Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar 18. janúar 2026 10:30 Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Drög að því frumvarpi sem atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt brjóta hins vegar gegn grundvallarhugmynd Viðreisnar um tímabundin réttindi yfir þjóðareign – ekki í orði, heldur í verki. Þetta gengur jafnframt gegn yfirlýstri stefnu flokksins um að allar stórar ákvarðanir skuli teknar með vernd lífríkis að leiðarljósi og að aðgangur að náttúruauðlindum þjóðarinnar skuli ætíð vera tímabundinn. Kvótakerfi í sjókvíaeldi sett á laggirnar Í frumvarpinu er tekið upp fyrirkomulag sem kallast laxahlutur. Til að mega ala frjóan lax þarf rekstraraðili að hafa skráðan laxahlut. Sá réttur er framseljanlegur, leigjanlegur, veðsetjanlegur, hann er skráður opinberlega og bundinn við takmarkaða auðlind: íslenska firði. Þetta er sjálfstæður réttur með fjárhagslegt gildi en þar liggur tengingin við umræðuna um ótímabundin leyfi. Þótt rekstrarleyfi sjálft sé formlega tímabundið, þá lifir laxahluturinn áfram sem sjálfstæð réttareining. Lengi getur vont versnað Í dag byggir fiskeldi á sjó formlega á rekstrar- og starfsleyfum. Þau eru tímabundin á pappír og bundin skilyrðum. Í framkvæmd hefur hins vegar sjaldan verið gripið til afturköllunar leyfa, jafnvel þegar miklar og ríkar ástæður hafa verið til. Meðal annars af þeim sökum hefur lagaumhverfi þessa stóriðnaðar ekki þótt ganga upp sem skyldi og því þörf á nýrri lagasetningu sem ætti að vernda íslenska náttúru og lífríki. Drög atvinnuvegaráðherra eru hins vegar afturför frá núverandi lagaumhverfi. Með frumvarpinu er búin til sérstök réttareining – laxahlutur – sem er ekki bundin við rekstrarleyfið sjálft. Þótt rekstrarleyfi falli brott getur laxahluturinn haldist áfram, verið veðsettur, gengið kaupum og sölum og þannig fest nýtingarréttinn í sessi til frambúðar. Þurfum við nýtt kvótakerfi? Íslendingar þekkja þessa uppbyggingu. Þetta eru sömu megineinkenni og kvótakerfið í sjávarútvegi: skráður, framseljanlegur réttur yfir sameiginlegri auðlind, sem með tímanum festist í sessi, safnast á færri hendur og verður sífellt erfiðari viðfangs í pólitískri umræðu. Þótt kvótanum hafi ekki verið ætlað að mynda eignarrétt varð niðurstaðan önnur í framkvæmd. Umfang sjókvíaeldis og vernd náttúrunnar eru betur tryggð með tímabundnum rekstrarleyfum, skýrum skilyrðum og raunverulegri heimild til afturköllunar. Kvótakerfi er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt stjórntæki í þessu samhengi. Þvert á móti hefur það alvarlegar afleiðingar: með því að gera nýtingarrétt framseljanlegan og veðsetjanlegan er verið að læsa sjókvíaeldi inni til framtíðar. Þegar slíkur réttur hefur fjárhagslegt gildi og gengur kaupum og sölum skapast skuldbindingar og bótaskylda. Þá verður sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að draga úr eða stöðva starfsemina síðar – jafnvel þótt umhverfissjónarmið krefjist þess. Laxahluturinn breytir tímabundnu leyfiskerfi í varanlegt réttindakerfi, hvort sem rekstrarleyfi séu tímabundin eða ótímabundin. Hann færir áhættuna frá fyrirtækjunum yfir á ríkið og skattgreiðendur. Ef vilji stjórnvalda er raunverulega að forðast ótímabundin leyfi og halda fullu pólitísku svigrúmi til að draga úr eða stöðva sjókvíaeldi í framtíðinni er leiðin alveg örugglega ekki sú að gefa íslenska firði til norskra kauphallarfyrirtækja til frambúðar einsog núverandi frumvarpsdrög mæla fyrir um. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Alþingi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Drög að því frumvarpi sem atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt brjóta hins vegar gegn grundvallarhugmynd Viðreisnar um tímabundin réttindi yfir þjóðareign – ekki í orði, heldur í verki. Þetta gengur jafnframt gegn yfirlýstri stefnu flokksins um að allar stórar ákvarðanir skuli teknar með vernd lífríkis að leiðarljósi og að aðgangur að náttúruauðlindum þjóðarinnar skuli ætíð vera tímabundinn. Kvótakerfi í sjókvíaeldi sett á laggirnar Í frumvarpinu er tekið upp fyrirkomulag sem kallast laxahlutur. Til að mega ala frjóan lax þarf rekstraraðili að hafa skráðan laxahlut. Sá réttur er framseljanlegur, leigjanlegur, veðsetjanlegur, hann er skráður opinberlega og bundinn við takmarkaða auðlind: íslenska firði. Þetta er sjálfstæður réttur með fjárhagslegt gildi en þar liggur tengingin við umræðuna um ótímabundin leyfi. Þótt rekstrarleyfi sjálft sé formlega tímabundið, þá lifir laxahluturinn áfram sem sjálfstæð réttareining. Lengi getur vont versnað Í dag byggir fiskeldi á sjó formlega á rekstrar- og starfsleyfum. Þau eru tímabundin á pappír og bundin skilyrðum. Í framkvæmd hefur hins vegar sjaldan verið gripið til afturköllunar leyfa, jafnvel þegar miklar og ríkar ástæður hafa verið til. Meðal annars af þeim sökum hefur lagaumhverfi þessa stóriðnaðar ekki þótt ganga upp sem skyldi og því þörf á nýrri lagasetningu sem ætti að vernda íslenska náttúru og lífríki. Drög atvinnuvegaráðherra eru hins vegar afturför frá núverandi lagaumhverfi. Með frumvarpinu er búin til sérstök réttareining – laxahlutur – sem er ekki bundin við rekstrarleyfið sjálft. Þótt rekstrarleyfi falli brott getur laxahluturinn haldist áfram, verið veðsettur, gengið kaupum og sölum og þannig fest nýtingarréttinn í sessi til frambúðar. Þurfum við nýtt kvótakerfi? Íslendingar þekkja þessa uppbyggingu. Þetta eru sömu megineinkenni og kvótakerfið í sjávarútvegi: skráður, framseljanlegur réttur yfir sameiginlegri auðlind, sem með tímanum festist í sessi, safnast á færri hendur og verður sífellt erfiðari viðfangs í pólitískri umræðu. Þótt kvótanum hafi ekki verið ætlað að mynda eignarrétt varð niðurstaðan önnur í framkvæmd. Umfang sjókvíaeldis og vernd náttúrunnar eru betur tryggð með tímabundnum rekstrarleyfum, skýrum skilyrðum og raunverulegri heimild til afturköllunar. Kvótakerfi er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt stjórntæki í þessu samhengi. Þvert á móti hefur það alvarlegar afleiðingar: með því að gera nýtingarrétt framseljanlegan og veðsetjanlegan er verið að læsa sjókvíaeldi inni til framtíðar. Þegar slíkur réttur hefur fjárhagslegt gildi og gengur kaupum og sölum skapast skuldbindingar og bótaskylda. Þá verður sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að draga úr eða stöðva starfsemina síðar – jafnvel þótt umhverfissjónarmið krefjist þess. Laxahluturinn breytir tímabundnu leyfiskerfi í varanlegt réttindakerfi, hvort sem rekstrarleyfi séu tímabundin eða ótímabundin. Hann færir áhættuna frá fyrirtækjunum yfir á ríkið og skattgreiðendur. Ef vilji stjórnvalda er raunverulega að forðast ótímabundin leyfi og halda fullu pólitísku svigrúmi til að draga úr eða stöðva sjókvíaeldi í framtíðinni er leiðin alveg örugglega ekki sú að gefa íslenska firði til norskra kauphallarfyrirtækja til frambúðar einsog núverandi frumvarpsdrög mæla fyrir um. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun