„Maður er í þessu fyrir svona leiki“
„Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.