Styrmir Snær: Þetta er bara körfubolti Styrmir Snær Þrastarson spilaði stórt hlutverk þegar Þór frá Þorlákshöfn sagraði Stjörnuna í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna. Styrmir skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var eðlilega virkilega sáttur með 18 stiga sigur liðsins í kvöld. Körfubolti 12. júní 2021 22:29
Vestri í úrvalsdeildina Vestri mun leika í deild þeirra bestu í íslenskum körfubolta karla á næstu leiktíð. Körfubolti 11. júní 2021 21:43
Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Körfubolti 11. júní 2021 11:32
Framlag Þórsara lækkaði um 69 prósent á milli leikja Ekkert lið hefur spilað betur og ekkert lið hefur spilað verr í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í ár en Þórsarar á síðustu fimm dögum. Körfubolti 10. júní 2021 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 78-58 | Oddaleikur á laugardag Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígnu gegn Þór Þorlákshöfn í Ásgarði í kvöld. Leikurinn einkenndist af hörðum varnarleik og þar voru heimamenn ofan á en leikar enduðu 78-58 Stjörnunni í vil. Oddaleikurinn fer fram á laugardag. Körfubolti 9. júní 2021 23:00
Gunnar Óla.: Ekki séns að ég sleppi leikjum á þessum tímapunkti Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitarimmunni við Þór frá Þorlákshöfn með því að leggja þá að velli í fjórða leik liðanna 78-58. Það er mál manna að þeir hafi mætt af meiri hörku í leikinn og náð að setja sitt fingrafar á leikinn. Gunnar Ólafsson átti lykilkörfur sem komu hans mönnum á bragðið en hann var sáttur eftir leikinn. Körfubolti 9. júní 2021 22:19
Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 9. júní 2021 14:31
„Frábær ferill og algjör fagmaður“ Eftir leikinn gegn Keflvíkingum í gær tilkynnti KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson að hann væri hættur í körfubolta. KR tapaði leiknum, féll úr leik og því er ljóst að annað lið verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2014. Körfubolti 8. júní 2021 23:01
Hörður Axel með miklu fleiri stoðsendingar en skot í einvíginu á móti KR Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, stjórnaði leik liðsins í einvíginu á móti KR og var heldur betur óeigingjarn í leikjunum þremur. Körfubolti 8. júní 2021 16:01
Sungu hátt og kröftuglega fyrir Deane Williams í beinni Deane Williams mætti á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi eftir þriðja sigur Keflvíkinga á KR en Keflavíkurliðið var þá fyrsta liðið í átta ár til að slá KR út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 8. júní 2021 11:31
Opinberuðu góðan liðsstyrk eftir að hafa sópað KR út Deildarmeistarar Keflavíkur tilkynntu um góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í gærkvöld, um leið og þeir höfðu tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 8. júní 2021 11:01
Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. Körfubolti 8. júní 2021 10:30
„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Sport 7. júní 2021 23:53
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. Körfubolti 7. júní 2021 23:49
„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. Körfubolti 7. júní 2021 23:39
Fimm hundruð dagar síðan Keflavík tapaði síðast á heimavelli KR-ingar berjast í kvöld fyrir lífi sínu á gólfinu þar sem aðeins eitt lið hefur fagnað sigri undanfarna sextán mánuði. Körfubolti 7. júní 2021 16:00
Styrmir Snær í fámennan úrvalshóp með frammistöðu sinni í gær Styrmir Snær Þrastarson komst í frábæran hóp með þremur af öflugustu körfuboltamönnum Íslandssögunnar þegar hann skoraði 22 stig í sigri Þórs á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino's deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. júní 2021 13:00
„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Körfubolti 7. júní 2021 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 115-92 | Þórsarar kjöldrógu Stjörnumenn og eru einum sigri frá úrslitaeinvíginu Þór og Stjarnan mættust í Þorlákshöfn í kvöld í þriðja leik undanúrslitaeinvígisins. Gestrnir byrjuðu betur, en um miðjan fyrsta leikhluta tóku Þórsarar yfir og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 115-92 og strákarnir frá Þorlákshöfn eru nú einum sigri frá úrslitaeinvíginu. Körfubolti 6. júní 2021 23:29
Emil Karel: Það er bannað að hika í þessu liði Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega kampakátur eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Lokatölur 115-92, en Emil segir að liðið ætli sér lengra. Körfubolti 6. júní 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-91 | Keflvíkingar límdu bök KR-inga upp við vegg Keflavík er komið í 2-0 í undanúrslitaviðureigninni gegn KR. Það er ljóst eftir níu stiga sigur liðsins á Meistaravöllum í kvöld. Íslandsmeistararnir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan Keflavík þarf einungis einn sigur í viðbót til að klára einvígið. Körfubolti 4. júní 2021 23:35
Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið. Körfubolti 4. júní 2021 22:34
Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Körfubolti 4. júní 2021 16:00
Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Körfubolti 4. júní 2021 15:31
„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Körfubolti 4. júní 2021 12:30
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. Körfubolti 3. júní 2021 22:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. Körfubolti 3. júní 2021 22:00
Með yfir sjötíu prósenta skotnýtingu í úrslitakeppninni Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir nýtingu Bandaríkjamannsins Austin James Brodeur í fyrstu sex leikjum Stjörnumanna í úrslitakeppninni því kappinn klikkar varla á skoti. Körfubolti 3. júní 2021 16:01
Önnur orrusta í átökum Garðbæinga og Þorlákshafnarbúa Stjarnan og Þór Þorlákshöfn leiða saman hesta sína í Garðabæ í kvöld kl. 20.15, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 3. júní 2021 14:45
Hamar tók forystuna Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld. Körfubolti 2. júní 2021 21:01