Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Arsenal bjargaði stigi á seinustu stundu

    Eddie Nketiah bjargaði stigi fyrir Arsenal á sjöundu mínútu uppbótartíma þegar hann jafnaði metin gegn Fulham. Josh Maja hafði komið Fulham yfir af vítapunktinum fyrr í leiknum, en 1-1 jafntefli gerir lítið fyrir Fulham í fallbaráttunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna

    Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn

    Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Foden lét samfélagsmiðlateymið fjúka

    Phil Foden hefur sagt skilið við Ten Toes Media, fyrirtækið sem sá um samfélagsmiðla hans eftir færslu sem birtist á Twitter undir hans nafni í gær. Færslan var birt án samþykkis Foden, en í henni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aubameyang með malaríu

    Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, greyndi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann sé að glíma við hitabeltissjúkdóminn malaríu. Aubameyang veiktist í landsliðsverkefni með Gabon fyrir nokkrum vikum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Æfur vegna eigin Twitterfærslu

    Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Á­fall fyrir Úlfana

    Lið Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur orðið fyrir enn einu áfallinu á leiktíðinni. Nú er ljóst að Pedro Neto verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð og þá er miðjumaðurinn öflugi Rúben Neves með kórónuveiruna.

    Fótbolti