Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. Erlent 15. janúar 2025 13:37
Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Erlent 14. janúar 2025 22:40
Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Erlent 14. janúar 2025 09:57
Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Erlent 14. janúar 2025 09:02
Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. Erlent 14. janúar 2025 07:10
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Erlent 14. janúar 2025 00:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. Erlent 11. janúar 2025 10:31
Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Erlent 10. janúar 2025 15:08
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. Erlent 10. janúar 2025 13:44
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Skoðun 10. janúar 2025 10:30
Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að fresta dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Erlent 10. janúar 2025 00:39
Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Erlent 9. janúar 2025 23:56
Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. Innlent 9. janúar 2025 17:03
Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Forseti Bandaríkjanna og varaforseti ásamt fjórum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna og þremur fyrrverandi varaforsetum eru viðstaddir útför Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri. Erlent 9. janúar 2025 16:45
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. Erlent 9. janúar 2025 13:34
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. Erlent 9. janúar 2025 09:35
Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. Innlent 8. janúar 2025 21:30
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Innlent 8. janúar 2025 18:31
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. Erlent 8. janúar 2025 14:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. Innlent 8. janúar 2025 12:53
Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Erlent 8. janúar 2025 09:39
Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Erlent 8. janúar 2025 07:33
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. Innlent 7. janúar 2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. Erlent 7. janúar 2025 18:19
Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Erlent 7. janúar 2025 13:06
Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega. Erlent 7. janúar 2025 09:47
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. Erlent 6. janúar 2025 22:02
Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna. Erlent 6. janúar 2025 13:29
Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Donald Trump, nýkjörin forseti Bandaríkjanna, kvartaði yfir því á föstudaginn að enn þá verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið til heiðurs Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, daginn sem innsetningarathöfn Trumps í embætti fer fram 20. janúar. Erlent 5. janúar 2025 16:54
Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Erlent 4. janúar 2025 22:16