Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 07:58 Þórunn Anna Árnadóttir er forstjóri Neytendastofu. Hún segir enn heilmikla vinnu eftir. Vísir/Arnar Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir Neytendastofu bæði hafa fengið margar ábendingar frá neytendum og hagsmunasamtökum vegna gjaldskyldra bílastæða. Þórunn Anna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún segir Neytendastofu í kjölfar þess að fá ábendingar hafa gert gagngera skoðun á fyrirtækjum á markaði. Þau séu nú búin að ljúka skoðun á fjórum fyrirtækjum. Alls hafi ellefu mál verið tekin til skoðunar. Einhver hafi verið felld niður en enn séu einhver opin. „Það er heilmikil vinna enn fram undan,“ segir Þórunn Anna. Hún segir að í flestum tilfellum hafi fyrirtækin verið að leggja á gjöld sem neytandinn vissi ekki um eins og þjónustugjöld í appi eða kostnað við að fá kröfu í heimabanka. Það hafi líka verið ruglingur á því hverjum nákvæmlega átti að greiða, því stæðin voru ekki merkt og svo hafi stundum ekki verið skýrt að greiðsla hafi ekki verið sjálfvirk nema fólk væri skráð í appið. Þórunn Anna segir misjafnt eftir fyrirtækjum fyrir hvað þau voru sektuð og hversu há sektin var. Fyrirtækin sem um ræðir eru Isavia, vegna gjaldheimtu við Reykjavíkurflugvöll, Parka lausnir ehf., Easypark og Green parking ehf. Sektirnar voru á bilinu 200 þúsund krónur til einnar milljónar króna, sem Parka ber að greiða. Neytendastofa muni fylgja málinu eftir Þórunn Anna segir fyrirtækin nú þurfa að bæta úr sinni upplýsingagjöf. Það sé ekkert í lögum sem banni sjálfa gjaldtökuna en gjaldtaka þurfi að vera skýr þannig neytandi viti af henni. Önnur fyrirtæki geti einnig tekið mið af því. Hún segir Neytendastofu fylgja þessu eftir og sjá til þess að bætt hafi verið úr upplýsingagjöf. Vilji fólk gera athugasemdir við gjaldtökuna verði það að leita til Kærunefndar vöru og -þjónustukaupa. Þórunn Anna segir mjög algengt að neytendur kvarti og það berist enn reglulega kvartanir til Neytendastofu vegna málsins. „Við vonumst til þess að þetta verði til þess að háttsemin verði breytt og merkingarnar skýrar. Það er alveg augljóst að þetta er ekki nægilega skýrt.“ Bílastæði Neytendur Bílar Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir Neytendastofu bæði hafa fengið margar ábendingar frá neytendum og hagsmunasamtökum vegna gjaldskyldra bílastæða. Þórunn Anna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún segir Neytendastofu í kjölfar þess að fá ábendingar hafa gert gagngera skoðun á fyrirtækjum á markaði. Þau séu nú búin að ljúka skoðun á fjórum fyrirtækjum. Alls hafi ellefu mál verið tekin til skoðunar. Einhver hafi verið felld niður en enn séu einhver opin. „Það er heilmikil vinna enn fram undan,“ segir Þórunn Anna. Hún segir að í flestum tilfellum hafi fyrirtækin verið að leggja á gjöld sem neytandinn vissi ekki um eins og þjónustugjöld í appi eða kostnað við að fá kröfu í heimabanka. Það hafi líka verið ruglingur á því hverjum nákvæmlega átti að greiða, því stæðin voru ekki merkt og svo hafi stundum ekki verið skýrt að greiðsla hafi ekki verið sjálfvirk nema fólk væri skráð í appið. Þórunn Anna segir misjafnt eftir fyrirtækjum fyrir hvað þau voru sektuð og hversu há sektin var. Fyrirtækin sem um ræðir eru Isavia, vegna gjaldheimtu við Reykjavíkurflugvöll, Parka lausnir ehf., Easypark og Green parking ehf. Sektirnar voru á bilinu 200 þúsund krónur til einnar milljónar króna, sem Parka ber að greiða. Neytendastofa muni fylgja málinu eftir Þórunn Anna segir fyrirtækin nú þurfa að bæta úr sinni upplýsingagjöf. Það sé ekkert í lögum sem banni sjálfa gjaldtökuna en gjaldtaka þurfi að vera skýr þannig neytandi viti af henni. Önnur fyrirtæki geti einnig tekið mið af því. Hún segir Neytendastofu fylgja þessu eftir og sjá til þess að bætt hafi verið úr upplýsingagjöf. Vilji fólk gera athugasemdir við gjaldtökuna verði það að leita til Kærunefndar vöru og -þjónustukaupa. Þórunn Anna segir mjög algengt að neytendur kvarti og það berist enn reglulega kvartanir til Neytendastofu vegna málsins. „Við vonumst til þess að þetta verði til þess að háttsemin verði breytt og merkingarnar skýrar. Það er alveg augljóst að þetta er ekki nægilega skýrt.“
Bílastæði Neytendur Bílar Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55