Uppreisn gegn tíðaranda Hvað er að gerast í henni veröld? Donald Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa sýnt sig hættulega vanhæfan til starfans. Bakþankar 17. nóvember 2016 07:00
Enn er lag Stjórnarmyndunarviðræður á Íslandi hafa alla tíð verið hálfgert happdrætti. Fastir pennar 17. nóvember 2016 07:00
„Trumpbólga“ er yfirvofandi Fyrir tveimur vikum skrifaði ég í þessum dálki að ég teldi að við værum loksins farin að sjá heiminn fjarlægjast verðhjöðnunargildruna, en ég hef lagt áherslu á að ég byggist ekki við að verðbólga færi yfir tvö prósent í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu í náinni framtíð. Það var hins vegar áður en Donald Trump vann óvæntan sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðustu viku. Með Trump sem forseta Bandaríkjanna mun verðbólgan stefna hærra. Fastir pennar 16. nóvember 2016 16:30
Söluferli með fullu trausti Lindarhvoll ehf. sem sér um sölu ríkiseigna sendi frá sér yfirlýsingu þar sem vísað var á bug ásökunum sem bjóðendur í Klakka höfðu sett fram. Gagnrýni bjóðendanna var margháttuð og laut að því að möguleiki hefði verið á gagnaleka í ferlinu Fastir pennar 16. nóvember 2016 07:00
Lífið er tengsl Einhvern tíma skömmu fyrir jól, þegar faðir minn var ungur prestur og barnakarl norður í Laufási við Eyjafjörð, skrapp hann í útréttingar til Akureyrar. Þá tók hann þá skyndiákvörðun að hann gekk inn í skartgripaverslun Sigtryggs og Péturs og festi kaup á eyrnalokkum handa mömmu minni að færa henni í jólagjöf. Bakþankar 16. nóvember 2016 07:00
Þrjú erfið mál Það er fyrir fram mjög erfitt að sjá fyrir sér að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar verði langlíf og farsæl nema allir flokkarnir gefi mikinn afslátt af stefnu sinni í stórum málum og sleppi við "óþæga þingmenn“ allt kjörtímabilið því ríkisstjórnin mun aðeins halda velli með eins þingmanns meirihluta. Fastir pennar 15. nóvember 2016 10:00
Helvítisgjáin Trump verður forseti eftir að helmingur Bandaríkjamanna viðurkennir að hafa aldrei fundið sína rödd í kór réttlætisins og hafnar elítustjórnmálum. Hinn helmingurinn fyllist skelfingu yfir hávaðanum í þögninni. Bakþankar 15. nóvember 2016 07:00
Fyrirgefið mér Ég er orðin miðaldra. Ég nenni ekki lengur að missa slag úr hjarta yfir pólitíkinni. Orðin dofin, bullið flæðir, orðin feit í heilanum, nenni ekki að rífast, berjast eða benda á ranglætið. Feit, þreytt og löt. Fyrirgefið mér. Bakþankar 14. nóvember 2016 08:00
Milli Vanilli Nú er farið að glitta í ríkisstjórn, sem er hætt við að verði eilítið veikburða ef horft er til aðeins eins manns meirihluta á þingi, en ríkisstjórn engu að síður. Fastir pennar 14. nóvember 2016 07:00
Ljóðin sem lækna Heimurinn þarf meira á ljóðum að halda en nokkru sinni og því er missirinn þeim mun sárari þegar féllu frá á dögunum tvö mikilvæg skáld. Fastir pennar 14. nóvember 2016 07:00
Uppruni ADHD Landlæknisembættið birti á dögunum nýjustu tölur um óeðlilega mikla notkun Ritalins (Methylphenidat) á Íslandi. Viðurkenndir álitsgjafar veltu upp fjölmörgum spurningum í fréttaskýringaþáttum. Eru Íslendingar að ofgreina ofvirkni/athyglisbrest hjá fullorðnum eða eru aðrar þjóðir að vangreina þetta ástand? Bakþankar 12. nóvember 2016 07:00
Skólaball Kennarar hafa verið að mótmæla alla vikuna. Ég held að flestir skilji það. Ég man þá tíð þegar þeir voru alltaf í verkföllum. Vá, hvað það var meiriháttar. Ég hef samt ekki alveg sömu afstöðu til verkfalla kennara nú og fyrir nokkrum áratugum. Merkilegt. Fastir pennar 12. nóvember 2016 07:00
Glatað tækifæri Bandaríkjamenn völdu sér forseta í vikunni í sögulegum og stórfurðulegum kosningum. Að endingu stóð Donald Trump uppi sem sigurvegari, sem var nokkuð sem helstu sérfræðingar töldu nánast óhugsandi að morgni kosningadags. Fastir pennar 12. nóvember 2016 07:00
Dust Pneumonia Blues Mér liggur mikið á hjarta varðandi Ameríku. Fyrst smá formáli. Í Chicago stendur Wrigley-byggingin, tæplega 100 ára gamalt 130 metra háhýsi, sem reist var sem höfuðstöðvar Wrigley tyggjófyrirtækisins. Wrigley-húsið er ævintýralega reisulegt, flúrað í nýgotneskum stíl, klætt gljáðu ljósleitu keramiki og upp úr norðurenda þess skagar glæsilegur kirkjulegur turn með trjónandi spíru. Fastir pennar 11. nóvember 2016 07:00
Óafsakanlegur næringarskortur Ekki þarf að fara langt aftur í sögu okkar til þess að nútíminn yrði í samanburðinum tími ofgnóttar og sóunar. Framboð fjölbreyttrar fæðu hefur aldrei verið meira né forsendur til þess að hafa öll hugsanleg næringarefni í fæðunni. Fastir pennar 11. nóvember 2016 07:00
Saga úr kirkjugarði Af hverju kaus fólkið sér svona forseta?“ spurði hann og horfði yfir grafreit bandarískra hermanna sem féllu í D-dagsinnrásinni í Frakkland. Þó að ég hefði helst viljað svara: "Mamma er ekki sagnfræðingur, kíktu á Wikipedia,“ Bakþankar 11. nóvember 2016 07:00
Nú þurfum við fótboltaeldgos Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Bakþankar 10. nóvember 2016 07:00
Sigur trúðsins Verstra martröð margra varð að veruleika í gær þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Fastir pennar 10. nóvember 2016 07:00
Heimsveldi við hengiflug Saga Bandaríkjanna er stutt, samfellt ævintýri. Ekkert land hefur í tímans rás uppskorið viðlíka velvild og aðdáun umheimsins og Bandaríkin, virðist mér, jafnvel ekki Frakkland, vagga nútímans. Fastir pennar 10. nóvember 2016 07:00
Enn mesta ríki heims Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt "hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Skoðun 9. nóvember 2016 09:00
Stórir dagar 9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina. Bakþankar 9. nóvember 2016 07:00
Væntanleg skref í stjórnarmyndun Staðan í myndun ríkisstjórnar er nokkuð flókin, en þó verður að teljast líklegast að fyrst verði látið reyna til fulls á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fastir pennar 9. nóvember 2016 00:00
„Þið eruð hetjurnar mínar“ Þetta eru orð Moses Akatugba, ungs manns frá Nígeríu sem dæmdur var til dauða með hengingu árið 2013 eftir tíu ár í fangelsi, þar af tvö á dauðadeild. Fyrir hvaða sakir? Jú, vegna meints stuldar á þremur farsímum og öðrum samskiptabúnaði, ásakanir sem hann hefur alla tíð staðfastlega neitað. Bakþankar 9. nóvember 2016 00:00
Seifur og Sjálfstæðisflokkurinn Oft hefur stór sannleikur notað magnaða lygi til að viðhalda sjálfum sér. Lénskerfið notaði guð þar sem lénsherrar, kóngar og klerkar trónuðu efst í valdapíramídanum, athugasemdalaust þar sem það átti að vera vilji skaparans. Bakþankar 8. nóvember 2016 07:00
Töfrar í flugskýli Að sögn viðstaddra var gæsahúð tónleikagesta næstum áþreifanleg og sýnileg úr fjarlægð þegar Björk Guðmundsdóttir, skærasta poppstjarna íslenskrar tónlistarsögu, lék fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. Fastir pennar 8. nóvember 2016 00:00
Stillta vinstrið Það myndi æra óstöðugan að velta vöngum yfir hinu stórbrotna fylgishruni Samfylkingarinnar á umliðnum misserum Fastir pennar 7. nóvember 2016 07:00
Samábyrgð Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Skoðun 7. nóvember 2016 07:00
Fluguplágan Ég sat nýlega í makindum mínum og las dagblaðið við eldhúsborðið. Bakþankar 7. nóvember 2016 07:00
Fokk kjararáð, gljáð jólabráð Í dag eru sjö vikur til jóla. Hverjum er ekki sama hvaða jólasveinn verður forsætisráðherra? Tortóla hvað? Málið er jóla hvað? Fokk kjararáð, gljáð jólabráð. Kosningafirra, reykelsi og myrra. Emm ess, jólastress. Pólitísk spilling, kalkúnafylling. Bjarni Ben, amen Fastir pennar 5. nóvember 2016 07:00
Útganga í uppnámi Breskur dómstóll hefur úrskurðað að breska þingið eigi síðasta orðið um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu hefði einungis verið ráðgefandi. Ljóst er að um er að ræða erfið tíðindi fyrir Theresu May forsætisráðherra. Fastir pennar 5. nóvember 2016 07:00
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun