„Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. janúar 2026 07:02 Við þekkjum hybrid bíla (rafmagn og bensín) og hybrid vinnustaðafyrirkomulag (staðbundið og í fjarvinnu) en Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, húsasmiður og tónlistarmaður spyr hvort fólk geti ekki líka verið hybrid? Vísir/Vilhelm Það hljómar kannski sem algjör steypa að blanda saman verkfræði, smíði og jazztónlist. En það er nú samt sem áður raunin hjá Magnúsi Rannver Rafnssyni, verkfræðingi, húsasmiði og tónlistarmanni, sem fyrir nokkru gaf út sína aðra plötu á streymisveitunni Spotify. Það var jazzplatan Concrete Abstracts, en árið 2011 gaf Magnús líka út jazzplötuna Concrete. „Ég hef samt oft reynt að hætta þessu, eða taka að minnsta kosti pásur reglulega,“ segir Magnús og brosir. „Tengsl sköpunar og iðnaðar eru hins vegar mun þekktari víða erlendis en hér. Til dæmis sjáum við greinileg merki um áhrif sköpunar í iðnhönnun í Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Nokia er í grunninn afrakstur skapandi starfsumhverfis þar sem hönnun, nýsköpun, listum og verkfræði er steypt saman, svo úr verður stór iðnaður sem skapar verulegar þjóðartekjur,“ segir Magnús og bætir við: Atvinnulífið á Íslandi einkennist frekar af vinatengslum og þess vegna sjáum við þetta minna hér. En ég hef nú samt sem áður hugsað: Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður? Má ég ekki vera „hybrid“?“ Sumsé; allt í senn… verkfræðingur, smiður og tónlistarmaður. Magnús bjó og starfaði lengi í Þýskalandi og Noregi og telur atvinnulífið erlendis tengja mun betur sköpun við til dæmis iðnhönnun á meðan atvinnulífið á Íslandi byggir meira á vinatengslum. Sjálfur tengir hann saman tónlistarsköpun, verkfræði og smíði. Lífsleiðin mótuð og valin Magnús er fæddur árið 1971 og ólst lengi framan af á Seyðisfirði, eða allt þar til hann varð 11 ára. Þá fluttist fjölskyldan til Suðurnesjabæjar. Í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum var val Magnúsar frekar einkennilegt; Hann byrjaði á tónlistarbraut og húsasmíði, en færði sig síðan meira yfir í raungreinar, kláraði húsasmíðina og útskrifaðist einnig sem stúdent af eðlisfræðibraut. „Því mér gekk alltaf vel í stærðfræði og þessum fögum en ég var líka búin að vinna frá unglingsaldri með pabba í stálsmíði og það átti líka vel við mig. Við stálsmíðina vann ég meira og minna með námi, langt í að verða þrítugur en mér fannst ég ekkert endilega þurfa að læra meira um það og fór því í smiðinn,“ útskýrir Magnús. Sem valdi verkfræðina en vildi alls ekki nema verkfræði á Íslandi heldur í Þýskalandi. „Ég vildi læra úti og fór í háskóla í Stuttgart í Þýskalandi sem er með þeim fremstu í heimi í verkfræðinni. Mig langaði reyndar líka að læra þýsku og hafði áhuga á að búa í Þýskalandi,“ segir Magnús, sem útskrifaðist sem verkfræðingur árið 1999. Næstu árin á eftir voru nokkuð dæmigerð fyrir ungan verkfræðing sem tók þátt í alls kyns steypuverkefnum sem verkfræðingur, svo sem hönnun samgöngumannvirkja í Reykjanesbraut og Hringbraut, byggingu gagnavers á Keflavíkurvelli, hönnun brúar við Leirvogstungu og byggingu Hljómahallar. Magnús hefur einnig unnið með hönnun stórra stagbrúa, svo sem í Kanada og Noregi. „Ég hætti samt aldrei að iðka tónlist. Lærði upphaflega klassískan píanóleik hjá Margréti Pálmadóttur, stofnanda Kvennakórs Reykjavíkur, Svönu Víkingsdóttur, sem fólk tengir við sem móður Víkings Heiðars Ólafssonar, og fleiri kennurum reyndar,“ segir Magnús. „Síðar sneri ég mér meira að jazztónlistinni. Fór yfir í „the dark side“, eins og sagt er,“ segir Magnús og hlær. Eftir hrun stofnaði Magnús nýsköpunarfyrirtækið Línudans sem vann að því í þó nokkurn tíma að þróa umhverfisvænar mannvirkjalausnir. Verkefnið hlaut fjölda styrkja, bæði hérlendis og erlendis þar sem háskólasamfélagið studdi vel við Magnús.Vísir/Vilhelm Nýsköpunin bætist við Snemma ferils kom áhugi á nýsköpun og tækniþróun, og misserin fyrir hrun vann Magnús síðan að því að reyna að sameina betur arkitektúrinn og verkfræðina, sem honum finnst oft vanta upp á að vinni betur saman. Stofnun sérstaks ráðgjafarsviðs um verkfræðilegan arkitektúr hjá arkitektastofu í Reykjavík árið 2007 var liður í að stuðla að breytingum. „Ætli ég teljist ekki frekar þýskur sem verkfræðingur. Tónlistin held ég samt að hafi verið farvegur skýringarinnar á fyrir mikla þörf fyrir það til að skapa eitthvað. Hrunið stöðvaði allt frumkvæði til nýsköpunar í mannvirkjagerð, og þegar hugmyndirnar fyrir hrun gengu ekki upp stofnaði ég nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. eftir hrun,“ segir Magnús um fyrirtækið sitt Línudans. Sem hefur í gegnum árin hlotið fjölmarga styrki til að þróa umhverfisvænar mannvirkjalausnir úr steypu, með stuðningi frá aðilum eins og Rannís en ekkert síður með stuðningi háskólasamfélagsins í Noregi og í Þýskalandi. Magnús hefur gefið út tvær jazzplötur á streymisveitunni Spotify. Concrete árið 2011 og Concrete Abstracts. Magnús segir þörfina á því að skapa tónlist, endurspeglast í þörfinni til að finna nýjar lausnir í verkfræðinni. Verkfræðin hafi sömuleiðis bein áhrif á listsköpunina hans. „Frá árinu 2009 starfaði ég sem aðstoðarprófessor við norskan háskóla í Þrándheimi og lauk störfum við NTNU árið 2021. Þeir studdu vel við mig í nýsköpuninni og þróunarvinnunni, meðal annars með því að leyfa mér að vera að kenna í hlutastarfi en vinna að rannsóknum og þróun samhliða,“ segir Magnús og á þar við starfsferil sinn við Norwegian University of Science and Technology. „Það sama á við um háskólann í Stuttgart þar sem ég lærði, þeir hafa frá upphafi stutt við mig í rannsóknar- og þróunarverkefnum. Þótt ég starfi í dag meira sem hefðbundinn verkfræðingur er félagið enn starfandi þótt það hafi ekki gengið upp sem skyldi í upphaflegum áformum sínum.“ Sem frumkvöðull var Magnús með aðstöðu hjá Innovation House á Eiðistorgi, samhliða því að búa í Noregi þar sem hann var að kenna. En hann flakkaði mikið á milli og börnin hans tvö einnig um tíma. „Það var síðan Covid sem endanlega gerði það að verkum að ég flutti til Íslands. Til viðbótar við að hér er fjölskyldan þannig að þótt mér finnist margt auðveldara í vinnumhverfinu erlendis hef ég valið að búa hér síðustu árin.“ Magnús flutti heim í Covid og velur að búa á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar. Að mörgu leyti finnist honum samt auðveldara að starfa erlendis, meðal annars vegna þess að þar er auðveldara að vera allt í bland; verkfræðingur, smiður, frumkvöðull, fræðimaður og tónlistarmaður.Vísir/Vilhelm Stóra myndin og nýjar lausnir Á nýju plötunni fékk Magnús til liðs við sig þekkta tónlistarmenn eins og til dæmis Agnar Má Magnússon og Vigni Má Stefánsson, báðir þekktir jazz-píanistar og sá síðarnefndi nú tónlistarstjóri Moulin Rouge. Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson, Ari Bragi Kárason, Andrés Þór Gunnlaugsson, Einar Scheving og Hilmar Jensson eru líka nefndir. Á plötum sínum hefur Magnús fengið til liðs við sig landslið tónlistarmanna úr jazzgeiranum, þar á meðal eru Andrés Þór Gunnlaugsson, Ari Bragi Kárason, Birgir Steinn Theodórsson, Hilmar Jensson og Einar Scheving, sem spila allir á nýjustu plötunni Concrete Abstracts En er það þess virði að leggja á sig alla þá vinnu sem tónlist getur kallað á, vitandi það að þetta er mjög ólíklega leið til að lifa á? „Já, ég myndi alltaf mæla með því að fólk rækti sköpunarþörfina sína, hlusti á sína innri rödd. Hvort sem það er að fólk sé að mála heima hjá sér, skrifi eða dansi. Sköpun er tjáningarform,“ segir Magnús og bætir við: Ég held líka að það sé gott fyrir okkur að trúa því hvernig eitt getur haft áhrif á hitt til góðs. Tónlistarsköpunin styrkir verkfræðina og verkfræðin hefur áhrif á tónlistina.“ Magnús segist ekki vita hvaðan þessi sköpunarþörf sín sé svo sem sprottin. Aðalmálið sé þó það að hann telji sköpunina eflandi. „Því ef við horfum á stærri mynd, þá er skapandi nálgun alltaf líklegri til að skapa nýjar lausnir og ég hef einmitt alltaf verið mjög góður í því.“ Starfsframi Nýsköpun Tónlist Tengdar fréttir Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Það er svo gott að vera minnt á það reglulega að við þurfum ekki öll að feta sömu leið. Og eins að lífið getur tekið okkur á svo skemmtilegar nýjar brautir. Það sem við kannski eitt sinn héldum að yrði framtíðin, reynist á endanum fjarri lagi. 6. október 2025 07:00 Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Það er ákveðinn stjörnuljómi sem fylgir spjallinu við Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og eiganda Iceland Sync. Enda gefur hún okkur innsýn í heljarinnar starfsemi á bakvið tjöldin; Hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fræga fólkinu. 16. júní 2025 07:00 Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Þetta eru í raun munnælasögur og einna helst að maður reyni að stökkva á eldra fólk þegar það labbar hér framhjá,“ segir Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði. 5. maí 2025 07:00 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Það var jazzplatan Concrete Abstracts, en árið 2011 gaf Magnús líka út jazzplötuna Concrete. „Ég hef samt oft reynt að hætta þessu, eða taka að minnsta kosti pásur reglulega,“ segir Magnús og brosir. „Tengsl sköpunar og iðnaðar eru hins vegar mun þekktari víða erlendis en hér. Til dæmis sjáum við greinileg merki um áhrif sköpunar í iðnhönnun í Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Nokia er í grunninn afrakstur skapandi starfsumhverfis þar sem hönnun, nýsköpun, listum og verkfræði er steypt saman, svo úr verður stór iðnaður sem skapar verulegar þjóðartekjur,“ segir Magnús og bætir við: Atvinnulífið á Íslandi einkennist frekar af vinatengslum og þess vegna sjáum við þetta minna hér. En ég hef nú samt sem áður hugsað: Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður? Má ég ekki vera „hybrid“?“ Sumsé; allt í senn… verkfræðingur, smiður og tónlistarmaður. Magnús bjó og starfaði lengi í Þýskalandi og Noregi og telur atvinnulífið erlendis tengja mun betur sköpun við til dæmis iðnhönnun á meðan atvinnulífið á Íslandi byggir meira á vinatengslum. Sjálfur tengir hann saman tónlistarsköpun, verkfræði og smíði. Lífsleiðin mótuð og valin Magnús er fæddur árið 1971 og ólst lengi framan af á Seyðisfirði, eða allt þar til hann varð 11 ára. Þá fluttist fjölskyldan til Suðurnesjabæjar. Í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum var val Magnúsar frekar einkennilegt; Hann byrjaði á tónlistarbraut og húsasmíði, en færði sig síðan meira yfir í raungreinar, kláraði húsasmíðina og útskrifaðist einnig sem stúdent af eðlisfræðibraut. „Því mér gekk alltaf vel í stærðfræði og þessum fögum en ég var líka búin að vinna frá unglingsaldri með pabba í stálsmíði og það átti líka vel við mig. Við stálsmíðina vann ég meira og minna með námi, langt í að verða þrítugur en mér fannst ég ekkert endilega þurfa að læra meira um það og fór því í smiðinn,“ útskýrir Magnús. Sem valdi verkfræðina en vildi alls ekki nema verkfræði á Íslandi heldur í Þýskalandi. „Ég vildi læra úti og fór í háskóla í Stuttgart í Þýskalandi sem er með þeim fremstu í heimi í verkfræðinni. Mig langaði reyndar líka að læra þýsku og hafði áhuga á að búa í Þýskalandi,“ segir Magnús, sem útskrifaðist sem verkfræðingur árið 1999. Næstu árin á eftir voru nokkuð dæmigerð fyrir ungan verkfræðing sem tók þátt í alls kyns steypuverkefnum sem verkfræðingur, svo sem hönnun samgöngumannvirkja í Reykjanesbraut og Hringbraut, byggingu gagnavers á Keflavíkurvelli, hönnun brúar við Leirvogstungu og byggingu Hljómahallar. Magnús hefur einnig unnið með hönnun stórra stagbrúa, svo sem í Kanada og Noregi. „Ég hætti samt aldrei að iðka tónlist. Lærði upphaflega klassískan píanóleik hjá Margréti Pálmadóttur, stofnanda Kvennakórs Reykjavíkur, Svönu Víkingsdóttur, sem fólk tengir við sem móður Víkings Heiðars Ólafssonar, og fleiri kennurum reyndar,“ segir Magnús. „Síðar sneri ég mér meira að jazztónlistinni. Fór yfir í „the dark side“, eins og sagt er,“ segir Magnús og hlær. Eftir hrun stofnaði Magnús nýsköpunarfyrirtækið Línudans sem vann að því í þó nokkurn tíma að þróa umhverfisvænar mannvirkjalausnir. Verkefnið hlaut fjölda styrkja, bæði hérlendis og erlendis þar sem háskólasamfélagið studdi vel við Magnús.Vísir/Vilhelm Nýsköpunin bætist við Snemma ferils kom áhugi á nýsköpun og tækniþróun, og misserin fyrir hrun vann Magnús síðan að því að reyna að sameina betur arkitektúrinn og verkfræðina, sem honum finnst oft vanta upp á að vinni betur saman. Stofnun sérstaks ráðgjafarsviðs um verkfræðilegan arkitektúr hjá arkitektastofu í Reykjavík árið 2007 var liður í að stuðla að breytingum. „Ætli ég teljist ekki frekar þýskur sem verkfræðingur. Tónlistin held ég samt að hafi verið farvegur skýringarinnar á fyrir mikla þörf fyrir það til að skapa eitthvað. Hrunið stöðvaði allt frumkvæði til nýsköpunar í mannvirkjagerð, og þegar hugmyndirnar fyrir hrun gengu ekki upp stofnaði ég nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. eftir hrun,“ segir Magnús um fyrirtækið sitt Línudans. Sem hefur í gegnum árin hlotið fjölmarga styrki til að þróa umhverfisvænar mannvirkjalausnir úr steypu, með stuðningi frá aðilum eins og Rannís en ekkert síður með stuðningi háskólasamfélagsins í Noregi og í Þýskalandi. Magnús hefur gefið út tvær jazzplötur á streymisveitunni Spotify. Concrete árið 2011 og Concrete Abstracts. Magnús segir þörfina á því að skapa tónlist, endurspeglast í þörfinni til að finna nýjar lausnir í verkfræðinni. Verkfræðin hafi sömuleiðis bein áhrif á listsköpunina hans. „Frá árinu 2009 starfaði ég sem aðstoðarprófessor við norskan háskóla í Þrándheimi og lauk störfum við NTNU árið 2021. Þeir studdu vel við mig í nýsköpuninni og þróunarvinnunni, meðal annars með því að leyfa mér að vera að kenna í hlutastarfi en vinna að rannsóknum og þróun samhliða,“ segir Magnús og á þar við starfsferil sinn við Norwegian University of Science and Technology. „Það sama á við um háskólann í Stuttgart þar sem ég lærði, þeir hafa frá upphafi stutt við mig í rannsóknar- og þróunarverkefnum. Þótt ég starfi í dag meira sem hefðbundinn verkfræðingur er félagið enn starfandi þótt það hafi ekki gengið upp sem skyldi í upphaflegum áformum sínum.“ Sem frumkvöðull var Magnús með aðstöðu hjá Innovation House á Eiðistorgi, samhliða því að búa í Noregi þar sem hann var að kenna. En hann flakkaði mikið á milli og börnin hans tvö einnig um tíma. „Það var síðan Covid sem endanlega gerði það að verkum að ég flutti til Íslands. Til viðbótar við að hér er fjölskyldan þannig að þótt mér finnist margt auðveldara í vinnumhverfinu erlendis hef ég valið að búa hér síðustu árin.“ Magnús flutti heim í Covid og velur að búa á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar. Að mörgu leyti finnist honum samt auðveldara að starfa erlendis, meðal annars vegna þess að þar er auðveldara að vera allt í bland; verkfræðingur, smiður, frumkvöðull, fræðimaður og tónlistarmaður.Vísir/Vilhelm Stóra myndin og nýjar lausnir Á nýju plötunni fékk Magnús til liðs við sig þekkta tónlistarmenn eins og til dæmis Agnar Má Magnússon og Vigni Má Stefánsson, báðir þekktir jazz-píanistar og sá síðarnefndi nú tónlistarstjóri Moulin Rouge. Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson, Ari Bragi Kárason, Andrés Þór Gunnlaugsson, Einar Scheving og Hilmar Jensson eru líka nefndir. Á plötum sínum hefur Magnús fengið til liðs við sig landslið tónlistarmanna úr jazzgeiranum, þar á meðal eru Andrés Þór Gunnlaugsson, Ari Bragi Kárason, Birgir Steinn Theodórsson, Hilmar Jensson og Einar Scheving, sem spila allir á nýjustu plötunni Concrete Abstracts En er það þess virði að leggja á sig alla þá vinnu sem tónlist getur kallað á, vitandi það að þetta er mjög ólíklega leið til að lifa á? „Já, ég myndi alltaf mæla með því að fólk rækti sköpunarþörfina sína, hlusti á sína innri rödd. Hvort sem það er að fólk sé að mála heima hjá sér, skrifi eða dansi. Sköpun er tjáningarform,“ segir Magnús og bætir við: Ég held líka að það sé gott fyrir okkur að trúa því hvernig eitt getur haft áhrif á hitt til góðs. Tónlistarsköpunin styrkir verkfræðina og verkfræðin hefur áhrif á tónlistina.“ Magnús segist ekki vita hvaðan þessi sköpunarþörf sín sé svo sem sprottin. Aðalmálið sé þó það að hann telji sköpunina eflandi. „Því ef við horfum á stærri mynd, þá er skapandi nálgun alltaf líklegri til að skapa nýjar lausnir og ég hef einmitt alltaf verið mjög góður í því.“
Starfsframi Nýsköpun Tónlist Tengdar fréttir Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Það er svo gott að vera minnt á það reglulega að við þurfum ekki öll að feta sömu leið. Og eins að lífið getur tekið okkur á svo skemmtilegar nýjar brautir. Það sem við kannski eitt sinn héldum að yrði framtíðin, reynist á endanum fjarri lagi. 6. október 2025 07:00 Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Það er ákveðinn stjörnuljómi sem fylgir spjallinu við Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og eiganda Iceland Sync. Enda gefur hún okkur innsýn í heljarinnar starfsemi á bakvið tjöldin; Hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fræga fólkinu. 16. júní 2025 07:00 Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Þetta eru í raun munnælasögur og einna helst að maður reyni að stökkva á eldra fólk þegar það labbar hér framhjá,“ segir Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði. 5. maí 2025 07:00 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Það er svo gott að vera minnt á það reglulega að við þurfum ekki öll að feta sömu leið. Og eins að lífið getur tekið okkur á svo skemmtilegar nýjar brautir. Það sem við kannski eitt sinn héldum að yrði framtíðin, reynist á endanum fjarri lagi. 6. október 2025 07:00
Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Það er ákveðinn stjörnuljómi sem fylgir spjallinu við Soffíu Kristínu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og eiganda Iceland Sync. Enda gefur hún okkur innsýn í heljarinnar starfsemi á bakvið tjöldin; Hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fræga fólkinu. 16. júní 2025 07:00
Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Þetta eru í raun munnælasögur og einna helst að maður reyni að stökkva á eldra fólk þegar það labbar hér framhjá,“ segir Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði. 5. maí 2025 07:00
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01