Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Vandinn við ofuraðgát

Einstaklingi sem það vill er í lófa lagið að loka sig inni á heimili sínu og hætta sér ekki út. Hann getur bólstrað oddhvöss horn, fjarlægt brothætt gler af heimilinu og almennt hagað lífi sínu þannig að ekkert nema reiði guðs geti hent hann. Það kostar peninga en ekki mjög mikla.

Bakþankar
Fréttamynd

Bjarta gullið

Um daginn var ég með dóttur minni í göngutúr í miðbænum þegar við gengum fram á fallegan drykkjarfont. Hann var í laginu eins og grjóthnullungur og efst úr honum gusaðist smáspræna sem fór niður í skál í bergið og lak þaðan niður með steininum og niður á stétt sem drakk vatnið í sig. Þar sem dóttir mín fékk sér sopa vakti hún óskipta athygli erlendra ferðalanga sem horfðu á barnið og vatnið og töluðu saman í lágum hljóðum og kinkuðu kolli.

Bakþankar
Fréttamynd

Eftirlýst: Brýr, vegir og rigning!

Bömmer með brúna yfir Múlakvísl. Bömmer fyrir fólk í ferðaþjónustu á svæðinu. Bömmer að ekki sé tæknilega mögulegt að byggja brú í beljandi jökulfljóti á tveimur dögum og að eina til tvær vikur taki að hanna og smíða yfir 100 metra langt mannvirki sem stendur af sér þungaflutninga jafnt sem jökulburð.

Bakþankar
Fréttamynd

Í túninu heima

Undanfarnar tvær vikur hef ég fylgst með íslenskri æsku og hefur það fyllt mig síðbúnum áhyggjum.

Bakþankar
Fréttamynd

Stóra lífsskoðanamálið

Nú hefur það gerst að mannréttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um samskipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð.

Skoðun
Fréttamynd

Ég fer í fríið - en til hvers?

Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: "Ég fer í fríið – ég fer í fríið.“ En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina?

Bakþankar
Fréttamynd

Stjörnuhrellir

Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa.

Bakþankar
Fréttamynd

Tilfinningarök

Góður vinur minn á eldgamlan Land Rover, klassískan dýrgrip. Um árið varð hann aftur á móti vélarvana. Þetta olli vini mínum talsverðu hugarangri, það var rándýrt að skipta um vél og varla forsvaranlegt að eyða slíkum peningum í svona gamlan bíl. Á móti kom að hann fengi varla jafngóðan fararskjóta nema fyrir mun hærri upphæð. Með þetta var hann að bögglast heillengi uns hann bar vandræði sín undir eiginkonu annars vinar okkar. Hún var ekki lengi að leysa málið. „Láttu hann Pétur reikna þetta fyrir þig,“ sagði hún. „Hann er snillingur í að reikna út að það sé hagkvæmast að gera það sem hann langar mest til.“ Land Roverinn fékk umsvifalaust nýja vél og ekki örlar á eftirsjá hjá eigandanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Um gæsluvarðhald

Oft er áhugavert fyrir fyrir ungan laganema að fylgjast með umræðu um lögfræðitengd málefni. Á undanförnum vikum hef ég tvisvar sinnum rætt um gæsluvarðhald við vini og vandamenn. Annars vegar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í Vestmannaeyjum og hins vegar yfir 21 árs litháískri stúlku.

Bakþankar
Fréttamynd

Við kaupum ekkert hér!

"Góða kvöldið, langar þig í 30 prósent ódýrara internet?“ spurði ungæðisleg karlmannsrödd eftir að hafa hringt dyrasímanum mínum um kvöld. "Nei, takk,“ sagði ég úrill og gerði mig líklega til að leggja á. Þá bætti hann hraðmæltur við "en síma, en 30 prósent ódýrari síma!?“ Ég neitaði því einnig. Lamdi dyrasímann aftur á sinn stað, strunsaði inn í barnaherbergið og reyndi að koma böndum á þá upplausn sem hringing dyrabjöllunnar hafði skapað í miðri vögguvísu. Klukkan var að ganga tíu, grislingarnir þurftu í sæng og ég hafði engan tíma til að hlusta á söluræður. Ég heyrði dyrabjölluna klingja uppi hjá nágranna mínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Góð einkunn ekki málið

Bresku kaupkonunni Jenny Paton varð um þegar hún veitti eftirtekt manni sem gægðist inn um stofuglugga heimilis hennar í Dorset þar sem hún sat og púslaði með dætrum sínum. Hana fór að gruna að ekki væri allt með felldu nokkrum dögum síðar þegar ókunnugur bíll veitti henni eftirför er hún ók dætrunum í skólann. Það sem Jenny vissi ekki var að yfirvöld njósnuðu um hana í skjóli hryðjuverkalaga. Hver meintur glæpur Jennyar var hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund.

Bakþankar
Fréttamynd

Vídeóleigulýðræðið

Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri.

Bakþankar
Fréttamynd

Álfasumarið mikla

Þegar ég var blaðamaður á Tímanum var ég eitt sinn send í Hafnarfjörðinn þar sem því var fagnað að komið væri út kort yfir álfana í bænum. Hver einasti fjölmiðill sunnan heiða virtist hafa sent fulltrúa sinn og því var þarna samankomin nokkur hersing. Við vorum leidd inn í rútu og svo var farið í ökuferð um Hafnarfjörð. Fremst stóð sjáandinn, sem fenginn hafði verið til að útbúa kortið, með hljóðnema í hönd og sagði setningar á borð við: „Hér til hægri er álfafjölskylda sem veifar okkur“ og „Lítið síðan til vinstri. Í þessu hrauni býr gamall álfur einn síns liðs“.

Bakþankar
Fréttamynd

Við erum Danmörk

Mér líður hræðilega — eins og ég hafi engu áorkað. 27 ár til spillis og ég gat engu um það ráðið, enda er ég ekkert góður í fótbolta. Ég reyndi samt. Fimm æfingar á barnsaldri gerðu lítið en samt finnst mér eins og ég hefði átt að gera eitthvað. Ég hefði mögulega einhverju breytt ef ég hefði lært sjúkranudd, jafnvel þjálfun. Þá hefði ég getað komið í veg fyrir mestu niðurlægingu lífs míns; þegar Færeyingar komust upp fyrir Íslendinga á heimslista alþjóðaknattspyrnusambandsins í vikunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Maðurinn í myndinni

Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið.

Bakþankar
Fréttamynd

Hetjur óskast

Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðjan strákahóp til að verja varnarlausan dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð óréttlæti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim.

Bakþankar
Fréttamynd

Hjálpi þeim hver heilagur

Ég fer að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Ég borða hollt og reglulega, vinn sjö tíma á dag og flæki ekki líf mitt að óþörfu. Með þessu móti get ég ágætlega sinnt starfi og foreldrahlutverki. Ef vinnudagarnir vinda aukaklukkustundum upp á sig sést það fljótt. Skrifborðið mitt fer að líkjast kókkæli eftir jarðskjálfta, heilinn, sem þráir hvíld, gerir mér skráveifur og prófarkalesarar reyta hár sitt. Að slíkum vinnuvikum loknum líður mér eins og eftir endajaxlatöku og ég legg ekki í einn auman þvottabala.

Bakþankar
Fréttamynd

Tegundinni útrýmt?

Tvær fréttir vöktu sérstaka athygli mína síðustu daga, þegar blöðunum var flett yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Fréttirnar eru annars vegar að sjötíu prósent dýrara er að aka hringinn í kringum Ísland og hins vegar að kjördæmapot hafi nú verið upprætt af fjárlaganefnd.

Bakþankar
Fréttamynd

Eltingaleikur við sólina

"Við eltum bara góða veðrið,“ segja Íslendingar gjarnan glaðir í bragði þegar þeir eru inntir eftir því hvert eigi að halda í sumarfríinu. Enda ekki annað hægt, veður eru ótrygg í meira lagi á skerinu og erfitt að stóla á marga sólardaga í röð á sama stað. Við höfum því vanið okkur á að haga seglum eftir vindi. Pökkum bæði sandölum og síðerma peysum og eigum flest frostþolna svefnpoka fyrir tjaldferðir. Til útlanda er heldur ekki auðvelt að komast, flugmiðar kosta hönd og löpp og ekki eru margir möguleikar sjóleiðis. Við sitjum í fjötrum á okkar fjarlægu eyju en reynum að gera gott úr því.

Bakþankar
Fréttamynd

Banvænt daður

Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina?

Bakþankar
Fréttamynd

Ísland í öfganna rás

Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. "Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun,“ segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðrembingurinn

Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar.

Bakþankar
Fréttamynd

Kæri Jón

Óskabarnið á afmæli í dag. Hann átti líka afmæli í fyrra og mörg ár þar á undan og alltaf er haldið upp á afmælið hans með skærum lúðrahljómi og fánaskotum, hátíðarræðum og hoppiköstulum, blöðrum og brjóstsykurssnuðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Bylting endar í grískum blús

Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt.“ Þannig hljómar lína úr eldgömlum rebetika-söng. Sú tónlist er stundum nefnd gríski blúsinn en ekki veitir af blús þar við Eyjahafið um þessar mundir.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyrirgefðu

Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: "Sestu niður, vinur.“ Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. "Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu.“

Bakþankar
Fréttamynd

Tíunda deild

Nýlega léku Íslendingar landsleik við Dani í fótbolta. Fyrir leikinn var talað um það í fjölmiðlum að nú væri tími til kominn að vinna Danina, það hefði enn ekki tekist. Svo fór að Danir unnu 2:0. Í kjölfarið spratt upp gagnrýnin umræða um gengi íslenska landsliðsins í undankeppninni sem nú fer fram, en liðið er aðeins með eitt stig eftir að hafa leikið við Portúgala, Norðmenn, Dani og Kýpurbúa. Jafnvel var rætt um það hvort þessi ósigur væri ekki kornið sem fyllti mælinn og nú væri ekki seinna vænna að láta þjálfarann fjúka.

Bakþankar