Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland

Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað.

Innlent
Fréttamynd

Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul

Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna

Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Skutluðu ferðamönnunum á Malarhöfða

Hluti af ferðamannahópnum, sem lenti í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gærkvöldi, komu í húsnæði Hjálparsveitar skáta á Malarhöfða í Reykjavík nú á tólfta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Nauðungarsala á Hlemmi Square

Ríkisskattstjóri hefur farið fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rekur hostelið Hlemm Square á Laugavegi 105 verði boðið upp. Tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áratugir ferðaþjónustunnar?

Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Slys varð á Breiðamerkurjökli

Þyrla landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Draumur að upplifa hvít jól

Það hefur lengi verið draumur að upplifa hvít jól segja ferðamenn sem kusu að verja jólunum á Íslandi. Það hafi ekki komið að sök þótt margar verslanir og veitingastaðir hafi verið lokaðir.

Innlent