Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Kvennaslóðir

Fimmtudagskvöldin voru heilög á meðan Sex and the City var í sjónvarpinu hjá mér eins og svo mörgum konum. Við vinkonurnar fórum svo í bíó um daginn til þess að kveðja þessar vinkonur okkar í New York fjórum árum eftir að sjónvarpsþættirnir runnu skeið sitt á enda.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvar eru peningarnir?

Stundum er haft á orði að sókn sé besta vörnin. Spurning er hvort Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur haft þá speki í huga þegar hann sakaði fréttamann Markaðarins, sem vatt sér að honum með spurningu á tröppum Stjórnar­ráðsins á föstudag, um dónalega hegðan og lét eins og ráðamenn þjóðarinnar þyrftu ekki að svara spurningum nema að undangenginni tímapöntun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bölið

Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri - ekki nokkrum manni til gagns - tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman frá nokkrum manni, eftir ríflega 10 daga ferðalag. Hefðin er nefnilega, svona að sumarlagi, að allir Íslendingar fái tiltekið símtal að heiman - þegar þeir eru í útlöndum - hvers markmið er aðeins eitt: Að spyrja hvernig veðrið er í útlöndum og koma því svo á framfæri, lymskulega en hnitmiðað, að veðrið sé mjög gott heima.

Bakþankar
Fréttamynd

Sabína-rökvillan

Vilhjálmur var maður nefndur, kardínáli af Sabína. Hann var uppi á þrettándu öld og sendur til Noregs 1247 til að krýna Hákon konung gamla. Þá voru þeir Þórður kakali og Gissur Þorvaldsson staddir við hirð konungs og fluttu mál sitt fyrir kardínálanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýr dropi

Hvað rekur sjötugan hollenskan ferðamann á húsbíl til að smygla 190 kílóum af eiturlyfjum til Íslands? Mér finnst ekki ólíklegt að sá hollenski hafi kynnt sér bensínverðið á Íslandi áður en hann lagði í hann og komist að þeirri niðurstöðu að ef hann ætlaði að keyra hringveginn kæmi hann með þessu móti kannski út á sléttu.

Bakþankar
Fréttamynd

Röng viðbrögð

Frestur ríkisstjórnarinnar til að bregðast við úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnarkerfið er liðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgt svar

Svar sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er markvert fyrir þá sök að báðir stjórnarflokkarnir hafa náð saman um það og forysta Framsóknarflokksins sýnist vera efnislega sammála þeim fyrstu viðbrögðum. Langt er síðan jafn breið samstaða hefur tekist um svo eldfimt mál sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnuninni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að móðgast fyrir hönd annarra

Það var vandræðagangur á blaðinu þegar frétt um hommana á Hæðinni átti að birtast daginn eftir. Fyrirsögnin var Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu, en hinir gagnkynhneigðu blaðamenn voru tvístígandi yfir þessu. Var fyrirsögnin móðgandi? Úr varð að hringt var í Begga og Pacas og auðvitað var þetta ekkert - Við erum hommar, hvað er málið?

Bakþankar
Fréttamynd

Gengið áfram annan veg

Eflaust hefur mörgum brugðið í brún á mánudag þegar bensínlítrinn fór í 170 krónur, án þjónustu, og lítri af dísilolíu í 185 krónur. Það er eitthvað svo stutt síðan áhyggjurnar voru hvort dælurnar myndu ráða við hækkun upp í hundrað krónur. Og á rétt rúmu ári hefur bensínlítrinn hækkað um fimmtíu krónur. Þegar eldsneytiskostnaður hækkar svona, umfram verðbólgu, hlýtur það að hafa víðtæk áhrif.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvolpar pappírstígranna

Fyrir nokkru varð mér gengið inn í bókabúðina „Les cahiers de Colette" rétt hjá Pompidou listasafninu, þar sem ungleg og brosandi kona, Virginie Linhart að nafni, var komin til að árita nýútkomna bók sína, „Dagurinn þegar faðir minn þagnaði".

Fastir pennar
Fréttamynd

Hættulegt hættumat

Vegvilltur túristi á unglingsaldri var í síðustu viku skotinn á færi í fjallshlíð í Skagafirði. Alfriðaður og hopandi inn í þoku undan kúrekum norðursins sem ekki datt í hug friðsöm leið að lausn málsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin pólitíska sök

Það er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta verðmætasta fyrirtæki Reykvíkinga hefur eflst og vaxið að umfangi síðustu ár, en er nú eins og frosið fast á krossgötum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjargvættir eða fargvættir

Andspænis ísbirni er fyrsta hugsun Íslendings ekki sú að knúsa hann - að minnsta kosti ekki skagfirsks karlmanns sem á byssu. Ísbjörninn er vissulega tákn fyrir náttúruna í augum þjóðarinnar, en sú náttúra er ekki góð í sjálfri sér þótt hún kunni að vera fögur og mikilfengleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jón Sigurðsson og olíuhreinsun

Lengi trúðu Íslendingar að umheimurinn teldi okkur sannfærða umhverfisverndarsinna. Í útlöndum væri Ólafur Ragnar Grímsson, skapari hitaveitunnar, á hvers manns vörum; hér ækju allir á vetnisbílum, hús væru kynt með heitu vatni fyrst og fremst af umhverfisástæðum og sótbölvandi ýtustjórar, með þriggja daga skegg og sigggrónar hendur, legðu lykkju á leið sína til að hlífa álfum og huldufólki. Já, Íslendingar eru bragðarefir.

Bakþankar
Fréttamynd

Nauðsynlegar „viðbragðs­áætlanir“

Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun“ við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað breytist?

Eðlilega sætir það tíðindum þegar breyting verður á leiðtogahlutverki forystuflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varist í vök um nokkurt skeið í þessu höfuðvígi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uggur

Börn hræðast oft ótrúlegustu hluti. Sem krakki var ég til dæmis svolítið hrædd um detta ofan í klósettið og skolast niður, ég þorði ekki að snúa mér í of marga hringi í rólunni af ótta við að fá garnaflækju og á aðventunni var ég smeyk um að rekast á jólaköttinn á förnum vegi.

Bakþankar
Fréttamynd

Spurning um aga

Efnahagsráðuneyti var aðeins hluti af stjórnarráðinu um skamman tíma fyrir hálfri öld. Sú hefð hefur skapast að líta á forsætisráðherrann sem efnhagsráðherra. Það á rætur að rekja til verðbólgutíðarinnar þegar samhæfa þurfti aðgerðir í efnahags- og kjaramálum á þriggja mánaða fresti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með krakkana til Köben

Fjölskyldan átti fagra daga við Eyrarsund. Foreldrar tóku sér langþráð frí og drifu börnin með í Tívolí, dýragarð og Dyrehavsbakken. Og fóru um allt á hjólum. Brekkulaust er landið Dana og ljúft að láta sig líða eftir Strandvejen með barn að baki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitískt sakamál?

Niðurstaða mestu lögspekinga þjóðarinnar liggur fyrir í Baugsmálinu. Dómur Hæstaréttar er fallinn. Við blasir að uppskera ákæruvaldsins í umsvifamestu rannsókn á meintum efnahagsbrotum í Íslandssögunni er ákaflega rýr. Jón Ásgeir Jóhannesson er sýknaður í sextán af sautján ákæruatriðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Æran hans Geira

Héraðsdómur Reykjavíkur skar úr um í vikunni að umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um Geira á Goldfinger hefði vegið að æru hans. Ekki hefðu verið færðar sönnur á ásakanir um að á Goldfinger færi fram mansal og vændi. Geiri fékk milljón til að jafna sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Pjatla fyrir píku

Þegar Krúttkynslóðin tók að vekja athygli fjölmiðla nefndi hún engar steikur þegar hún var spurð um uppáhaldsmatinn sinn. Henni þótti súkkulaðikaka og mjólk best. Eins og hlédrægt sveitafólk nýkomið til byggða vildi það ómögulega láta hafa neitt fyrir sér og hvíslaði óöruggt í hljóðnemann. Þetta hæfileikaríka fólk virtist of gott fyrir þennan heim og af frásögnum þess sjálfs að dæma virtist því líða best á árabáti á leiðinni út í afskekktan vita þar sem það gat sinnt list sinni í friði, ekki ólíkt Múmínpabba.

Bakþankar
Fréttamynd

Loksins

Væntanlega tók þjóðin undir með Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara í Baugsmálinu, í gær þegar hann sagði það að minnsta kosti nokkurt ánægjuefni að málinu sé lokið með úrskurði hæstaréttar í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bílasóðarnir eiga að borga meira

Tillögur um stighækkandi skatt á bíla eftir því hvað þeir menga mikið eru afbragð. Nú þarf að koma þeim í gagnið eins hratt og mögulegt er. Samsetning íslenska bílaflotans er þjóðinni til skammar. Meðaltalslosun koltvísýrings á hvern skráðan bíl er langmest hér á landi af öllum þeim 30 löndum sem mynda Evrópska efnahagssvæðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svanasöngur í móa

Síðasta Reykjavíkurbréf Styrmis Gunnarssonar, fráfarandi ritstjóra Morgunblaðsins, fjallar um símahleranir Sjálfstæðisflokksins 1949-68 og viðbrögð fórnarlamba hlerananna.

Fastir pennar
Fréttamynd

En þetta er bara mín trú

Nýlega reyndi guðfræðinemi að færa rök fyrir því hér á þessum vettvangi að fullorðið fólk, t.a.m. í umönnunarstéttum, ætti að vera hreinskiptið í samræðum við börn um álitamál eins og trúmál. Ef barn spyrði kristinn kennara spurningar á borð við: „Hvar er mamma þín?“ þá væri hreinlega eðlilegt að svara „Hún er hjá Guði,“ svo lengi sem sá varnagli fylgdi að einhver gæti verið annarrar skoðunar. Þannig lærði barnið smám saman að kennarinn héldi mömmu sína vera hjá Guði, Abdullah í 5.G héldi hana hjá Skrattanum og Ella náttúrufræðikennari fullyrti að hún væri hjá ormunum. Með þessu móti myndi barnið vera eggjað til að taka eigin afstöðu sjálfstætt og eðlilega.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísbirni bjargað frá drukknun

Lögreglan hefur legið undir nokkru ámæli að undanförnu. Fólk hefur ítrekað tuðað undan harðræði nokkurra lögregluþjóna. Lögreglan hefur svo ávallt brugðist við slíkum fregnum með því að ræða um aukið álag innan lögreglunnar, glæponar séu harðsvíraðri, hingað streymi stórhættulegir erlendir glæpahópar og ég veit ekki hvað og hvað.

Bakþankar
Fréttamynd

Gömul tjöruangan

Sjóminjasafnið í Reykjavík er ungt að árum. En því hefur vaxið fiskur um hrygg á stuttum tíma. Það er að þakka víðtækum áhuga og skilningi margra bæði í pólitík, atvinnurekstri og hollvinasamtökum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tími breytinga í Kauphöll Íslands

Fyrir helgi var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Svona fram sett er þessi staðreynd kannski ekki til þess fallin að fólk kippist við af æsingi, en breytingin er hins vegar mikilvægari en gæti virst við fyrstu sýn.

Fastir pennar