnar viljum við tryggja stöðugleika, valkosti og ábyrgð í grunnþjónustu. Reykjavík á að vera borg þar menntun og störf sem tengjast frítíma barna og ungmenna eru metin sem framtíðarstörf – ekki bráðabirgðalausn. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc. og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Róbert Ragnarsson Frístund barna Reykjavík Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Foreldrar vita ekki hvort þjónustan verði í boði, börnin finna fyrir óöryggi og starfsfólk býr við hlutastörf og ófyrirsjáanleika. Þetta þarf ekki að vera svona. Fyrir foreldra í Reykjavík skiptir fátt meira máli en að börnin þeirra séu glöð og örugg í daglegu starfi. Skóla- og frístundastarf er hjarta hverfanna – þar sem börn upplifa öryggi, tilheyra samfélagi og byggja upp félagsfærni sem nýtist þeim alla ævi. Sama gildir um starfsfólkið. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík vil ég tryggja að foreldrar geti treyst á frístundaþjónustu og að starfsfólk hafi raunveruleg tækifæri til að byggja upp framtíð í frístundastarfi borgarinnar. Það næst ekki með tímabundnum lausnum og hlutastörfum. Við verðum að bæta starfsaðstæður í félagsmiðstöðvum og á frístundaheimilum, skapa fleiri heilsdagsstörf allt árið og setja starfsþróun í forgang. Það felst meðal annars í því að lögbinda þjónustu frístundastarfs og félagsmiðstöðva. Börn eiga rétt á stöðugu frístundastarfi í sínu hverfi og starfsfólk á skilið að geta byggt upp þekkingu, reynslu og framtíð í starfi. Reykjavíkurborg býr yfir vel menntuðum og öflugum hópi starfsfólks sem við verðum að styðja betur við. Það er lykilatriði í forvörnum, velferð og jöfnum tækifærum barna. Til að frístundastarf skili árangri þarf stöðugleika og fyrirsjáanleika. Of oft er um að ræða vanfjármögnuð og tímabundin verkefni sem framlengd eru frá ári til árs með tilheyrandi óvissu. Úrræði sem hafa sannað gildi sitt eiga að vera varanleg, svo sem Flotinn, Hinsegin félagsmiðstöðin og sértækt hópastarf á vegum félagsmiðstöðva. Einnig þarf að styrkja þjónustu við aldurshópa sem falla milli kerfa. • 16–18 ára ungmenni: Hitt Húsið sinnir þessum hópi að mestu í dag, en það er ekki nægjanlegt. Ungmenni á þessum aldri þurfa fleiri vettvanga og meiri fjölbreytni í sínu nærumhverfi. • 10–12 ára börn: Þjónusta við þennan hóp er mjög takmörkuð þrátt fyrir augljós tækifæri til forvarna. Jafnframt má aldrei bæta þjónustu við yngri börn með því að draga úr starfi fyrir unglinga – það er óásættanlegt. Rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er öflug forvörn. Öflugt og stöðugt frístundastarf er fjárfesting sem borgar sig. Í anda Viðreisnar viljum við tryggja stöðugleika, valkosti og ábyrgð í grunnþjónustu. Reykjavík á að vera borg þar menntun og störf sem tengjast frítíma barna og ungmenna eru metin sem framtíðarstörf – ekki bráðabirgðalausn. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc. og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar