Stansted-flugvöllur "Við höfum fengið leyfi til að auka farþegafjölda okkar úr tuttugu milljónum í 25 milljónir fyrir árið 2011. Framtíðarsýn okkar er skýr og árið 2011 hyggjumst við bæta við flugstöðina. Við viljum fjölga bílastæðum, verkstæðum og flugbrautum innan flugvallarsvæðisins," Menning 27. október 2004 00:01
Vetur á framandi slóðum Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins. Menning 21. október 2004 00:01
Borg ljónanna Brynja Dögg Friðriksdóttir sendir pistla úr heimsreisu sinni Menning 21. október 2004 00:01
Aldrei hressari í Interrail Hver segir að maður þurfi að vera ungur háskólastúdent til að fara í Interrail til Evrópu? Það segir það svo sem enginn en algengast er að fólk leggi upp í þannig ferðir meðan það er enn ungt og ævintýragjarnt. Menning 14. október 2004 00:01
Gistinóttum fjölgaði um 2% Gistinóttum á íslenskum hótelum fjölgaði um tæp tvö prósent í ágústmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru tæplega 136 þúsund í þarsíðasta mánuði en 133 þúsund í ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði mest á Austurlandi, eða um 12,5 prósent. Menning 5. október 2004 00:01
Aldrei fleiri á Hvannadalshnjúk Aldrei hafa fleiri gengið á Hvannadalshnjúk á einu ári en í ár. Fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn áætlar að alls hafi um og yfir 400 manns heimsótt þennan hæsta tind landsins, þar af 391 á þeirra vegum og af þeim komust 323 á leiðarenda. Menning 29. september 2004 00:01
Í fjallasölum austurrísku Alpanna Skíðagöngur í fjallasölum austurrísku Alpanna eru meðal þess sem Ferðaþjónusta bænda er að skipuleggja á útmánuðum. Slíkt telst til tíðinda hér á landi. Þetta er vikuferð og stendur frá 5. til 12. mars. Flogið er til Verona á Ítalíu og ekið þaðan til bæjarins Seefeld, sem er í hjarta fjallahéraðsins Týról. Menning 29. september 2004 00:01
Drekkti sér í sögu og menningu. Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Menning 22. september 2004 00:01
Hjartað slær í Kína Guðrún Ólafsdóttir landfræðingur og mannfræðingur hlýtur að teljast með víðförlari Íslendingum því nánast má segja að hún hafi verið á faraldsfæti frá því í frumbernsku. Hún er nú á 74. aldursári og alls ekki sest í helgan stein. Menning 2. september 2004 00:01
Leikhópurinn stal skrúðgöngunni "Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. Menning 2. september 2004 00:01
Norræna til Íslands allt árið Vetraráætlun Norrænu tekur gildi 9. september og breytist þá áætlun skipsins. Samt sem áður verður Norræna vikulegur gestur á Seyðisfirði eins og yfir sumartímann en hefur viðdvöl yfir nótt. Hún mun koma þangað á þriðjudögum -- í fyrsta skipti 14. september klukkan 9 og sigla til baka á miðvikudögum kl. 18. Menning 25. ágúst 2004 00:01
Vincent Plédel fékk ferðabakteríu Árið 1976 kom fjórtán ára spænskur strákur í heimsókn til frænku sinnar sem átti heima á Íslandi. Þessi heimsókn hafði djúpstæð áhrif á líf hans og í dag er hann sannkallaður heimshornaflakkari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kanna skemmtilega ferðamöguleika fyrir ferðaskrifstofur auk þess sem hann skrifar ferðabækur og greinar í ferðatímarit. Menning 25. ágúst 2004 00:01
Gerið boð á undan ykkur! Skúli Gautason, leikari og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: "Ég var á Interrail og ákvað að heimsækja stelpu sem ég þekkti í Júgóslavíu. Þetta var talsvert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi í Trieste sem endaði með því að óeirðalögreglan birtist með táragas og grá fyrir járnum." Menning 25. ágúst 2004 00:01
Veisluhöld á Breiðafirði "Þetta er sambland af veisluhöldum og náttúruskoðun og tekur 3-4 tíma," byrjar Ragnheiður Valdimarsdóttir, markaðsstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, lýsingu sína á ferðum sem farnar eru á vit ævintýranna í Breiðafirði. Menning 25. ágúst 2004 00:01
Heitustu haustferðirnar "Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí. Menning 18. ágúst 2004 00:01
Sjávarréttir við smábátahöfnina Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn Menning 18. ágúst 2004 00:01
Vandamál að týna vegabréfi Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Menning 18. ágúst 2004 00:01
25.000 manna samsöngur í Tallin Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní Menning 18. ágúst 2004 00:01
Námskeið fyrir konur á Spáni Sumarferðir efna til vikunámskeiðs fyrir konur á öllum aldri í haust. Á námskeiðinu er meðal annars farið í líkamsrækt, kjarkæfingar, jóga og hugleiðslu. Haldnir verða fyrirlestrar um heilsu, næringu, stress og aukakíló, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið verður haldið á glæsilegu hóteli í Albir á Spáni. Menning 18. ágúst 2004 00:01
Guðdómlegar tilviljanir réðu för Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og tónlistarmaður, fór í óvænta ævintýraferð á dögunum. "Einn daginn þegar ég kom heim var konan mín búin að kaupa ferð handa okkur til Krítar í eina viku. Hún vissi sem var að mig hefur alltaf langað til Grikklands og gaf mér ekki færi á að væflast neitt heldur ákvað þetta bara. Menning 11. ágúst 2004 00:01
Fjölbreyttasta landslag í heimi Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja Sjálands í sérstakri hópferð frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja Sjálands og komið er við í Singapore á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Menning 11. ágúst 2004 00:01
Alltaf heimabakað með kaffinu Birna Hjaltalín Pálsdóttir rekur kaffihús og gistiheimili í Læknishúsinu á Hesteyri í Jökulfjörðum og hefur gert undanfarin ár en eins og margir vita er Hesteyri í eyði á öðrum árstímum. Birna er þekkt fyrir að hafa heimilislegt í kringum sig og eiga ávallt eitthvað heimabakað með kaffinu. Menning 11. ágúst 2004 00:01
Eitt af bestu sjávarsíðuhótelunum Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn. Menning 11. ágúst 2004 00:01
Norskir og danskir dagar Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Menning 11. ágúst 2004 00:01
Undir bláhimni besta söluvaran Hlutir sem minna á horfna tíma, eins og sauðskinnsskór og rósaleppar, vekja athygli í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í Skagafirði. Þar eru þeir innan um nýtískulegri muni af ýmsu tagi og þegar farið er að forvitnast kemur í ljós að það er handverkshópurinn Alþýðulist sem stendur að framleiðslunni. Menning 11. ágúst 2004 00:01
Túristi í einn dag Ef til vill ertu einn af þeim sem ferðast út um allt og hafa skoðað sögufræga staði erlendis og gengið um hálendi Íslands en hafa samt aldrei farið í Bláa lónið, upp í Hallgrímskirkjuturn eða séð Gullfoss og Geysi. Menning 4. ágúst 2004 00:01
Hátíðir helgarinnar Alltaf er nóg um að vera um helgar og eru hátíðirnar eins misjafnar og þær eru margar. Menning 4. ágúst 2004 00:01
Ferðast með börnin "Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossaðist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónarmaður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir. Menning 4. ágúst 2004 00:01
Línudans um landið Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. Menning 4. ágúst 2004 00:01
Íbúðaskipti í sumarfríinu Húsnæðisskipti milli landa er þrælsniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Margar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Menning 4. ágúst 2004 00:01