Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. Erlent 21. október 2025 14:59
Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21. október 2025 13:14
Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Ráðamenn í Kína hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir marga áratugi í það að ná algerum yfirráðum á markaði svokallaðra sjaldgæfra málma. Nú er staðan sú að þeir svo gott sem stjórna heilum iðnaði sem er gífurlega mikilvægur birgðakeðjum ríkja um allan heim og nauðsynlegur til framleiðslu tækni nútímans og framtíðarinnar. Viðskipti erlent 21. október 2025 09:44
Hafna aftur tillögu Trumps Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Erlent 20. október 2025 11:07
Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. Erlent 20. október 2025 07:09
Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. Erlent 20. október 2025 06:27
Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks segir að mikið bakslag hafi orðið í málaflokknum um allan heim eftir að Bandaríkjaforseti dró úr stuðningi. Hætta sé á að fleiri hinsegin einstaklingar muni láta lífið en áður vegna vaxandi ofsókna. Mikilvægt sé að rödd Íslands heyrist í baráttunni. Innlent 19. október 2025 20:30
Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum. Innlent 19. október 2025 16:32
Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Í kjölfar gríðarstórra mótmæla í Bandaríkjunum birti Bandaríkjaforseti gervigreindarmyndband þar sem hann sést með kórónu á höfði að fljúga herþotu sem skýtur hægðum á mótmælendur. Ekki er þetta fyrsta gervigreindarmyndbandið af þessu tagi sem forsetinn birtir. Erlent 19. október 2025 15:53
Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir. Erlent 19. október 2025 09:00
Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. Innlent 18. október 2025 20:57
Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Búist er við að milljónir manna flykkist út á götur bandarískra borgra til að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Donald Trumps. Samtökin No Kings eru að baki mótmælunum en þau héldu einnig gríðarstór mómtæli í júní. Erlent 18. október 2025 17:25
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. Erlent 18. október 2025 08:38
Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segist vera að senda hermenn að ströndum Karíbahafsins og kalla út milljónir manna í varalið, vegna ógnunar frá hernaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna á svæðinu. Hann er sagður hafa boðið Bandaríkjamönnum að hann myndi stíga til hliðar á næstu árum en því boði mun hafa verið hafnað. Erlent 17. október 2025 10:48
Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum. Erlent 17. október 2025 08:16
Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu. Erlent 17. október 2025 06:46
FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. Fótbolti 16. október 2025 21:48
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. Erlent 16. október 2025 16:24
Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Donalds Trump þvertók fyrir það í gærkvöldi að hafa tekið á móti poka fullum af peningum af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Tæpur mánuður er síðan fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að upptaka væri til af Homan taka við fimmtíu þúsund dölum af lögreglumönnum í dulargervi í fyrra. Erlent 16. október 2025 15:22
Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Ráðamenn innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, leita leiða til að tvöfalda fjárhagsaðstoð til Argentínu, vegna efnahagskragga þar. Þannig stendur til að aðstoða Javier Milei, forseta landsins, með fjörutíu milljarða dala fjárhagsaðstoð en eingöngu ef flokkur forsetans sigrar í þingkosningunum seinna í þessum mánuði. Erlent 16. október 2025 13:11
Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Tugir blaðamanna skiluðu í gær inn pössum sínum og gengu út úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Það gerðu þeir í stað þess að samþykkja nýjar reglur Pete Hegseth, ráðherra, um störf blaðamanna í byggingunni en einungis einn miðill samþykkti þær. Erlent 16. október 2025 09:59
Borgarstjóri Boston svarar Trump Michelle Wu, borgarstjóri Boston, hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna hótana hans um að færa leiki á HM í fótbolta næsta sumar úr borginni. Fótbolti 16. október 2025 08:30
Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Erlent 16. október 2025 00:00
Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins viðraði þá hugmynd á Alþingi í dag að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beiti sér fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. Innlent 15. október 2025 16:59
Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Stjórn Ungra Repúblikana í Bandaríkjunum kallaði í gær eftir því að margir af leiðtogum samtakanna á landsvísu stigju til hliðar. Það var eftir að samskipti þeirra á Telegram rötuðu í hendur blaðamanna, sem sögðu frá því að umræddir leiðtogar hefðu ítrekað lýst yfir aðdáun á Hitler, lofað þrælahald og talað með mjög neikvæðum hætti um konur, litað fólk og aðra. Erlent 15. október 2025 14:17
Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að færa leiki á HM 2026 í fótbolta sem eiga að fara fram í Boston. Fótbolti 15. október 2025 08:30
Viðkvæmur friður þegar í hættu? Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið. Erlent 15. október 2025 07:17
„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14. október 2025 15:44
Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. Erlent 14. október 2025 14:52
Hegseth í stríði við blaðamenn Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga. Erlent 14. október 2025 11:15