Kalli Berndsen snýr aftur
Karl Berndsen snýr aftur í sjónvarpið í glænýrri þáttaröð þar sem bæði karlar og konur fá yfirhalningu hjá meistaranum. Fáir gefa betri ráð varðandi útlit, framkomu og klæðaburð og Kalli Berndsen. Hann gefur öllum þátttakendum góð ráð, sem mörg hver geta einnig nýst áhorfendum heima í stofu. Þættirnir verða átta talsins og verða sýndir á miðvikudagskvöldum á Stöð 2. Þátttakendur eru jafn ólíkir og þeir eru margir, en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera orðnir þreyttir á einhverju í útliti sínu og vilja breyta til. Kalli Berndsen hefur fyrir löngu sannað sig sem einn helsti sérfræðingurinn á sínu sviði hér á landi og því ætti enginn að missa að þessarri nýju þáttaröð þar sem Kalli fer á kostum. Fyrsti þátttakandinn heitir Theodóra Einarsdóttir, 52 ára starfsmaður hjá Snæfellsbæ. Theodóra er einhleyp, á einn son og leitar á náðir Kalla til að fá upplífgandi hugmyndir um hvernig hún geti komið betur fyrir.