Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Sigur Ferrari afmælisgjöf til forsetans

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari var að vonum ánægður með fyrsta sigur Ferrari á árinu og hann segir ekkert ákveðið með framtíð Kimi Raikkönen eða Fernando Alonso hjá liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

F1: Milljarðamæringurinn ánægður með silfrið

Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen vann eftir baráttu við Fisichella

Finninn Kimi Raikkönen fagnaði sigri í belgíska kappakstrinium á Spa brautinni í dag eftir harða baráttu við Giancarlo Fisichella, en ekki munaði nema sekúndu á þeim köppum frá upphafi til enda mótsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Meistarar og meistaraefnið í vanda á Spa

Formúlu 1 kappaksturinn á Spa brautinni í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 og fremstur á ráslínu er Ítalinn Giancarlo Fisichella og við hlið hans Jarno Trulli frá sama landi.

Formúla 1
Fréttamynd

Fisichella: Besta stund lífs míns

Giancarlo Fisichella var í hæstu hæðum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum og að Force India hafði slegið stórliðunum við á Spa brautinni í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Fyrsti ráspóll Force India og Fisichella

Giancarlo Fisichella hjá Force India náði að landa fremsta stað á ráslínu á Spa brautinni í Belgíu í dag. Liðið er í eigu indverska milljarðamæringsins Vijay Mallay og um sannkölluð tímamót að ræða hjá liðinu sem notar Mercedes vélar.

Formúla 1
Fréttamynd

Forystuliðið í vanda á Spa brautinni

Þjóðverjinn NIck Heidfeld var fljótastur ökumanna á lokaæfingu keppnisliða á Spa brautinni í morgun. BMW liðið hefur verið í slæmum málum á árinu en nú virðist loks vera rofa til hjá ökumönnum liðsins, en Robert Kubica varð sjtötti.

Formúla 1
Fréttamynd

Badoer vill sanna sig með Ferrari

Ítalinn Luca Baoder var skotspónn margra eftir kappaksturinn í Valencia í síðustu helgi, en hann lauk keppni í síðasta sæti, en hann tók sæti Felipe Massa. Hann keppir á Spa brautinni í Belgíu tímatölkum í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Flóðlýst Formúlu 1 mót í Abu Dhabi

Lokamótið í Formúlu 1 verður haldiið við all sérstæðar aðsæður. Það mun hefjast í dagsbirta, en lýkur eftir sólsetur og í flóðljóstum. Mótshaldarar telja að þetta muni skapa sérstaka stemmningu á mótssvæðinu og í hugum áhorfenda.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Meiri samkeppni framundan

Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Slakur árangur olli svefnleysi

Lewis Hamilton hefur átt margar svefnlausar nætur á þessu ári, vegna þess að gengi McLaren liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Þetta kemur fram í viðtali við hann í þættinum Rásmarkið kl. 21.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.

Formúla 1
Fréttamynd

Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum

Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs.

Formúla 1
Fréttamynd

Button verður sókndjafur á Spa

Uppáhaldsbraut ökumanna, Spa í Belgíu er á dagskrá um næstu helgi og Jenson Button, forystumaðurinn í stigamótinu telur að hann þurfi að vera sókndjarfari en í síðustu mótum.

Formúla 1
Fréttamynd

Barrichello stal sigrinum af Hamilton

Rubens Barrichello frá Brasilíu sá við heimsmeistarnum Lewis Hamilton í Valenciu kappakstrinum á Spání dag. Hamilton leiddi mótið frá byrjun, en Barrichello sá við honum með hörkuakstri og ekki hjálpaði klúður á þjónustusvæði Hamiltons í lok mótsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Titilslagurinn riðlast vegna árangurs McLaren

Árangur McLaren manna í tímatökum á Spáni í dag mun setja svip sinn á titilslaginn, þar sem Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen eru fremstir á ráslínu. Fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn og Rubens Barrichello er fremstur þeirra í þriðja sæti.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fremstur í flokki á Spáni

Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl.

Formúla 1
Fréttamynd

Sutil óvænt fljótastur í Valencia

Þýski ökumaðurinn Adrian Sutil á Force India náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 ökumanna í Valencia í morgun. Félagi hans Giancarlo Fisichella varð sjötti og árangur liðsins indverska er því engin tilviljun.

Formúla 1
Fréttamynd

Staðgengill Massa fékk 1 miljón í hraðasekt

Luca Baoder frá Ítalíu sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa þarf að punga út einni miljón króna í hraðasektir eftir daginn. Hann ók fjórum sinnum of hratt á þjónustusvæði Formúlu 1 bíla á tveimur æfingum í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso stal senunni á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Renault náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Alonso náði besta tíma í tímatökum í síðustu keppni og virðist tilbúinn í toppslaginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Barrichello beit frá sér í Valencia

Rubens Barrichello var ökumanna sprettharðastur á götum Valencia í dag á Brawn bíl, en McLaren ökumennirnir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru skammt undan.Munaði liðlega 0.1 sekúndu á köppunum þremur.

Formúla 1
Fréttamynd

Fyrsta viðtalið við Massa eftir slysið

Ítalrlegt sjónvarpsviðtal við brasilíska ökumanninn Felipe Massa verður birt í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður til umfjöllunar slysið sem hann lenti í á brautinni í Ungtverjalandi. Staðgengill hans, Luca Badoer verður einnig í viðtali í þættinum, en hann hefur verið ökumaður Ferrari í áratug.

Formúla 1
Fréttamynd

Stofnandi You Tube fjárfestir í Formúlu 1

Chad Hurley, annar af stofnendum hins vinsæla vefsvæðis You Tube hefur ákveðið að fjárfesta í nýja USF1 liðinu frá Bandaríkjunum. Liðið byrjar að keppa í Formúlu 1 árið 2010. Hurely er margfaldur miljarðamæringur á ameríska vísu og fyrirtækið sem hann stofnaði var selt Google fyrir 1.65 miljarða dala árið 2006.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton stefnir á sigur á Spáni

McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen.

Formúla 1