Ökufantagerði Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst. Fastir pennar 12. ágúst 2011 06:00
Félagsfræðilega umræðan Óeiðirnar og gripdeildirnar í Englandi hafa vakið með mörgum óhug. Þær eru langt frá því að vera einangrað tilvik reiði og mótmæla vegna þess að lögregla kynni að hafa farið offari er hún skaut grunaðan fíkniefnasala til bana, þótt það hafi verið upphafið. Útbreiðsla ofbeldisins í borgum landsins sýnir að eitthvað miklu djúpstæðara er að í brezku samfélagi. Fastir pennar 12. ágúst 2011 06:00
Það þarf heilt þorp Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag. Bakþankar 12. ágúst 2011 06:00
Hringl, hringl Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent. Fastir pennar 11. ágúst 2011 06:00
Spænska veikin í stofunni heima Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla. Bakþankar 11. ágúst 2011 06:00
Sögulok fyrir Megas Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk. Bakþankar 10. ágúst 2011 11:00
Svindl af ómerkilegustu sort Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt. Fastir pennar 9. ágúst 2011 06:00
Hvernig er ferðasagan? Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: "Svona lala“ eða "allt í lagi“ en bæta svo við: "Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? Bakþankar 9. ágúst 2011 06:00
Hugmyndafræðileg forsjárhyggja Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. Bakþankar 8. ágúst 2011 13:30
Samtaka nú Að minnsta kosti tíu nauðganir urðu um verslunarmannahelgina samkvæmt tölum frá neyðarmóttökum víða um land, þar af voru sex á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem almennt mun annars mjög ánægjuleg samkoma. Vitað er að einungis brot slíkra atburða er tilkynnt þannig að reikna má með því að nauðganir þessa helgi hafi verið talsvert fleiri. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þessum fréttum með því að tilkynna um áform sín um að koma upp eftirlitsmyndavélum á næstu Þjóðhátíð í þeirri von að slíkt kunni að fæla ofbeldismennina frá því að láta til skarar skríða. Þess er vonandi líka að vænta að men Fastir pennar 8. ágúst 2011 06:00
Niðursuðutónlist Árið 1994 var ég vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur á Íslandi. Já, það eru 17 ár síðan. Það sem einkum háði mér sem útvarpsmanni var hvað mér leiddist tónlistin óskaplega mikið sem þá var vinsælust. Ég átti ekki að vera vaxinn upp úr því að hlusta á poppmúsík, en vinsæla tónlistin á þessum tíma gerði mér mjög erfitt að fylgjast með. Nú þegar ég lít aftur, sé ég að það var um þetta leyti sem ég hætti að fylgjast með stefnum og straumum í dægurtónlist og ákvað að það sem ég hefði þegar heyrt myndi duga mér ágætlega út lífið. Bakþankar 6. ágúst 2011 06:00
Lögmál vindhanans Forseti Íslands skýrir reglulega í erlendum fjölmiðlum hvernig Íslendingar voru og eru öðrum snjallari í stjórn peningamála með eigin gjaldmiðil. Þó að þetta rími ekki við hagtölur og lifandi reynslu heimila og fyrirtækja hér á heimavígstöðvunum enduróma helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þennan boðskap. Peningamálin eru ein af uppistöðunum í andófi þeirra. Fastir pennar 6. ágúst 2011 06:00
Stolt af fjölbreytninni Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt. Fastir pennar 6. ágúst 2011 06:00
Lýðræðið ógn við lýðræðið? Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista. Fastir pennar 5. ágúst 2011 12:30
Stoltið hýrt Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. Bakþankar 5. ágúst 2011 07:15
Höfum við efni á norrænni velferð? Gerð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvinsælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til. Fastir pennar 5. ágúst 2011 06:00
Kolruglaður kjötmarkaður Í grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Fastir pennar 4. ágúst 2011 07:30
Kláraðu af disknum Það ríkir mikil neyð í Austur-Afríku og samkvæmt starfsmönnum hjálparstofnanna er enn mikil þörf á aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum. Talið er að tólf milljónir manna séu í lífshættu vegna matarskorts og nú ríkir hungursneyð í tveimur héruðum í Sómalíu, sem hefur orðið hvað verst úti í þurrkunum. Verði ekki aukið við aðstoðina gæti hungursneyðin breiðst út til fleiri héraða landsins. Bakþankar 4. ágúst 2011 07:15
Að veðsetja eigur annarra Hugsum okkur mann, sem tekur bíl á leigu á mánudagsmorgni. Hann fær bílinn afhentan til leigu í fimm daga og greiðir t.d. 100 þúsund krónur fyrir fram fyrir leiguna til föstudagskvölds, eða 20 þúsund krónur á dag. Það, sem hann hefur í reyndinni keypt, er skírteini, sem veitir honum rétt til að nota bílinn í fimm daga. Skírteinið, það er leiguréttinn, getur maðurinn með leyfi bílaleigunnar framselt til annars manns, sem tekur þá á sig skuldbindingu hins fyrr nefnda, það er skylduna til að skila bílnum óskemmdum í vikulok. Skírteinið er 100 þúsund króna virði á mánudagsmorgninum og 80 þúsund króna virði á þriðjudagsmorgni, því að þá eru aðeins fjórir dagar eftir af leigutímanum. Leigutakinn gæti hugsanlega farið í bankann sinn beint úr bílaleigunni á mánudeginum og tekið lán til fjögurra daga að upphæð 20 þúsund krónur og lagt skírteinið frá bílaleigunni að veði með leyfi bílaleigunnar. Standi lánþeginn ekki í skilum við bankann á fimmtudeginum, yfirtekur bankinn skírteinið, sem er þá 20 þúsund króna virði og veitir bankanum afnot af bílnum á föstudeginum. Bankinn vill ekki veita hærra lán en 20 þúsund krónur með veði í leiguskírteininu vegna þess, að andvirði þess er komið niður í 20 þúsund krónur á fimmtudeginum. Aðeins óábyrgur eða óheiðarlegur bankastjóri myndi veita 100 þúsund króna lán með veði í leiguskírteininu, því að veðið myndi þá ekki bæta bankanum nema að 1/5 hluta vanskil á láninu. Fastir pennar 4. ágúst 2011 06:00
Versti óvinurinn Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Fastir pennar 3. ágúst 2011 08:30
Smáfuglar vængstýfðir Ég hef löngum verið þeirrar bjargföstu trúar að heimurinn fari ekki versnandi. Þegar fólk býsnast yfir að allt hafi verið betra í gamladaga glotti ég drýgindaleg við tönn. Ég bara kaupi ekki að betra hafi verið að "tjilla“ í rökum og köldum moldarkofa, teygandi spenvolga mjólk, hlustandi á langafa þylja Hávamál enn einu sinni en að hanga á Ölstofunni með ískaldan Bríó, vafrandi á internetinu á nýja iPadinum. Bakþankar 3. ágúst 2011 07:45
Sama hvaðan gott kemur Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Fastir pennar 2. ágúst 2011 11:00
Hér eru allir mjög sáttir „Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: "Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: "Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Fastir pennar 2. ágúst 2011 06:00
Ole og hinir grislingarnir Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundarins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirkegaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirkegaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich. Bakþankar 2. ágúst 2011 06:00
Spurning um næsta áfanga? Stjórnlagaráð hefur lokið störfum og hugmyndir að nýrri stjórnarskrá litið dagsins ljós, sumar nýtilegar og aðrar ekki eins og gengur. Formlega er málið nú í höndum Alþingis, sem ber ábyrgðina, þó að ríkisstjórnin ráði för. Fastir pennar 30. júlí 2011 07:00
Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Fastir pennar 30. júlí 2011 07:00
Rassgatið á Kim Kardashian Á vefsíðunni Ted.com (sem er ein sú merkilegasta á netinu) birtist á dögunum skemmtilegur fyrirlestur eftir Eli Pariser. Þar varar hann fólk við því sem kallast síublöðrur (e.: filter bubbles), en þær ganga í stuttu máli út á að vefsíður sía sjálfkrafa hvers konar efni þær birta eftir smekk notandans. Síublöðrurnar vinna sem sagt úr gögnum sem tölvan þín safnar saman sjálfkrafa — gögnum sem sýna hvaða fréttir þú skoðar, hvaða orð þú slærð inn í leitarvélar, tungumálin sem þú talar og í rauninni hvernig manneskja þú ert. Bakþankar 30. júlí 2011 06:00
Stjórnlögum náð Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg. Fastir pennar 29. júlí 2011 09:00
Sjö milljónir í mínus Það er leiðinlegt að festast í vef þjónustufyrirtækja og flækjast með fyrirspurnir sínar manna á milli án þess að fá lausnir. Ég hef þurft að ganga í gegnum það undanfarna daga. Fyrir rétt rúmri viku rak ég upp stór augu þegar ég las bankayfirlitið mitt. Á fyrirframgreiddu kreditkorti mínu höfðu verið færðar út sjö milljónir. Þrátt fyrir það hafði ég ekki keypt neitt svo dýru verði. Þessi umrædda færsla átti sér þó aðdraganda. Bakþankar 29. júlí 2011 00:01
Við lýsum eftir stuðningi Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi. Fastir pennar 28. júlí 2011 10:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun