Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar 27. janúar 2026 07:45 Það er auðsjáanlegt að ýmsum málum í fjöleignarhúsi verða eigendur þess að ráða í félagi. Það er einmitt þess vegna sem kveðið er á um rétt og skyldu eiganda til að vera í húsfélagi í lögum um fjöleignarhús, en yfirlit yfir helstu réttindi og skyldur eiganda í fjöleignarhúsi er að finna í lögunum. Þátttaka í húsfélagi Þátttaka í húsfélagi er órjúfanlega tengd fasteignum hússins. Þannig geta aðeins eigendur hússins verið félagar í húsfélaginu. Þá er vert að geta þess að eigandi getur hvorki synjað þátttöku í húsfélagi né sagt sig úr því, nema með sölu á eignarhluta sínum. Húsfélag er því einfaldlega félag eigenda séreigna í fjöleignarhúsi en með einstökum séreignarhlutum fylgja eftir hlutfallstölum réttindi og skyldur til þess að taka þátt í umræddum félagsskap. Húsfélög eru til í öllum húsum Ekki þarf að stofna húsfélög sérstaklega í fjöleignarhúsum, enda eru þau til í öllum slíkum húsum í krafti ákvæða laganna. Þannig nægir að boða til húsfundar, þrátt fyrir að slíkir fundir hafi ekki verið haldnir um áraraðir, til þess að gera húsfélag virkt. Húsfélagið, sem slíkt, leggst m.ö.o. ekki niður í kjölfar aðgerðarleysis þess. Hins vegar þarf að sækja sérstaklega um kennitölu fyrir húsfélag, ef vilji eða þörf er á því að húsfélag hafi slíka, enda verður hún ekki sjálfkrafa til við byggingu fjöleignarhúss. Það getur t.d. verið nauðsynlegt að sækja um kennitölu ef húsfélag hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir eða þarf að greiða reikninga. Tilgangur og hlutverk húsfélags Tilgangur og hlutverk húsfélags er fyrst og fremst að sjá um endurbætur, viðhald, varðveislu og rekstur sameignar þannig að hún fái sem best þjónað sameiginlegum þörfum eigenda. Eins ber húsfélagi að sjá til þess að hagnýting hússins, bæði séreigna og sameignar, sé ávallt með eðlilegum hætti og þannig að verðgildi eigna haldist. Hægt er að framfylgja því með reglum, samþykktum og ákvörðunum. Valdsvið húsfélags er bundið við sameign hússins, þær ákvarðanir er varða hana og þörf er á vegna hennar sem og sameiginlegra hagsmuna eigenda. Húsfundur Æðsta vald í málefnum húsfélags er í höndum almenns fundar þess, húsfundar. Því er auðsýnt að húsfundir þjóna gríðarlega mikilvægu hlutverki innan fjöleignarhúsa. Húsfundur er mikilvægur grundvöllur fyrir samráð og samstarf eigenda fjöleignarhúsa enda eiga allir eigendur slíkra húsa óskoraðan rétt á því að taka þátt í þeim ákvörðunum sem varða sameignina, hvort sem um er að ræða sameign innan húss eða utan. Ef eigandi er ekki boðaður á fund með tryggilegum hætti, getur það leitt til þess að hann verður óbundinn af ákvörðun fundarins. Höfundur er lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Húsnæðismál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er auðsjáanlegt að ýmsum málum í fjöleignarhúsi verða eigendur þess að ráða í félagi. Það er einmitt þess vegna sem kveðið er á um rétt og skyldu eiganda til að vera í húsfélagi í lögum um fjöleignarhús, en yfirlit yfir helstu réttindi og skyldur eiganda í fjöleignarhúsi er að finna í lögunum. Þátttaka í húsfélagi Þátttaka í húsfélagi er órjúfanlega tengd fasteignum hússins. Þannig geta aðeins eigendur hússins verið félagar í húsfélaginu. Þá er vert að geta þess að eigandi getur hvorki synjað þátttöku í húsfélagi né sagt sig úr því, nema með sölu á eignarhluta sínum. Húsfélag er því einfaldlega félag eigenda séreigna í fjöleignarhúsi en með einstökum séreignarhlutum fylgja eftir hlutfallstölum réttindi og skyldur til þess að taka þátt í umræddum félagsskap. Húsfélög eru til í öllum húsum Ekki þarf að stofna húsfélög sérstaklega í fjöleignarhúsum, enda eru þau til í öllum slíkum húsum í krafti ákvæða laganna. Þannig nægir að boða til húsfundar, þrátt fyrir að slíkir fundir hafi ekki verið haldnir um áraraðir, til þess að gera húsfélag virkt. Húsfélagið, sem slíkt, leggst m.ö.o. ekki niður í kjölfar aðgerðarleysis þess. Hins vegar þarf að sækja sérstaklega um kennitölu fyrir húsfélag, ef vilji eða þörf er á því að húsfélag hafi slíka, enda verður hún ekki sjálfkrafa til við byggingu fjöleignarhúss. Það getur t.d. verið nauðsynlegt að sækja um kennitölu ef húsfélag hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir eða þarf að greiða reikninga. Tilgangur og hlutverk húsfélags Tilgangur og hlutverk húsfélags er fyrst og fremst að sjá um endurbætur, viðhald, varðveislu og rekstur sameignar þannig að hún fái sem best þjónað sameiginlegum þörfum eigenda. Eins ber húsfélagi að sjá til þess að hagnýting hússins, bæði séreigna og sameignar, sé ávallt með eðlilegum hætti og þannig að verðgildi eigna haldist. Hægt er að framfylgja því með reglum, samþykktum og ákvörðunum. Valdsvið húsfélags er bundið við sameign hússins, þær ákvarðanir er varða hana og þörf er á vegna hennar sem og sameiginlegra hagsmuna eigenda. Húsfundur Æðsta vald í málefnum húsfélags er í höndum almenns fundar þess, húsfundar. Því er auðsýnt að húsfundir þjóna gríðarlega mikilvægu hlutverki innan fjöleignarhúsa. Húsfundur er mikilvægur grundvöllur fyrir samráð og samstarf eigenda fjöleignarhúsa enda eiga allir eigendur slíkra húsa óskoraðan rétt á því að taka þátt í þeim ákvörðunum sem varða sameignina, hvort sem um er að ræða sameign innan húss eða utan. Ef eigandi er ekki boðaður á fund með tryggilegum hætti, getur það leitt til þess að hann verður óbundinn af ákvörðun fundarins. Höfundur er lögmaður hjá Húseigendafélaginu.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun