Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Njarðvíkursigur í sveiflukenndum leik Siggeir Ævarsson skrifar 2. febrúar 2023 23:12 Nicolas Richotti. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Það voru laskaðir Stjörnumenn sem mættu sjóðheitum Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í Subway-deild karla í kvöld. Fjarverandi hjá Stjörnunni voru þeir Dagur Kár, sem var í banni, Tómas Þórður sem var í aðgerð, og Armani Moore sem er enn ekki kominn með leikheimild. Aðeins 10 leikmenn á skýrslu hjá gestunum að þessu sinni. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks að Stjörnumenn söknuðu þessara leikmanna. Adama Darboe tók ítrekað af skarið og skoraði helming stiga liðsins í fyrsta leikhluta, 14 af 28. Njarðvíkingar virkuðu á hálfum hraða eða þar um bil, og mögulega svolítið hissa á hversu mikilli mótspyrnu þeir voru að mæta. Stjarnan leiddi með 7 stigum eftir fyrsta leikhlutann og hófu þann næsta með 6-0 áhlaupi. Smám saman fór Eyjólfur þó að hressast og allt annað að sjá til heimamanna eftir því sem leið á leikhlutann. Stigin voru að dreifast hreint ótrúlega en 9 leikmenn Njarðvíkinga voru komnir á blað eftir fyrri hálfleik, Haukur Helgi og Richotti stigahæstir með 9 stig hvor. Munurinn aðeins 1 stig í hálfleik, 43-44, og hörkuspennandi seinni hálfleikur framundan. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti en það var skammgóður vermir. Njarðvíkingar voru að hitta afar vel fyrir utan, og munaði þá ekki síst um þátt Mario Matasovic sem skoraði 10 stig í leikhlutanum, en Njarðvíkingar unnu hann einmitt með 10 stigum og enduðu hann á tveimur þristum frá Hauki Helga og Oddi Rúnari. Oddur opnaði svo næsta leikhluta með þristi og munurinn kominn í 12 stig. Stjörnumenn voru þó ekki af baki dottnir, en þegar rúmar fjórar mínútur lifðu leiks og staðan 79-72 brýtur Mario Matasovic klauflega á Arnþór í þriggjastiga skoti og fær síðan tæknivillu að auki fyrir að lemja harkalega í vegginn. Mario var þá á fjórum villum svo að hann lauk þar með leik. Stjörnumenn settu öll vítin og síðan þrist og allt orðið jafnt, 79-79. Heimamenn létu þetta ekki slá sig algjörlega út af laginu og svöruðu með áhlaupi. Smám saman hljóp leikurinn frá fáliðuðum Stjörnumönnum og Njarðvíkingar lokuðu leiknum á línunni, lokatölur 93-86. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru seinir í gang og á köflum virtist hreinlega drepast á vélinni sem lullaði í hálfgerðum hægagangi. En að sama skapi þá héldu þeir alltaf áfram, settu stór skot og mögulega má skrifa þennan leik á breidd Njarðvíkinga, en Stjörnumenn höfðu aðeins úr 8 leikmönnum að velja undir lokin, þar sem Gutenius og Júlíus Orri fengu báðir fimm villur. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvíkingum stóð eiginlega enginn upp úr. Tíu leikmenn komust á blað í stigaskori. Dedrick Deon Basile skilaði safaríkri tölfræðilínu þrátt fyrir að skora aðeins 9 stig, en hann gaf 12 stoðsendingar og bætti við 7 fráköstum. Adama Darboe bar sóknarleik Stjörnumanna á herðum sér framan af, skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum, en lét þó nægja að bæta 8 við í næstu þremur. Hann bætti svo við 8 stoðsendingum ofan á stigin. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk óvenju illa að skora fyrir innan þriggjastiga línuna, en þeir settu aðeins 10 slíkar körfur í kvöld. Óformleg tölfræðiathugun blaðamanns leiddi í ljós að flest lið séu að skora að meðaltali vel yfir 20 í leik. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar lyfta sér, í það minnsta tímabundið, upp í 2. sæti deildarinnar og eiga svo leik næst gegn grönnum sínum í Grindavík í HS-orku höllinni 10. febrúar. Stjarnan tekur á móti Stólunum kvöldið áður, 9. febrúar. Arnar: Liðið stóð sig vel og tapaði fyrir góðu liði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar sagði í viðtali eftir leik að varnarmistök hefðu kostað þá dýrkeypt stig, og á móti jafn góðu liði og Njarðvík væri það ekki í boði ef menn ætluðu sér að vinna. „Þeir fá held ég fjóra þrista, 12 stig, úr varnarmistökum hjá okkur sem voru dýr. Þegar þú ert að spila á móti jafn góðu liði og þetta þá kostar það. Samt sem áður heilt yfir góð frammistaði, eða bara mjög góð frammistaða. Svekkjandi að ná ekki að breyta henni í stig en við erum svo sem að spila við eitt af bestu liðunum á Íslandi í dag.“ Stjarnan mætti nokkuð löskuð til leiks í kvöld eins og áður sagði, og þurfti Arnar að keyra mikið á ungum leikmönnum, sem margir hverjir eru enn á framhaldsskólaaldri. „Ungu strákarnir standa sig heilt yfir mjög vel. Auðvitað gera þeir mistök sem ungir menn gera en heilt yfir þá var frammistaðan þeirra mjög góð. Liðið stóð sig vel og tapaði fyrir góðu liði. Ég vil bara óska þeim til hamingju, þeir gerðu vel að koma sér inn í þetta. Hittu vel, bjuggu til góð skot. Splundruðu okkur nokkrum sinnum í lok þriðja og því fór sem fór. Það er nú bara þannig.“ Arnar vildi ekki gera mikið úr villuvandræðum sinna manna í kvöld. „Ef við brjótum, þá eru víti og þeir nýttu það líka vel held ég. Hittu vel úr vítunum sínum, eða það er a.m.k. tilfinningin.“ Það eru engar ýkjur hjá Arnari, en Njarðvíkingar hittu úr 28 af 30 vítum sínum í kvöld. Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik, fram á 37. mínútu eða svo, þegar Arnar fékk dæmda á sig tæknivillu, að hann virkaði óvenju rólegur og hófstillur á hliðarlínunni. Hvað kom til? Fór hann e.t.v. og stundaði innhverfa íhugun fyrir leik? „Nei nei. Ég ákvað að æfa aðeins hérna sjálfur og reyna að klára einhverja orku þannig. En það var bara ekkert mikið til að æsa sig yfir í kvöld.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan
Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Það voru laskaðir Stjörnumenn sem mættu sjóðheitum Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í Subway-deild karla í kvöld. Fjarverandi hjá Stjörnunni voru þeir Dagur Kár, sem var í banni, Tómas Þórður sem var í aðgerð, og Armani Moore sem er enn ekki kominn með leikheimild. Aðeins 10 leikmenn á skýrslu hjá gestunum að þessu sinni. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks að Stjörnumenn söknuðu þessara leikmanna. Adama Darboe tók ítrekað af skarið og skoraði helming stiga liðsins í fyrsta leikhluta, 14 af 28. Njarðvíkingar virkuðu á hálfum hraða eða þar um bil, og mögulega svolítið hissa á hversu mikilli mótspyrnu þeir voru að mæta. Stjarnan leiddi með 7 stigum eftir fyrsta leikhlutann og hófu þann næsta með 6-0 áhlaupi. Smám saman fór Eyjólfur þó að hressast og allt annað að sjá til heimamanna eftir því sem leið á leikhlutann. Stigin voru að dreifast hreint ótrúlega en 9 leikmenn Njarðvíkinga voru komnir á blað eftir fyrri hálfleik, Haukur Helgi og Richotti stigahæstir með 9 stig hvor. Munurinn aðeins 1 stig í hálfleik, 43-44, og hörkuspennandi seinni hálfleikur framundan. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti en það var skammgóður vermir. Njarðvíkingar voru að hitta afar vel fyrir utan, og munaði þá ekki síst um þátt Mario Matasovic sem skoraði 10 stig í leikhlutanum, en Njarðvíkingar unnu hann einmitt með 10 stigum og enduðu hann á tveimur þristum frá Hauki Helga og Oddi Rúnari. Oddur opnaði svo næsta leikhluta með þristi og munurinn kominn í 12 stig. Stjörnumenn voru þó ekki af baki dottnir, en þegar rúmar fjórar mínútur lifðu leiks og staðan 79-72 brýtur Mario Matasovic klauflega á Arnþór í þriggjastiga skoti og fær síðan tæknivillu að auki fyrir að lemja harkalega í vegginn. Mario var þá á fjórum villum svo að hann lauk þar með leik. Stjörnumenn settu öll vítin og síðan þrist og allt orðið jafnt, 79-79. Heimamenn létu þetta ekki slá sig algjörlega út af laginu og svöruðu með áhlaupi. Smám saman hljóp leikurinn frá fáliðuðum Stjörnumönnum og Njarðvíkingar lokuðu leiknum á línunni, lokatölur 93-86. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru seinir í gang og á köflum virtist hreinlega drepast á vélinni sem lullaði í hálfgerðum hægagangi. En að sama skapi þá héldu þeir alltaf áfram, settu stór skot og mögulega má skrifa þennan leik á breidd Njarðvíkinga, en Stjörnumenn höfðu aðeins úr 8 leikmönnum að velja undir lokin, þar sem Gutenius og Júlíus Orri fengu báðir fimm villur. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Njarðvíkingum stóð eiginlega enginn upp úr. Tíu leikmenn komust á blað í stigaskori. Dedrick Deon Basile skilaði safaríkri tölfræðilínu þrátt fyrir að skora aðeins 9 stig, en hann gaf 12 stoðsendingar og bætti við 7 fráköstum. Adama Darboe bar sóknarleik Stjörnumanna á herðum sér framan af, skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum, en lét þó nægja að bæta 8 við í næstu þremur. Hann bætti svo við 8 stoðsendingum ofan á stigin. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk óvenju illa að skora fyrir innan þriggjastiga línuna, en þeir settu aðeins 10 slíkar körfur í kvöld. Óformleg tölfræðiathugun blaðamanns leiddi í ljós að flest lið séu að skora að meðaltali vel yfir 20 í leik. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar lyfta sér, í það minnsta tímabundið, upp í 2. sæti deildarinnar og eiga svo leik næst gegn grönnum sínum í Grindavík í HS-orku höllinni 10. febrúar. Stjarnan tekur á móti Stólunum kvöldið áður, 9. febrúar. Arnar: Liðið stóð sig vel og tapaði fyrir góðu liði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar sagði í viðtali eftir leik að varnarmistök hefðu kostað þá dýrkeypt stig, og á móti jafn góðu liði og Njarðvík væri það ekki í boði ef menn ætluðu sér að vinna. „Þeir fá held ég fjóra þrista, 12 stig, úr varnarmistökum hjá okkur sem voru dýr. Þegar þú ert að spila á móti jafn góðu liði og þetta þá kostar það. Samt sem áður heilt yfir góð frammistaði, eða bara mjög góð frammistaða. Svekkjandi að ná ekki að breyta henni í stig en við erum svo sem að spila við eitt af bestu liðunum á Íslandi í dag.“ Stjarnan mætti nokkuð löskuð til leiks í kvöld eins og áður sagði, og þurfti Arnar að keyra mikið á ungum leikmönnum, sem margir hverjir eru enn á framhaldsskólaaldri. „Ungu strákarnir standa sig heilt yfir mjög vel. Auðvitað gera þeir mistök sem ungir menn gera en heilt yfir þá var frammistaðan þeirra mjög góð. Liðið stóð sig vel og tapaði fyrir góðu liði. Ég vil bara óska þeim til hamingju, þeir gerðu vel að koma sér inn í þetta. Hittu vel, bjuggu til góð skot. Splundruðu okkur nokkrum sinnum í lok þriðja og því fór sem fór. Það er nú bara þannig.“ Arnar vildi ekki gera mikið úr villuvandræðum sinna manna í kvöld. „Ef við brjótum, þá eru víti og þeir nýttu það líka vel held ég. Hittu vel úr vítunum sínum, eða það er a.m.k. tilfinningin.“ Það eru engar ýkjur hjá Arnari, en Njarðvíkingar hittu úr 28 af 30 vítum sínum í kvöld. Það vakti athygli blaðamanns að framan af leik, fram á 37. mínútu eða svo, þegar Arnar fékk dæmda á sig tæknivillu, að hann virkaði óvenju rólegur og hófstillur á hliðarlínunni. Hvað kom til? Fór hann e.t.v. og stundaði innhverfa íhugun fyrir leik? „Nei nei. Ég ákvað að æfa aðeins hérna sjálfur og reyna að klára einhverja orku þannig. En það var bara ekkert mikið til að æsa sig yfir í kvöld.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti