Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Game of Thrones-ferðir til Íslands

Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones.

Innlent
Fréttamynd

Game of Thrones til Íslands á ný

Það lítur út fyrir að að fjórða sería Game of Thrones verði tekin upp á Íslandi. Frá þessu er greint á vefnum Svarthofdi.is, en heimildir Vísis benda einnig til þess. "Já, það er alvarlega verið að skoða að taka upp hluta af seríunni hér heima, málið er í vinnslu. Þetta yrði þá í svipuðum dúr og síðast.“

Innlent
Fréttamynd

Tökur á Sumarbörnum að hefjast

Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. "Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir.

Bíó og sjónvarp