Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Grindvíkingar áfram á sigurbraut | Páll Axel með á ný

    Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jovan með Stjörnunni á ný í léttum sigri á Val | Skoraði 13 stig

    Jovan Zdravevski lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Stjarnan vann auðveldan 25 stiga sigur á botnliði Vals, 96-71, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stjörnumenn komust upp í annað sætið með þessum sigri en Valsmenn hafa hinsvegar tapað öllum þrettán leikjum sínum í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Engin kraftaverk á Króknum

    Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fimmta tap Hauka í röð | Njarðvíkingar unnu lokakaflann 14-2

    Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjötti sigur Stólanna í síðustu sjö leikjum - myndir

    Bárður Eyþórsson er að gera flotta hluti með Tindastólsliðið í körfunni en Stólarnir unnu 88-85 útisigur á Stjörnunni í tólftu umferð Iceland Express deildar karla í gær. Þegar Bárður tók við hliðinu í lok október var liðið búið að tapa öllum sínum leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík, KR og Snæfell áfram á sigurbraut - öll úrslitin í körfunni

    Heil umferð fór fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en seinni umferðin er þar með farin af stað. Grindavík vann dramatískan sigur í Keflavík og er með sex stiga forskot eftir að Tindastóll fór í Garðabæinn og vann Stjörnuna eftir framlengingu. KR-ingar eru farnir að blanda sér í baráttuna um annað sætið eftir sigur í Þorlákshöfn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu

    Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2012

    KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni á árinu 2012 þegar þeir heimsóttu Þórsara í Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-liðið vann leikinn 80-73 og er því búið að vinna alla fjóra leiki sína síðan að liðið endurnýjaðu útlendingasveit sína.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Björn Steinar tryggði Grindavík sigur í Toyota-höllinni í Keflavík

    Björn Steinar Brynjólfsson tryggði Grindavík 86-85 sigur á Keflavík í 12. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld með því að skora þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Grindvíkingar halda því fjögurra stiga forskoti á toppnum og eru nú komnir með sex stigum meira en Keflavík sem er í 3. sætinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas og Govens valdir bestir

    Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðji Kaninn til liðs við Hauka

    Karlalið Hauka í Iceland Express-deildinni hefur bætt við sig þriðja Bandaríkjamanninum fyrir seinni hluta mótsins. Leikmaðurinn heitir Aleek Pauline og er leikstjórnandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár

    Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér

    Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna

    Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit

    Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin

    Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni.

    Körfubolti