Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Ó­af­sakan­legt hvernig við mættum til leiks“

    Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við hvernig lærisveinar sínir byrjuðu og enduðu leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Álftanesi í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Staðan er erfið og flókin“

    Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tvær til­lögur um að fjölga karlaleikjum

    Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer fram eftir rúmar tvær vikur og þar verður ekki aðeins kosið um nýjan formann. Það liggja fyrir tillögur um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla og þá má einnig búast við umræðu um erlenda leikmann eins og venjulega.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég held að mínir leik­menn upp­lifi pressu á heima­velli“

    „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valentínusarveisla í Vestur­bæ

    Mörg hatrömm baráttan hefur verið háð er KR og Valur hafa mæst í gegnum tíðina en ástin verður í loftinu þegar þau mætast í kvöld, á Valentínusardag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Viðar Örn Haf­steins­son: Við ætlum okkur að skrifa söguna

    Kraftaverk þarf til að Höttur bjargi sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir úrslit kvöldsins. Höttur tapaði 86-89 á heimavelli fyrir Stjörnunni. Liðið sýndi ágætan leik og var komið í ágæta stöðu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan hrökk í gang. Þjálfari Hattar var þó heilt yfir sáttur við leik síns liðs.

    Körfubolti