

Ef það var einhver Tindastólsmaður sem var búinn að bíða eftir að sá stóri kæmi á Krókinn þá væri það Herra Skagafjörður sem er búinn að vera með frá upphafi í þessu körfuboltaævintýri fyrir norðan.
Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn.
Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu.
Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda.
„Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“
Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball.
Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins.
Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld.
Valur Orri Valsson hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leika með félaginu á næstu leiktíð. Valur Orri er fjórði leikmaðurinn sem semur við Grindavík á stuttum tíma.
Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val.
Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks.
Einn stærsti íþróttaviðburður ársins fer fram í Origo-höllinni í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Tindastólsmönnum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarna Vals segist vera klár í slaginn.
Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld.
Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson.
Grindvíkingar eru stórhuga fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta og hafa nú náð í bandaríska leikstjórnandann Dedrick Basile frá grönnum sínum í Njarðvík.
Eins og gefur að skilja er eftirspurnin eftir miðum á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta mikil.
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér framhaldinu eftir mikla dramatík fyrir framan troðfullt Síki á Króknum í gærkvöldi.
Valur lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að oddaleik þarf til að útkljá hvaða lið verður Íslandsmeistari árið 2023. Líkt og svo oft áður lét fólk gamminn geisa á Twitter á meðan leik stóð.
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir frábæra byrjun Tindastóls náðu Valsarar vopnum sínum og unnu á endanum frábæran sigur. Það verður oddaleikur á Hlíðarenda.
Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82.
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda.
Strákarnir í útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki eru mættir á Sauðárkrók vegna stórleiks kvöldsins, nánar tiltekið í partýtjaldið fyrir utan Síkið, þar sem Íslandsmeistarabikarinn í körfubolta gæti farið á loft í kvöld.
Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld er við suðupunkt og vonast heimamenn eftir sögulegum úrslitum.
Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og Holtavörðuheiði var lokað um tíma. Á meðal þeirra sem festust þar voru dómarar leiksins.
Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn.
Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni.
Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90.
Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik.
Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag.