Léttir sprettir - Asískt kjúklingasalat
Í hlaupaþætti Léttra spretta útbjó Rikka bráðhollt og brakandi stökkt kjúklingasalat sem einfalt er að leika eftir.
Salatið er stútfullt af næringarefnum og einstaklega bragðgott.
Asískt kjúklingasalat
200 g gulrætur, rifnar
½ stk agúrka, skorin í bita
½ stk rauðlaukur, saxaður
100 g rauðkál, fínsaxað
1 stk rauð paprika, skorin í bita
150 g baunaspírur
handfylli mintulauf
50 g kasjúhnetur, grófsaxaðar
1 stk grillaður kjúklingur, kjötið tekið af án skinns
1 stk lárpera, afhýdd og sneidd
Sósa:
2 msk sesamolía
2 msk sojasósa
2 msk fiskisósa (fish sauce)
1 msk engifer, rifið
2 stk hvítlauksrif, pressuð
safi af 1 límónu
sjávarsalt
Salat: Setjið allt saman í skál.
Sósa: Hrærið allt saman í matvinnsluvél og hellið saman við kjúklingasalatið.