Kompás - Hvenær verður lífið eðlilegt aftur?
Von er um að bóluefni við kórónuveirunni komi á markað í kringum áramót og fólk í áhættuhópum verði komið með bólusetningu um mitt næsta ár. Helstu sérfræðingar Íslands eru bjartsýnir og segjast treysta lyfjafyrirtækjum í alþjóðlegu samstarfi sínu. Eftir að 80% þjóðarinnar hafi verið bólusett í lok næsta árs förum við að sjá fram á nýja tíma.