Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Segir óþarfa að fyllast skelfingu

Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umferð um Dyrhólaey takmörkuð

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að umferð um Dyrhólaey verði takmörkuð frá og með deginum í dag til 25. júní á milli klukkan 9 til 19 til verndunar fuglalífs á varptíma.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða 7.900 krónur í laun á dag

Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela

Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu

Formaður Framsýnar á Húsavík segist sjá alvarleg brot í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsmenn hér á landi fái laun sín greidd á erlenda reikninga fram hjá kjarasamningum og skattskilum hér á landi. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur.“ Upplýsingafulltrúi SAF segir undirboð á vinnumarkaði ólíðandi.

Innlent