Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kæfandi klámhögg sveitar­stjóra

Fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Flest eru sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð og að gera megi betur. Forsenda þess að gera betur er að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem má fara betur.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“

Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir.

Innlent
Fréttamynd

Fjalla­baks­leið syðri lokuð vegna vatnavaxta

Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi ferða­manna slíkur að rotþróin ræður ekki við það

Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Lauma sér inn í út­farir og senda kirkjuvörðum fingurinn

Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það.

Innlent
Fréttamynd

Á­gengir ferða­menn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga

Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað stór­hættu­legt“

Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eig­enda

Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Innlent
Fréttamynd

250 þúsund gestir skemmti­ferða­skipa á Akur­eyri í sumar

Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Devin Booker á Ís­landi

Körfuboltastjarnan Devin Booker er staddur á Íslandi og fór bæði í Fjaðrárgljúfur og að eldstöðvum Sundhnúksgígaraðar.

Lífið
Fréttamynd

Berg­þórs­hvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð

Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Innlent
Fréttamynd

Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum

Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Lauga­vegurinn að „deyja úr vel­gengni“

Ísland er leiðandi á sviði ferðamennsku á alþjóðasviðinu og hefur á undanförnum árum laðað að sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Laugavegur, ein vinsælasta gönguleið hálendisins, er farin að líða fyrir vinsældirnar vegna margmennis og á í hættu á að „deyja úr velgengni.“

Innlent