Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Lífið 3. apríl 2024 22:33
„Ég get ekki gert upp á milli barna“ Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. Lífið 26. mars 2024 17:07
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. Lífið 22. mars 2024 10:56
„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. Lífið 19. mars 2024 10:30
Kosningaóreiða RÚV, opið bréf til stjórnar Ríkisútvarpsins Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins. Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn. Skoðun 19. mars 2024 10:30
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. Lífið 15. mars 2024 10:34
Opið bréf til Heru Bjarkar Sæl Hera, við lásum við þig viðtal sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV. Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta. Skoðun 15. mars 2024 07:30
Mælir ekki með þessu Hera Björk segir síðustu daga, frá því að hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins, hafa verið ansi skrýtna og erfiða. Verst hafi verið að fá skilaboð frá fólki sem greinilega eigi bágt. Lífið 12. mars 2024 09:17
„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. Lífið 11. mars 2024 23:16
Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. Lífið 11. mars 2024 18:28
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. Lífið 11. mars 2024 15:13
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. Lífið 11. mars 2024 10:45
Von á tilkynningu frá RÚV vegna Heru Von er á tilkynningu frá Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar um þátttöku Íslands í Eurovision. Þetta segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Lífið 11. mars 2024 09:54
Er Eurovision komið út í öfgar? Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. Skoðun 10. mars 2024 14:01
Norskir tvíburar flytja framlag Svíþjóðar Norsku tvíburarnir Marcus og Martinus sigruðu undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Unforgettable eða Ógleymanleg. Þeir flytja því framlag Svíþjóðar í Malmö í maí. Lífið 9. mars 2024 21:56
Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Lífið 9. mars 2024 10:17
Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Lífið 8. mars 2024 18:36
Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. Lífið 8. mars 2024 11:40
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. Lífið 7. mars 2024 09:56
Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi? Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Skoðun 6. mars 2024 13:00
Söngvakeppnin sýni að of margir séu fastir í drullupolli Félagsráðgjafi segir ljóta umræðu á samfélagsmiðlum eftir úrslit Söngvakeppninnar síðustu helgi sýna að of mörgum líði illa hér á landi. Hann segir hugarfarsbreytingu þurfa að eiga sér stað og hefur áhyggjur af því að félagsleg einangrun hafi aukist með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla. Lífið 6. mars 2024 10:07
Sammæltust um starfslok í kjölfar rasískra ummæla Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. Innlent 5. mars 2024 10:48
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. Fótbolti 5. mars 2024 08:01
Funda með nemendum vegna ummæla kennara: „Við erum eiginlega slegin yfir þessu“ Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segist slegin yfir ummælum kennara skólans, Helga Helgasonar, um framlag Bashar Murad í Söngvakeppni sjónvarpsins. Málið sé litið alvarlegum augum og dagur skólastjórnar ML hefur að sögn Jónu farið í að funda um ummælin. Innlent 4. mars 2024 22:17
Landsmenn kusu fyrir 37 milljónir króna Óhætt er að segja að dramatíkin hafi verið mikil á laugardagskvöldið þegar landsmenn greiddu rúmlega tvö hundruð þúsund atkvæði í símakosningu Söngvakeppninnar. Þátttaka var þó töluverð minni en í fyrra. Lífið 4. mars 2024 15:33
Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. Lífið 4. mars 2024 15:04
Segja meðmælabréfi Rúnars fyrir Bashar ekki lekið af Útlendingastofnun Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir mynd af boðsbréfi, sem Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar skrifaði fyrir Bashar Murad, sem birt var á mbl.is um helgina ekki frá stofnuninni komna. Innlent 4. mars 2024 14:29
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. Lífið 4. mars 2024 12:17
Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. Lífið 4. mars 2024 11:53
Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. Lífið 4. mars 2024 10:45