Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Af vettvangi slyssins á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í fyrra. ÍVAR Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?