Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Óábyrg í ljósi spádóma

Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum

Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gera fullveldisdaginn að frídegi

Sjö þingmenn Miðflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að fullveldisdagurinn 1. desember verði gerður að lögbundnum frídegi.

Innlent
Fréttamynd

Vill breytingar á vegalögum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár

Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að banna mismunun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvörp um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

Innlent
Fréttamynd

Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina

Stjórnmálafræðiprófessor segir ríkisstjórnina sigla lygnan sjó þrátt fyrir vandræði innan VG. Stjórnin þurfi ekki að reiða sig á atkvæði Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar. Reynt að greiða úr málum á þingflokksfundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima

Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ.

Innlent
Fréttamynd

Oddviti verður áheyrnarfulltrúi

Ingvar Jónsson, oddviti framboðslista Framsóknarflokks í borgarstjórnarkosningunum í maí, hefur tekið við sem áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.

Innlent