Í eldhúsinu hennar Evu - Fiskrétturinn hennar mömmu

Annar þáttur Í eldhúsinu hennar Evu á Stöð 3. Hér býr Eva Laufey til bragðmikinn, litríkan og ljúffengan fiskrétt. "Mamma gerði hann mjög oft þegar ég var yngri. Við systkinin nutum þess virkilega að borða hann og það var hart barist um síðasta bitann. Þetta er vinsæll réttur sem allir kunna að meta," segir Eva Laufey.

Fiskrétturinn hennar mömmu

800 g fiskur, t.d. ýsa eða þorskur
1 grænt epli
1 rauðlaukur
1 paprika (gul, græn eða rauð)
4 gulrætur
½ spergilkálshöfuð
150 g rjómaostur
1 dl vatn
1-2 msk karríduft
1 kjúklingakrafts teningur
100 g rifinn ostur
salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk

Hitið olíu á pönnu við vægan hita, skerið grænmetið smátt og steikið í 2-3 mínútur. Bætið rjómaostinum við og kryddið með karrí, salti og pipar. Setjið vatn og kjúklingatening út á pönnuna. Blandið öllu vel saman og leyfið þessu að malla við vægan hita í 5 mínútur.

Skolið ýsubitana vel og raðið þeim í eldfast mót. Hellið grænmetisblöndunni yfir og sáldrið að endingu rifnum osti út á réttinn. Bakið við 190°C í um 25-30 mínútur. Berið fiskréttinn fram með kartöflum og fersku salati.

23089
15:58

Vinsælt í flokknum Matur