Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Halla við opnun nýja staðarins í Leifsstöð. Hún byrjaði smátt fyrir fimm árum en rekur nú tvo veitingastaði. „Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira