Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. "Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“

Innlent
Fréttamynd

Innheimta á þjórfé í posum óheppileg nýlunda

Mbl greindi frá þjórfjárgreiðslum á veitingastaðnum Bryggjunni brugghúsi í gær en þar hafa viðskiptavinir fengið meldingu í posa um hvort þeir vilji greiða þjórfé þegar borgað er með greiðslukorti. Þá stendur til að meldingin komi eingöngu upp fyrir erlenda ferðamenn. Neytendasamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar segja þessa nýlundu geta verið óheppilega og haft mögulega mismunun í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Akstur í Esjunni bara brot af vandanum

Ítrekað kemur fyrir að ferðamenn aki bílum utan vega og skemmi náttúruna. Kallað er eftir vitundarátaki til að koma í veg fyrir slíkan akstur sem oft getur orsakað mikil náttúruspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Fundust heil á húfi

Franska göngufólkið fannst nú á níunda tímanum í morgun heilu og höldnu í skála á Laugarveginum svokallaða.

Innlent