Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-1 ÍBV | Þróttur upp í þriðja sæti eftir stórsigur á ÍBV Þróttur Reykjavík átti ekki í miklum erfiðleikum með ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Þróttur lék á alls oddi og vann fjögurra marka stórsigur, 5-1, þar sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór á kostum. Íslenski boltinn 16. ágúst 2022 19:50
Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Íslenski boltinn 15. ágúst 2022 15:30
Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 10:00
Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. Fótbolti 12. ágúst 2022 09:01
Fyrirliði Þróttar frá næstu vikurnar Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hún varð fyrir í 3-0 sigri Þróttar Reykjavíkur á Selfossi í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 22:31
Bestu mörkin um Stjörnuna: „Það eru rosaleg þroskamerki á þessu liði“ „Stjarnan átti sigur skilið og mér fannst þær sterkari allan leikinn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, er farið var yfir 2-2 jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 22:00
„Ótrúlega mikilvægt að vera með akkúrat þessa týpu í liðinu sínu“ „Við sjáum hvað hún er mikilvæg fyrir þetta lið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir um Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, miðjumann Vals, eftir 5-0 sigur liðsins á Keflavík. Rætt var um þátt hennar í velgengni Valsliðsins í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 13:30
Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Íslenski boltinn 11. ágúst 2022 10:01
Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Mikill umræða skapaðist um dómgæslu, eða öllu heldur skort á dómgæslu, eftir 3-0 sigur Þróttar á Selfossi í Bestu-deild kvenna í gær. Fótbolti 10. ágúst 2022 23:30
Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 14:01
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. Íslenski boltinn 10. ágúst 2022 00:21
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 0-5 | Einstefna í Keflavík Valur vann 0-5 stórsigur á Keflavík í vægast sagt krefjandi aðstæðum suður með sjó. Leikurinn var einstefna að marki Keflavíkur frá upphafi til enda. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-2| Aníta Ýr tryggði Stjörnunni stig Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Gyða Kristín Stjörnunni yfir. Gestirnir frá Kópavogi svöruðu með tveimur mörkum og benti allt til þess að Breiðablik myndi vinna leikinn þar til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn á 89. mínútu. Fótbolti 9. ágúst 2022 23:00
Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu. Fótbolti 9. ágúst 2022 22:30
„Áttum að vinna leikinn en heppnin var ekki með okkur“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna hjá sínum konum og var því súr með að hafa aðeins fengið eitt stig gegn Breiðabliki í fjögurra marka jafntefli. Sport 9. ágúst 2022 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Afturelding 0-1 | Afturelding lyfti sér upp úr botnsætinu Afturelding vann gríðarlega mikilvægan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Þór/KA í fallbaráttuslag í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ísafold Þórhallsdóttir skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútu. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 20:39
Þriðja liðið sem við smíðum í sumar „Ég er hrikalega stoltur af liðinu, það er ekki létt að koma til Akureyrar en þetta fór vel í dag,“ sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir gríðarlega mikilvægan sigur, 0-1 á móti Þór/KA. Sport 9. ágúst 2022 20:19
Umfjöllun: ÍBV - KR 3-1 | Eyjakonur snéru taflinu við á seinasta korterinu ÍBV sigraði KR í kvöld 3-1, í frábærum endurkomuleik þar sem að þær fyrrnefndu skoruðu 3 mörk á 15 mínútum. Varamenn ÍBV reyndust afar mikilvægar en þær Þórhildur Ólafsdóttir og Hanna Kallmaier sem að komu báðar inn á í seinni hálfleik gerðu sitt hvort markið. Íslenski boltinn 9. ágúst 2022 19:42
Fylkir nældi í stig gegn toppliðinu Fylkir og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í 13. umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Fótbolti 8. ágúst 2022 22:43
Upphitun fyrir 12. umferð: „Meira ætlast til þess að stelpur hætti bara“ Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verða í sviðsljósinu á morgun í stórleik 12. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena Ólafsdóttir fékk þær til að hita upp fyrir leiki umferðarinnar. Íslenski boltinn 8. ágúst 2022 15:00
Öruggt hjá Blikakonum sem halda í við Val Breiðablik vann sinn sjötta sigur í röð í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld er Keflavík var í heimsókn í Kópavogi. Íslenski boltinn 5. ágúst 2022 21:05
„Þetta voru bestu 90 mínútur sem við höfum átt í sumar“ „Ég er mjög ánægður. Við vorum betra liðið í leiknum. Við gerðum réttu hlutina, héldum boltanum á hreyfingu, fundum góðar lausnir og náðum loksins að brjóta þær niður,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar R., eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í kvöld. Fótbolti 4. ágúst 2022 22:53
Umfjöllun og viðtöl: KR-Stjarnan 1-2 | Stjarnan stal sigrinum með seinustu spyrnu leiksins Stjarnan vann í kvöld 1-2 sigur á KR með flautumarki á Meistaravöllum í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Stjörnunnar skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 22:50
Umfjöllun og Viðtöl: Valur-Þór/KA 3-0 | Valskonur kláruðu leikinn snemma Topplið Vals vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í kvöld. Valskonur skoruðu tvö á fyrstu tíu mínútum leiksins. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 20:33
Anna Rakel Pétursdóttir: Þetta gleymist allt þegar maður kemur inn á völlinn Valur vann góðan 3-0 sigur á Þór/KA á heimavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Anna Rakel Pétursdóttir tók þar á móti uppeldisfélagi sínu. Hún var að vonum ánægð með leikinn. Sport 4. ágúst 2022 19:56
Umfjöllun: Selfoss-ÍBV 0-0 | Markalaust í suðurlandsslagnum Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 19:43
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Þróttur R. 0-2| Þróttur sigraði í Mosfellsbæ Afturelding tók á móti Þrótti í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Afturelding er neðst í deildinni og þurfi á sigri að halda, ekki kom hann í dag þar sem Þróttur vann með tveimur mörkum. Lokatölur 0-2. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 19:15
Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 12:01
Afturelding sækir enn einn erlenda leikmanninn Afturelding hefur fengið bandaríska varnarmanninn Mackenzie Hope Cherry til liðs við sig og mun hún leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 2. ágúst 2022 21:45