Handbolti

Haukur í hópnum gegn Slóvenum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haukur hefur verið öflugur á EM en fengið slæm högg í leikjum Íslands.
Haukur hefur verið öflugur á EM en fengið slæm högg í leikjum Íslands. EPA/Cornelius Poppe

Haukur Þrastarson er í leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Slóveníu. Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hafði greint frá því að hann væri tæpur en hann stóðst læknisskoðun fyrir leik.

Elvar Ásgeirsson var skráður til leiks á EM í dag, líkt og greint var frá í morgun. Arnór sagði það vera varúðarráðstöfun vegna stöðunnar á Hauki.

Haukur fékk högg í leik gærdagsins eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Íslands við Króatíu nokkrum dögum fyrr.

Leikmannahópur Íslands hefur nú verið opinberaður og Haukur í honum. Elvar Ásgeirsson er áfram utan hóps líkt og Andri Már Rúnarsson.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Leikmannahópur Íslands:

  • Markmenn
  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (293/26)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (81/2)


  • Aðrir leikmenn
  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (113/119)
  • Bjarki Már Elísson, Veszprém (134/438)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (31/8)
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (70/157)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (81/195)
  • Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (53/74)
  • Janus Daði Smárason, Pick Szeged (106/195)
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (39/131)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (64/200)
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (100/371)
  • Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (54/47)
  • Viggó Kristjánsson, Erlangen (79/246)
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (114/48)
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (22/39)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×