Gæti stefnt í verkföll hjá Alcoa
Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti.