Man Utd gæti notað Lingard sem skiptimynt fyrir Rice Manchester United ku horfa girndaraugum á Declan Rice, miðjumann West Ham United. Gæti farið svo að Jesse Lingard verði notaður sem skiptimynt í viðræðum liðanna. Enski boltinn 10. apríl 2021 07:00
Bakslag og Grealish frá næstu vikurnar | EM gæti verið í hættu Fyrir ekki svo löngu síðan virtist sem Jack Grealish væri á leiðinni á Evrópumótið í sumar með enska landsliðinu. Hann hefur hins vegar misst af síðustu sjö leikjum Aston Villa og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar. Fótbolti 9. apríl 2021 22:00
Fulham í vondum málum eftir fyrsta mark Traore á tímabilinu Wolves vann 1-0 útisigur á Fulham í eina leik dagasins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 9. apríl 2021 20:55
Liverpool skotið 115 sinnum í opnum leik án þess að skora Liverpool tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Heimavallargengi Englandsmeistaranna hefur verið vægast sagt skelfilegt að undanförnu. Enski boltinn 9. apríl 2021 19:31
Michail Antonio líklega frá út tímabilið Michail Antonio, framherji West Ham, þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmlega hálftíma leik í 3-2 sigri liðsins gegn Wolves síðastliðinn mánudag. Antonio meiddist aftan á læri og nýjustu fregnir herma að meiðslin séu alvarlegri en áður var talið. Hann gæti því þurft að fylgjast með leikjum liðsins úr stúkunni það sem eftir er af tímabilinu. Enski boltinn 9. apríl 2021 10:02
Dagný jákvæð og neikvæð en verður heima: Hef spilað fótbolta mikið veikari „Ég finn fyrir vægum einkennum en ég veit ekki hvort þetta séu týpísk Covid-einkenni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir sem þarf að bíta í það súra epli að missa af landsleikjunum gegn Ítalíu á morgun og miðvikudag. Fótbolti 9. apríl 2021 09:39
Rashford sá fyrsti í rúman áratug eða síðan Rooney tókst það 2010 Marcus Rashford varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora 20 mörk eða fleiri tvö tímabil í röð síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið fyrir rúmum áratug. Fótbolti 9. apríl 2021 07:00
Guardiola og De Bruyne framlengja Manchester City tilkynnti nú rétt í þessu að Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafi skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep verður hjá félaginu til 2023 en De Bruyne til 2025. Enski boltinn 7. apríl 2021 12:30
Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Enski boltinn 7. apríl 2021 11:31
Manchester City tapaði 126 milljónum punda á síðustu leiktíð Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur gefið út að félagið hafi tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Gerir það rúma 22 milljarða íslenskra króna. Þar spilar kórónuveirufaraldurinn sinn þátt. Enski boltinn 7. apríl 2021 10:31
„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. Enski boltinn 7. apríl 2021 08:02
Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans. Enski boltinn 6. apríl 2021 23:00
Líkti fremstu mönnum Arsenal við litla mafíu Gary Neville líkti sóknarmönnum Arsenal við litla mafíu sem hefðu snúist gegn stjóra liðsins, Mikel Arteta. Enski boltinn 6. apríl 2021 13:30
Neville og Carragher héldu áfram að rífast úti á bílastæði og í leigubílnum Gary Neville og Jamie Carragher var ansi heitt í hamsi í Monday Night Football á Sky Sports í gær. Þeir héldu áfram að rífast eftir þáttinn, á bílastæðinu fyrir utan höfuðstöðvar Sky og í leigubíl á leið heim á hótel. Enski boltinn 6. apríl 2021 12:31
Man City þarf ekki að vinna Meistaradeildina til að sanna að það sé meðal stærstu félaga heims Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir félagið ekki þurfa að vinna Meistaradeildina til að sýna fram á að félagið sé eitt af þeim stærstu í heimi. Það mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum í kvöld. Fótbolti 6. apríl 2021 10:30
Enginn Sancho eða Lingard á EM ef Neville eða Carragher fengu að ráða Í Monday Night Football í gærkvöld fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir hvaða 23 leikmenn þeir vilja sjá fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar fyrir Englands hönd. Enski boltinn 6. apríl 2021 08:30
Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. Fótbolti 6. apríl 2021 08:01
Herða öryggisgæsluna í kringum Solskjær eftir æsta aðdáendur Manchester United er að skoða öryggisgæsluna í kringum stjórann Ole Gunnar Solskjær eftir atvik sem átti sér stað um helgina. Enski boltinn 5. apríl 2021 23:01
Segir Arteta að henda Aubameyang á bekkinn og spila Martinelli Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Mikel Arteta ætti að skella Pierre-Emerick Aubameyang á bekkinn og spila hinum nítján ára gamli Gabriel Martinelli. Enski boltinn 5. apríl 2021 22:01
Sjóðheitur Lingard: West Ham í Meistaradeildarsæti Jesse Lingard var magnaður er West Ham vann 3-2 sigur á Wolves á útivelli í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. Hamrarnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Enski boltinn 5. apríl 2021 21:09
„Ekki gott fyrir hjartað“ Southampton kom til baka og vann 3-2 endurkomusigur á Burnley í enska boltanum í gær. Burnley komst i 2-0 en heimamenn snéru við taflinu og unnu flottan sigur. Enski boltinn 5. apríl 2021 20:01
Everton heldur áfram að misstíga sig á heimavelli Everton gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í fyrsta leiknum liðsins eftir landsleikjahlé. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum í fyrri hálfleik og spilaði í klukkutíma. Enski boltinn 5. apríl 2021 19:00
Raiola segist ekki hafa beðið um stóra summu af kaupverði Hålands Mino Raiola, umboðsmaður Erlings Braut Håland og fleiri stórstjarna, fór á samfélagsmiðla og þvertók fyrir fréttir sem bárust í fjölmiðlum fyrr í vikunni um hann og faðir Erlings. Fótbolti 5. apríl 2021 17:00
Segja óvæntan samning við Mata á borðinu Juan Mata er við það að fá nýjan samning hjá Manchester United en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. Enski boltinn 5. apríl 2021 16:00
„Eru heppnir að leikvangurinn er tómur“ Graeme Souness, sparkspekingur Sky Sports, segir að leikmenn og þjálfarar Newcastle séu stálhepnir að það séu engir áhorfendur á leikjum liðsins þessar vikurnar. Enski boltinn 5. apríl 2021 12:30
Hrósaði Donny fyrir flott mörk á æfingu Donny van de Beek hefur haft gott af því að ferðast með hollenska landsliðinu í síðustu viku segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United. Enski boltinn 5. apríl 2021 12:01
Davinson Sanchez varð fyrir kynþáttafordómum eftir jafnteflið Davinson Sanchez, varnarmaður Tottenham, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir jafnteflið gegn Newcastle í gær. Sanchez birti myndir af skilboðum sem hann fékk í sögu sinni á Instagram. Enski boltinn 5. apríl 2021 11:01
De Gea fær dágóða upphæð ákveði Man United að losa sig við hann í sumar Nýjasta slúðrið á Bretlandseyjum er að Manchester United gæti reynt að losa sig við spænska markvörðinn David De Gea í sumar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 5. apríl 2021 10:01
Rudiger sendur heim af æfingu Chelsea hafði ekki tapað leik síðan Thomas Tuchel tók við stjórn liðsins. Eftir 5-2 tap gegn West Brom á laugardaginn var pirringur í mönnum á æfingu. Kepa Arrizabalaga og Antonio Rudiger lenti þá saman og endaði það svo að Tuchel þurfti að senda Rudiger snemma í sturtu. Enski boltinn 5. apríl 2021 09:01
Mourinho kennir leikmönnum um töpuð stig Tottenham mistókst í gær að vinna Newcastle eftir að hafa verið 2-1 yfir stutt var til leiksloka. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem það gerist, en liðið hefur nú tapað 13 stigum eftir að hafa verið yfir þegar innan við 15 mínútur eru eftir. Enski boltinn 5. apríl 2021 08:01