Bachelor-stjórnandi dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Chris Harrison, stjórnandi hinna vinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta The Bachelor, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Ástæðan er sú að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann varði Rachael Kirkconnell, einn keppanda þáttanna, sem sökuð hefur verið um kyþáttafordóma. Bíó og sjónvarp 14. febrúar 2021 08:13
Einlægir þættir um minningar tengdar Reykjavíkurborg Þættirnir Borgarminning hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga, en á bak við verkefnið er kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Orri. Lífið 11. febrúar 2021 21:31
Já-fólkið eftir Gísla Darra í forvalinu til Óskarsverðlaunanna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á meðal tíu stuttmynda sem eru í forvalinu fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp 10. febrúar 2021 12:44
Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bíó og sjónvarp 7. febrúar 2021 20:32
Úr fókus, í fókus Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Skoðun 7. febrúar 2021 07:01
Kvikmyndagerðarmennirnir vilja fá þrjár milljónir króna frá hinum reiða föður Fyrsta fyrirtaka í máli Antons Mána Svanssonar framleiðanda og Guðmundar Arnar Guðmundssonar leikstjóra gegn Guðmundi Þór Kárasyni verður í næstu viku. Anton Máni og Guðmundur Andri telja ekki hægt að sitja undir því að vegið sé svo harkalega starfsheiðri þeirra og æru og raun ber vitni. Innlent 5. febrúar 2021 10:45
Hyggja á framleiðslu þátta um Karl Gústaf í anda The Crown Til stendur að ráðast í gerð sjónvarpsþátta í anda The Crown sem eiga að fjalla um ævi Karls Gústafs Svíakonungs. Bíó og sjónvarp 4. febrúar 2021 15:15
Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. Bíó og sjónvarp 3. febrúar 2021 18:51
Mank og The Crown fá sex tilnefningar til Golden Globe Í dag voru tilnefningar til virtu verðlaunanna Golden Globe kynntar. Kvikmyndin Mank fær sex tilnefningar og þættirnir The Crown sem fjalla um lífshlaup Elísabetar Bretlandsdrottningar fengu einnig sex tilnefningar. Bíó og sjónvarp 3. febrúar 2021 15:13
Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. Bíó og sjónvarp 26. janúar 2021 15:31
Nýju Bond-myndinni enn frestað Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2021 08:47
Sögur af hversdaglegum atburðum í lífi fólks í hinum ýmsu minnihlutahópum Á morgun verður frumsýnd ný íslensk vefsería sem kallast Norms. Þættirnir eru sex talsins og voru teknir upp í Reykjavík og í Berlín. Um er að ræða stutta þætti sem eru samtals um klukkustund að lengd. Lífið 13. janúar 2021 08:00
Staðfesta að Sex and the City snúi aftur Til stendur að framleiða nýja þáttaröð af Sex and the City. Í nýju þáttaröðinni verða tíu hálftíma langir þættir sem framleiddir eru fyrir streymisveituna HBO Max. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2021 07:23
Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Lífið 7. janúar 2021 15:30
Íslenskar kvikmyndir sem beðið er eftir Á hverju ári koma út nokkrar íslenskar kvikmyndir og árið 2021 verður stórt í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Lífið 4. janúar 2021 13:30
Birta áður óséðan Matrix-hrekk úr lokaþætti The Office Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur birt atriði úr lokaþætti bandarísku útgáfu The Office sem ekki hefur verið birt opinberlega áður. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2021 09:30
Bíó í janúar: Hryllingurinn býr í snjallsímanum þínum Í janúar reka á fjörur okkar hér á Íslandi oftast myndir sem munu verða aðsópsmiklar á Óskarsverðlaunahátíðinni, við fáum eina slíka í bíó. Svo eru nokkrar aðrar sem gætu verið áhugaverðar. Hér er það helsta. Bíó og sjónvarp 27. desember 2020 14:50
Brot meðal 25 bestu sjónvarpsþátta ársins að mati BBC Íslensku þættirnir Brot eru meðal 25 bestu sjónvarpsþátta ársins að mati menningarvefs BBC. Bíó og sjónvarp 20. desember 2020 13:46
Latabæjarþáttur í 20. sæti yfir bestu þætti sögunnar Vefsíðan IMDB er í raun gagnabanki yfir leiknar kvikmyndir og sjónvarpsþætti þar sem fjallað eru um kvikmyndirnar og þættina og fær efnið einkunn frá 1-10. Lífið 18. desember 2020 11:30
Stjörnustríðsleikarinn Jeremy Bulloch látinn Enski leikarinn Jeremy Bulloch, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Boba Fett í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, er látinn 75 ára að aldri. Lífið 18. desember 2020 08:07
Bestu nýju sjónvarpsþáttaraðir ársins 2020 Mun færri nýjar seríur fóru í framleiðslu fyrir þennan veturinn en vanalega vegna Covid-19. Þó kom ýmislegt góðgæti á skjáinn. Hér verður stiklað á stóru varðandi bestu nýju þáttaraðirnar sem var hægt að sjá hérlendis á árinu sem er að líða. Bíó og sjónvarp 17. desember 2020 14:20
Friends teknir af Netflix um áramót Vinsælu gamanþættirnir Friends verða fjarlægðir af Netflix á Íslandi og í Finnlandi þann 31. desember næstkomandi. Þetta tilkynnti Netflix á Facebook í dag. Bíó og sjónvarp 15. desember 2020 18:03
National Lampoon's Christmas Vacation sýnd í bílabíói á morgun RIFF efnir til bílabíós í tilefni aðventunnar og sýnir jólamyndina National Lampoon's Christmas Vacation á laugardag klukkan 20 á bílastæðinu hjá Samskip, á horninu á Holtavegi og Barkarvogi. Bíó og sjónvarp 11. desember 2020 17:01
Leikstjóri Dune sendir AT&T og Warner Bros. kaldar kveðjur Leikstjóri stórmyndarinnar Dune, Denis Villeneuve, hefur sent Warner Bros. og AT&T tóninn í bréfi sem birtist á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Bíó og sjónvarp 11. desember 2020 15:57
Stefna á sýningu tuga þátta úr söguheimum Star Wars og Marvel Forsvarsmenn Disney kynntu fjárfestum í gær mjög svo metnaðarfulla áætlun varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda á næstu árum. Mikið af því efni tengist tveimur mjög vinsælum söguheimum í eigu Disney, söguheimum Marvel og Star Wars. Bíó og sjónvarp 11. desember 2020 11:04
Vinsæll MTV-raunveruleikaþáttur allur tekinn upp á Íslandi Fyrsti þáttur 36. þáttaraðar af raunveruleikaþættinum The Challenge var frumsýndur á MTV í gærkvöldi. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september síðastliðnum. Bíó og sjónvarp 10. desember 2020 14:57
RIFF bætir upp fyrir fráfall Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin áttu að vera haldin í Hörpu í Reykjavík nú um þessar mundir. Þeim var frestað vegna heimsfaraldursins en verða haldin á Íslandi að tveimur árum liðnum. Í staðinn hefst í dag Vetrarhátíð RIFF, til heiðurs Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Bíó og sjónvarp 10. desember 2020 07:01
Netflix segir nei við ráðherra og bróður Díönu Netflix hefur engin áform um að bæta við fyrirvara á sjónvarpsseríunni The Crown þar sem fram komi að dramatíska þáttaröðin um bresku konungsfjölskylduna sé skáldskapur. AP greinir frá. Bíó og sjónvarp 6. desember 2020 20:23
Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. Bíó og sjónvarp 3. desember 2020 19:51
Upprunalegi Svarthöfði er dáinn David Prowse, líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í Star Wars, er dáinn. Hann var 85 ára gamall og er sagður hafa dáið eftir skammvinn veikindi. Lífið 29. nóvember 2020 09:09