Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Agnar Már Másson skrifar 31. janúar 2026 15:31 Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir býður sig fram í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar sem haldið er í dag. Niðurstöður eiga að liggja fyrir um klukkan 19 í kvöld. Samsett Mynd Björg Magnúsdóttir, einn fjögurra frambjóðenda í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík, er sökuð um að hafa brotið kosningareglur flokksins með því að hafa samband við flokksmenn sem væru bannmerktir í gagnagrunni flokksins og ekki mætti hafa samband við. Um hugsanleg brot á persónuvernd er að ræða, að sögn kjörstjórnar. Bjarki Fjalar Guðjónsson, sem er í kjörstjórn flokksins, staðfestir í samtali við Vísi að kjörstjórn hafi borist ábendingar um að frambjóðandi nokkur hefði sent SMS skilaboð á flokksmenn sem væru bannmerktir í félagatali flokksins, sem þýðir að ekki megi hafa samband við viðkomandi í kosningabaráttu. „Þetta er til athugunar hjá kjörstjórn og við erum að athuga hvort og hvernig brugðist verður við,“ bætir Bjarki við en hann kvaðst ekki geta tjáð sig frekar. Bjarki vildi ekki gefa upp nafn frambjóðandans sem um ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu varða ábendingarnar Björgu Magnúsdóttur og stuðningsmannahóp hennar. Skilaboð sem bárust bannmerktum flokksmanni frá Björgu Magnúsdóttur upp úr hádegi í dag.Aðsend Einn flokksmaður sendi kjörstjórn kvörtun og sagðist hafa fengið bæði símhringingu og smáskilaboð frá Björgu þrátt fyrir að vera bannmerktur í gagnagrunni flokksins, samkvæmt tölvupóstsamskiptum sem Vísir hefur undir höndum. Í svörum kjörstjórnar til kvartandans sagði að um hugsanlegt brot á kosningareglum væri að ræða, og jafnvel brot á lögum um fjarskipti og persónuvernd. Kjörstjórn hefði haft samband við framboðið og óskað eftir því að símhringingum og sms-skilaboðum til bannmerktra flokksmanna verði tafarlaust hætt. Frambjóðendur til prófkjörs hafa samkvæmt reglum félagsins allir aðgang að gagnagrunnum Viðreisnar sem innihalda nöfn, símanúmer og heimilisföng félagsmanna en einnig hugsanlegar bannmerkingar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Úr reglum um röðun á framboðslista Viðreisnar Gr. 10.3 Frambjóðendur til prófkjörs skulu allir hafa sama aðgang að gagnagrunnum Viðreisnar, þ.e. nafn, símanúmer, heimilisfang og mögulegar bannmerkingu félaga í Viðreisn, í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar, nr. 90/2018, og persónuverndarstefnu flokksins. Verði frambjóðendum veittur aðgangur að félagaskrá Viðreisnar í sínu kjördæmi eða sveitarfélagi skulu þeir undirrita vinnslusamning um meðferð persónuupplýsinga og fá kynningu á þeim heimildum, skyldum og ábyrgð sem í honum felast frá flokknum. Njóti frambjóðendur aðstoðar utanaðkomandi aðila í samskiptum við félagsmenn á grundvelli upplýsinga úr félagaskrá skulu frambjóðendur láta viðkomandi aðila undirrita trúnaðaryfirlýsingu og gæta þess að hvergi sé vikið frá skilyrðum laga og persónuverndarstefnu Viðreisnar. Ekki náðist í Björgu Magnúsdóttur vegna málsins en hún býður sig fram í leiðtogaprófkjöri flokksins. Þegar hafa um 60 prósent þeirra þrjú þúsund Viðreisnarmanna á kjörskrá greitt atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá kjörnefnd. Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. Vísir verður í beinni frá kosningavöku Viðreisnar í kvöld en úrslit eiga að liggja fyrir um klukkan 19. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Bjarki Fjalar Guðjónsson, sem er í kjörstjórn flokksins, staðfestir í samtali við Vísi að kjörstjórn hafi borist ábendingar um að frambjóðandi nokkur hefði sent SMS skilaboð á flokksmenn sem væru bannmerktir í félagatali flokksins, sem þýðir að ekki megi hafa samband við viðkomandi í kosningabaráttu. „Þetta er til athugunar hjá kjörstjórn og við erum að athuga hvort og hvernig brugðist verður við,“ bætir Bjarki við en hann kvaðst ekki geta tjáð sig frekar. Bjarki vildi ekki gefa upp nafn frambjóðandans sem um ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu varða ábendingarnar Björgu Magnúsdóttur og stuðningsmannahóp hennar. Skilaboð sem bárust bannmerktum flokksmanni frá Björgu Magnúsdóttur upp úr hádegi í dag.Aðsend Einn flokksmaður sendi kjörstjórn kvörtun og sagðist hafa fengið bæði símhringingu og smáskilaboð frá Björgu þrátt fyrir að vera bannmerktur í gagnagrunni flokksins, samkvæmt tölvupóstsamskiptum sem Vísir hefur undir höndum. Í svörum kjörstjórnar til kvartandans sagði að um hugsanlegt brot á kosningareglum væri að ræða, og jafnvel brot á lögum um fjarskipti og persónuvernd. Kjörstjórn hefði haft samband við framboðið og óskað eftir því að símhringingum og sms-skilaboðum til bannmerktra flokksmanna verði tafarlaust hætt. Frambjóðendur til prófkjörs hafa samkvæmt reglum félagsins allir aðgang að gagnagrunnum Viðreisnar sem innihalda nöfn, símanúmer og heimilisföng félagsmanna en einnig hugsanlegar bannmerkingar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Úr reglum um röðun á framboðslista Viðreisnar Gr. 10.3 Frambjóðendur til prófkjörs skulu allir hafa sama aðgang að gagnagrunnum Viðreisnar, þ.e. nafn, símanúmer, heimilisfang og mögulegar bannmerkingu félaga í Viðreisn, í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar, nr. 90/2018, og persónuverndarstefnu flokksins. Verði frambjóðendum veittur aðgangur að félagaskrá Viðreisnar í sínu kjördæmi eða sveitarfélagi skulu þeir undirrita vinnslusamning um meðferð persónuupplýsinga og fá kynningu á þeim heimildum, skyldum og ábyrgð sem í honum felast frá flokknum. Njóti frambjóðendur aðstoðar utanaðkomandi aðila í samskiptum við félagsmenn á grundvelli upplýsinga úr félagaskrá skulu frambjóðendur láta viðkomandi aðila undirrita trúnaðaryfirlýsingu og gæta þess að hvergi sé vikið frá skilyrðum laga og persónuverndarstefnu Viðreisnar. Ekki náðist í Björgu Magnúsdóttur vegna málsins en hún býður sig fram í leiðtogaprófkjöri flokksins. Þegar hafa um 60 prósent þeirra þrjú þúsund Viðreisnarmanna á kjörskrá greitt atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá kjörnefnd. Veistu meira um málið? Þú getur sent okkur fréttaskot hér. Vísir verður í beinni frá kosningavöku Viðreisnar í kvöld en úrslit eiga að liggja fyrir um klukkan 19.
Úr reglum um röðun á framboðslista Viðreisnar Gr. 10.3 Frambjóðendur til prófkjörs skulu allir hafa sama aðgang að gagnagrunnum Viðreisnar, þ.e. nafn, símanúmer, heimilisfang og mögulegar bannmerkingu félaga í Viðreisn, í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar, nr. 90/2018, og persónuverndarstefnu flokksins. Verði frambjóðendum veittur aðgangur að félagaskrá Viðreisnar í sínu kjördæmi eða sveitarfélagi skulu þeir undirrita vinnslusamning um meðferð persónuupplýsinga og fá kynningu á þeim heimildum, skyldum og ábyrgð sem í honum felast frá flokknum. Njóti frambjóðendur aðstoðar utanaðkomandi aðila í samskiptum við félagsmenn á grundvelli upplýsinga úr félagaskrá skulu frambjóðendur láta viðkomandi aðila undirrita trúnaðaryfirlýsingu og gæta þess að hvergi sé vikið frá skilyrðum laga og persónuverndarstefnu Viðreisnar.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira