Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða

Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 

Innlent
Fréttamynd

Þre­föld rangstaða flug­um­ferðar­stjóra

Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi.

Skoðun
Fréttamynd

Bláa lónið opnar á ný

Bláa lónið mun opna starfsemi sína á ný næstkomandi sunnudag, klukkan ellefu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins, en þar segir að ákvörðun um opnunina hafi verið tekin í samráði við stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ea­syJet stefnir á­fram á flug til og frá Akur­eyri næsta vetur

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári. Flugfélagið hóf beint flug til Norðurlands í október síðastliðnum og er með ferðir á áætlun tvisvar í viku út mars, á þriðjudögum og laugardögum. Stefnt er að flugi sama tímabil næsta vetur og mun félagið setja fleiri mánuði í sölu þegar nær dregur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti

Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Túr­isti verður FF7

Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferð­a­þjón­ust­an vill „hóf­leg­an vöxt“ þrátt fyr­ir metn­að­ar­full vaxt­ar­plön Icel­and­a­ir

Ferðaþjónusta hérlendis vill hóflegan vöxt eins og tíðkast hefur alþjóðlega, þar sem hann hefur verið á bilinu tvo til þrjú prósent á ári, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurður um hvort horft sé til þess ferðamönnum muni fjölga hratt hérlendis gangi hressileg stækkunaráform flugfélagsins Icelandair eftir.

Innherji
Fréttamynd

Gagn­rýni á grein Ernu Mistar um ís­lenska menningu

Greinar Ernu Mistar hafa vakið mikla athygli og eru raunar allrar athygli verðar fyrir frjótt ímyndunarafl og grípandi líkingarmál. Aftur á móti eru þær engrar athygli verðar fyrir að vera „heimspekilegar“ eins og þær eru gjarnan sagðar vera.

Skoðun
Fréttamynd

Öku­maður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð

Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. 

Innlent
Fréttamynd

Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði

Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stranda­glópar ýmist ösku­reiðir eða sultuslakir

Veður hefur leikið íbúa á suðvesturhorninu og víðar grátt í dag. Ferðamenn hafa ekki heldur farið varhluta af veðrinu, og einhverjir þeirra orðið fyrir því að flugferðum þeirra var frestað eða þær felldar niður. Þeir eru misánægðir með gang mála.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Fer­tram og risa­sala á Kerecis hlutu við­skipta­verð­laun Þjóð­mála

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála síðastliðinn fimmtudag auk þess sem risasala á fyrirtækinu til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast fyrir jafnvirði um 180 milljarða króna var valin viðskipti ársins. Þá hlaut Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, sérstök heiðursverðlaun Þjóðmála fyrir ævilangt framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs.

Innherji
Fréttamynd

Ferða­þjónusta, frá stefnu í að­gerðir

Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir.

Skoðun