„Ekkert forsetabíla-hókuspókusprútt hér alla daga“ Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi með meiru rekur Islandus Bíla og hann segir mottó sitt og sinna manna vera það að vera ávallt með ódýrustu bílana. Hann býður ódýrari Volvó, ódýrari en sem nemur því sem Halla Tómasdóttir þurfti að borga fyrir sinn, afslátt sem nemur tveimur milljónum. Innlent 29. júlí 2024 16:00
Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. Innlent 29. júlí 2024 12:17
Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. Innlent 27. júlí 2024 08:03
Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. Innlent 26. júlí 2024 18:09
Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. Innlent 26. júlí 2024 16:26
Siggi Kristins gítarleikari og bílaspekúlant er allur Sigurður Kristinsson, sem var meðal stofnmeðlima hinnar fornfrægu hljómsveitar Sniglabandsins, er allur. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Innlent 24. júlí 2024 11:02
Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Innlent 23. júlí 2024 20:35
Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. Innlent 23. júlí 2024 16:05
Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. Innlent 22. júlí 2024 14:23
Styrkás kaupir Kraft Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 11:45
Rashford missir bílprófið í hálft ár Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur misst bílprófið í hálft ár vegna hraðaksturs. Enski boltinn 20. júlí 2024 09:31
Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Innlent 19. júlí 2024 16:24
Víkingur skiptir um hlutverk hjá Öskju Víkingur Grímsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Víkingur hefur starfað hjá Öskju frá árinu 2017 og gegndi síðast starfi forstöðumanns viðskiptatengsla, hann hefur átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2022. Viðskipti innlent 18. júlí 2024 13:56
Stórhættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn. Innlent 17. júlí 2024 11:28
„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“ „Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum. Innlent 16. júlí 2024 09:28
Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. Innlent 13. júlí 2024 07:31
Óttast að olíufélögin hækki álagningu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Innlent 12. júlí 2024 21:22
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Innlent 11. júlí 2024 18:50
Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11. júlí 2024 18:29
Engin málamiðlun þegar kemur að krafti Polestar 4 James Einar Becker prófaði Polestar 4 í Madríd en hann stýrir bílaþáttunum Tork gaur Samstarf 11. júlí 2024 08:45
„Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. Innlent 8. júlí 2024 11:06
Stærsti Hiab krani í heimi á sumarsýningu Veltis Sumarsýning Veltis verður haldin í Hádegismóum 8 fimmtudaginn 4. júlí milli kl. 17-19. Samstarf 2. júlí 2024 13:29
Tjónvaldurinn tók varla eftir því að hafa rústað bílnum Einar Skúlason gönguhrólfur varð fyrir því um daginn að ekið var utan í bílinn hans á dögunum. Önnur hliðin öll rispuð, ekki vitað hver hafði verið að verki og Einar sá fram á meiriháttar fjárútlát við að láta gera við bílinn. Innlent 1. júlí 2024 16:42
Minna nú á skoðun ökutækja á Ísland.is Samgöngustofa hefur tengst stafrænu pósthólfi á Ísland.is og nýtir nú pósthólfið til að minna eigendur ökutækja á skoðunartíma ökutækisins. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að með því að tengjast pósthólfinu voni þau að þeim gefist kostur á aukinni skilvirkni og betri þjónustu við viðskiptavini. Viðskipti innlent 1. júlí 2024 12:34
Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Neytendur 1. júlí 2024 07:40
Banninu verður ekki flýtt Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. Bílar 29. júní 2024 13:19
„Óframkvæmanlegt“ að flýta útfösun bensín- og dísilbíla Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir það óframkvæmanlegt að banna nýskráningu bíla sem ganga á jarðefnaeldsneyti eftir tæp fjögur ár. Vinsældir rafbíla hafa dvínað gríðarlega það sem af er árs. Bílar 28. júní 2024 20:31
Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Innlent 28. júní 2024 14:21
Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. Innlent 28. júní 2024 10:38
Rúntað um Reykjavík í Tesla Cybertruck Tesla Cybertruck verður til sýnis hér á landi um helgina, eftir að hafa flakkað um Evrópu síðustu vikur. Einn helsti Teslu-áhugamaður landsins segir bílinn uppfylla allar hans kröfur. Bílar 27. júní 2024 19:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent