
Þriðji Þórsarinn sem þarf að fara heim vegna meiðsla
Meiðslaófarir karlaliðs Þórs Ak. í körfubolta virðast engan enda ætla að taka. Svisslendingurinn Jérémy Landenbergue er farinn frá liðinu eftir að hafa slitið krossband í hné í leik gegn KR 16. desember.