Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2026 17:30 Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum. Jöfnuður var meginstef breytinganna. Fjölskyldur og fyrirtæki, börn, unglingar og eldri borgarar, öll kyn, ólíkur uppruni; öll eru velkomin í Reykjavík. Hún tekur utan um þau minnstu og þau elstu borgin okkar og gerir ekki upp á milli. Við eigum því fólki mikið að þakka sem rauf hefðbundnar átakalínur gamalgróinna stjórnmálaflokka og með því kyrrstöðuna um Reykjavík íhaldsins. Þau voru og eru fólk breytinganna og byggðu borgina í anda nútímalegrar frjálslyndrar og norrænnar velferðar. Leikskólar og grunnskólar, samgöngur og borgarskipulag, stofnanir borgarinnar. Allt kapp var nú lagt á að þjóna þörfum þeirra sem byggja borgina. Hið fyrra skipulag feðraveldis á einkabílnum vék og við tók borgin sem fólk hvaðanæva að, utan af landi og utan úr heimi, vildi flytja til og gera að sínu heimili. Ekki er enda síðri, umbreytingin sem orðið hefur á viðhorfi okkar til samfélags sem öll tilheyra. Hver sem þú ert og hvernig sem þú ert, þá er Reykjavík til í að hýsa þig. Þú mátt tilheyra. Þú ert velkomin. Þetta er okkar aðalsmerki. Hér er engin regla um hversu lengi þú þarft að búa til að mega kalla þig Reykvíking. Á fyrsta degi búsetu hér, ertu Reykvíkingur. Við erum borg fjölbreytileikans og fjölmenningarinnar. Við erum gestrisin borg. Komdu fagnandi. Þetta sjá allir á þátttöku í viðburðum og hátíðum þar sem við höldum uppá hversu ólík við erum. Tugþúsundir og jafnvel hundruð þúsunda fylkja liði á strætum og torgum höfuðborgarinnar. Er þetta sjálfgefið? Nei. Það eru blikur á lofti. Hvar ætlar tveggja kynja prammi þröngsýni og kynþáttahyggju að koma sér fyrir í næstu Gleðigöngui? Verða Hinsegin dagar haldnir í borginni ef slík sjónarmið verða í næsta meirihluta? Hver hleypir slíku fólki til valda og áhrifa? Ekki ég og ekki Samfylkingin í borgarstjórn Reykjavíkur undir minni forystu. Ég er hrædd um að þeir verði litlausir regnbogafánar Reykjavíkurborgar undir slíkri stjórn og verri verður móttaka okkar minnstu bræðra og systra sem leita á náðir okkar frá stríðshrjáðum löndum. Þetta snýst um grundvallaratriði í pólitík. Við jafnaðarmenn eigum ekki samleið með kynþáttahyggju í útlendinga- og jafnréttismálum. Við gerum ekki málamiðlanir við rasismann. Við erum nákvæmlega ekki eins og þau. Stöndum fyrir algerlega andstæða stefnu og eigum enga samleið með þeim. Þar er ekkert vantalað. Þau stjórnmálaöfl sem gæla við orðræðu ysta hægrisins verða að finna að það er ekki umburðarlyndi fyrir slíku rugli hér. Ekki í Reykjavík og ekki á Íslandi. Hvergi. Reykjavík hinna fáu og útvöldu er liðin tíð. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum. Jöfnuður var meginstef breytinganna. Fjölskyldur og fyrirtæki, börn, unglingar og eldri borgarar, öll kyn, ólíkur uppruni; öll eru velkomin í Reykjavík. Hún tekur utan um þau minnstu og þau elstu borgin okkar og gerir ekki upp á milli. Við eigum því fólki mikið að þakka sem rauf hefðbundnar átakalínur gamalgróinna stjórnmálaflokka og með því kyrrstöðuna um Reykjavík íhaldsins. Þau voru og eru fólk breytinganna og byggðu borgina í anda nútímalegrar frjálslyndrar og norrænnar velferðar. Leikskólar og grunnskólar, samgöngur og borgarskipulag, stofnanir borgarinnar. Allt kapp var nú lagt á að þjóna þörfum þeirra sem byggja borgina. Hið fyrra skipulag feðraveldis á einkabílnum vék og við tók borgin sem fólk hvaðanæva að, utan af landi og utan úr heimi, vildi flytja til og gera að sínu heimili. Ekki er enda síðri, umbreytingin sem orðið hefur á viðhorfi okkar til samfélags sem öll tilheyra. Hver sem þú ert og hvernig sem þú ert, þá er Reykjavík til í að hýsa þig. Þú mátt tilheyra. Þú ert velkomin. Þetta er okkar aðalsmerki. Hér er engin regla um hversu lengi þú þarft að búa til að mega kalla þig Reykvíking. Á fyrsta degi búsetu hér, ertu Reykvíkingur. Við erum borg fjölbreytileikans og fjölmenningarinnar. Við erum gestrisin borg. Komdu fagnandi. Þetta sjá allir á þátttöku í viðburðum og hátíðum þar sem við höldum uppá hversu ólík við erum. Tugþúsundir og jafnvel hundruð þúsunda fylkja liði á strætum og torgum höfuðborgarinnar. Er þetta sjálfgefið? Nei. Það eru blikur á lofti. Hvar ætlar tveggja kynja prammi þröngsýni og kynþáttahyggju að koma sér fyrir í næstu Gleðigöngui? Verða Hinsegin dagar haldnir í borginni ef slík sjónarmið verða í næsta meirihluta? Hver hleypir slíku fólki til valda og áhrifa? Ekki ég og ekki Samfylkingin í borgarstjórn Reykjavíkur undir minni forystu. Ég er hrædd um að þeir verði litlausir regnbogafánar Reykjavíkurborgar undir slíkri stjórn og verri verður móttaka okkar minnstu bræðra og systra sem leita á náðir okkar frá stríðshrjáðum löndum. Þetta snýst um grundvallaratriði í pólitík. Við jafnaðarmenn eigum ekki samleið með kynþáttahyggju í útlendinga- og jafnréttismálum. Við gerum ekki málamiðlanir við rasismann. Við erum nákvæmlega ekki eins og þau. Stöndum fyrir algerlega andstæða stefnu og eigum enga samleið með þeim. Þar er ekkert vantalað. Þau stjórnmálaöfl sem gæla við orðræðu ysta hægrisins verða að finna að það er ekki umburðarlyndi fyrir slíku rugli hér. Ekki í Reykjavík og ekki á Íslandi. Hvergi. Reykjavík hinna fáu og útvöldu er liðin tíð. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun