Sjálfstætt fólk - Mikael biskup - Lykilorðið er kundalini
Mikael biskup er bandarískur auðmaður sem gerðist kaþólskur biskup og fluttist til Íslands til að stunda einsetu og munklífi vestur við Breiðafjörð. Mikael býr að Kvennahóli á Fellsströnd og telur að hraðinn og efnishyggjan séu að drepa okkur. Hann vill snúa við og halda til móts við einfaldleikann. Staðinn hefur hann gert að eins konar athvarfi þeirra sem vilja leita einfaldra lausna á lífi sínu og tilveru. Fyrir utan bænahald og íhugun vinnur Mikael biskup að gerð helgimynda og helgra smyrsla sem sögð eru búa yfir lækningamætti. Steingrímur og Jón Ársæll dvöldust í einangrun með hinum helga manni í nokkra daga. Úr Sjálfstæðu fólki á Stöð 2.