Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt

Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Anatomi­e d'une chute hlaut Gull­pálmann

Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomi­e d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu.

Lífið
Fréttamynd

Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið

Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið
Fréttamynd

Langar stundum að verða slaufað

„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið
Fréttamynd

Warwick Davis á leið til Ís­lands í frí

Breski stór­leikarinn Warwick Davis er á leið til Ís­lands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann ís­lenskum að­dá­endum sem mættu á sér­staka Stjörnu­stríðs­ráð­stefnu í London um páskana.

Lífið
Fréttamynd

Beef: Hökkuð í spað

Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem mælti með þáttunum Beef á Netflix, hann sagðist ekki hafa getað hætt og vakað til klukkan 3 um nótt að klára. Maður fær slík meðmæli ekki oft, því hóf ég áhorf.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hollywood muni laðast að Gufu­nesi

Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vinna að framhaldi Dodgeball

Vinna er hafin að framhaldi Dodgeball: A true underdog story, grínmyndarinnar vinsælu frá 2004. Vince Vaughn mun snúa aftur í aðalhlutverki myndarinnar og mun hann mögulega einnig framleiða hana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa

Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hám­horfið: Á hvað eru ís­lenskar söng­konur að horfa?

Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Carri­e Brads­haw snýr aftur

Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta.

Bíó og sjónvarp